Sunnanfari - 01.01.1898, Blaðsíða 48

Sunnanfari - 01.01.1898, Blaðsíða 48
48 ýmsu t.rúarfjelaga allt af að fara í vöxt. í mörg- um af stórborgunum vinna jafnvel hinir straung- ustu pápisku trúarflokkar í fjelagi við trúarflokka eingyðinga í nafni mannkærleikans að ýmsum al- mennum líknarfyrirtækjum. Og nú er einnig talað um að fara að breyta kennslu í trúmálum á hinum æðri skólum í þá átt, að mynda einnig þar sam- vinnu milli ólíkra trúarflokka. í hinum svonefndu frjálslyndu kirkjufjelögum hefur leingi verið talað um að breyta trúmálakennslunni við háskólann í Harvard, göinlum háskóla og vel metnum. í>ar er heimtað af kennurunum, að þeir taki fullkomið til- lit til kenninga vísindanna, þótt þeir útskýri guð- leg efni, og sjeu algerlega óhlutdrægir í dómum sín- um milli vísinda og trúar; þar er t. d. eingum á- kveðnum trúarsetningum (dogmum) haldið fram, heldur er saga þeirra rakin og gefið yfirlit yfir allar helstu trúarsetningar kristinnar kirkju, —• og það jafn hlutdrægnislaust og náttúrufræðisnemand- anum er gefið yfirlit yfir dýra- og jurtalíf f öllum álfum og löndum heimsins. Þar eru menn úr ýms- um trúarflokkum, bæði meðal kennanda og nem- enda. I Ameríku er eingin ríkiskirkja og eingin guð- fræðiskennsla í þeim skólum, sem veita eiga al- menna menntun; við marga af háskólunum er og eingin guðfræðisdeild. Hvert trúarfjelag hefur sína sjerstöku skóla og samsvara þeir guðfræðisdeildun- um við háskóla hjer í álfunni. A þessum skólum er nú víða samhliða guðfræðiskennslunni farið að kenna þjóðskipulagsfræði, nákvæm kennsla veitt í trúbrögðum ókristinna trúarflokka og rnikil áherzla lögð á að kenna heimspeki og sálarfræði. I einu af þessum kirkjufjelögum var mikið um það rætt fyrir nokkrum árum síðan, að stofna nýjan trúinálaskóla í miklu stærri stýl en áður. Þar átti að ríkja fullkomið frelsi í trúarskoðunum og kenn- endur eigi að vera bundnir nokkurri trúarjátning, en skyldu kenná hver um sig, það sem honum virtist sannast. Hvert trúarbræðrafjelag, hvort það væri kristið eða ekki, skyldi eiga þar talsmann meðal kennenda. Margir buðu stórfje til að koma þessari hugmynd til framkvæmda, en ýms atvik hafa þó valdið því, að ekkert hefur orðið úr því enn. En huginyndin hefur breiðst út og feingið festu. Og nú er jafnvel svo komið, að presbyterianar í Ameríku hafa haft í hyggju, að breyta skólum sín- um í þetta horf. Eitt af helstu blöðum þeirra hef- ur tekið málið að sjer til að brjóta því braut. Það heldur því fram, að við fullkomiun guðfræðisskóla eigi hver og ein af hinum heldri triimálastefnum heimtingu á að eiga talsmann, sem skýri trúarsetn- ingar hvers um sig. Það vill t. d. fá rabbí frá Gyðingum til að skýra gyðingdóminn fyrir nem- endum á háskólum preshyteríana. Það vill fá Jesúíta til að skýra þar dýrlingatrú kaþólskra manna. Það vill gera hugmyndasögu mannkyns- ins að höfuðlærdómsgrein í guðfræðisskólunum og taka hana þar langt fram yfir ritningarskýringar og málfræðisrannsóknir. En yfir dyr hins nýja skóla vill blaðið setja þessi orð: „Sonur sæll! Týn þú ekki trú þinni í tómri guðíræði11. Og kennarar vill það að sjeu vald- ir til skólans með því marki fyrir augum, að þar haldist jafnan við heilbrigt og náttúrlegt trúarlíf. Þar skulu vera guðsþjónustugjörðir daglega og standa fyrir þeim á víxl helstu menn allra þeirra trúarflokka, sem talsmenn eiga við skólana. Ann- ars hefur dagleg guðsþjónusta tíðkast. í öllum trú- málaskólum í Ameríku frá fornu fari, og er álitið að það hafi góð áhrif á stúdentana, að hlusta á stólræður frægustu manna kirkjunnar til skiftis. Hinir nýju skólar eiga ekkiheldur að láta sjer nægja að kenna guðfræðina sem dauðan bókstaf. Þar á að leggja áherslu á, að kenna nemendunum að framkvæma kenningar kristindómsins verklega. Svo sem þeim, er læknir vill verða, er talið nauðsynlegt, að dvelja við ýms sjúkrahús til að kynna sjer holdlegar meinsemdir mannkynsins, svo á sá, er ganga vill í þjónustu kirkjunnar, að taka verklegan þát.t í starfsemi hennar út á við meðan hann er að nema, dvelja tíma og tírna við líknar- stofnanir víðsvegar Um landið, og læra þannig af eiginni reynslu að þekkja mennina og það, sem þá vanhagar um, með öðrum orðum, læra þá list að hjálpa, og að láta sem mest af þeirri þekking, sem hann hefur feingið með námi sinu á skólunum verða að notum í lífinu. Hugmyndin er komin svo vel á veg, að for- stöðumaður er valin hinum nýja skóla. En hvern- ig sem framkvæmdirnar ganga, þá er hitt mikils- vert, að sjá að þraungsýnið og trúarofsinn er að smáhverfa. Þær þjóðir, sem leingst eru komnar í menningu, ganga á undan, hinar koma smátt og smátt á eptir. (* Þ. G.).

x

Sunnanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.