Öldin - 01.11.1894, Blaðsíða 3

Öldin - 01.11.1894, Blaðsíða 3
ÖLDIN. 163 Um landeignarrétt. Útdráttur úr ritgerð eftir THOMAS H. HUXLEY. [Isleudingar hafa séð meira og minna ritað til skýringar skoðunum þeirra manna, sem lialda því fram, að landsdrottnar flestir séu illa komnir að landeign sinni. að onda ein- staklingurinn hafi ekki rétt til að eiga og gera að arfgengri eign, þann litla landskika, er hann annað tveggja hefir keypt eða numið í óbygð, og að stjórn hvers lands fyrir sig hafi þess vegna óefað rétt til að svipta þegna sína eignarréttinum og gera að þjóðeign. Um þetta hafa Islendingar iesið meira og minna, en svo er um hvert mál, að ekki er nema hálf- sögð sagan, ef einn seair. Þess vegna virðist oss, að fróðlegt sé fyrir þá, sem ekki lesa ensku nema lítillega sér til gagns, að fá ein- stöku sinnum að sjá, hvað meðmælismenn einstaklings-eignréttarins segja. Þá fyrst geta þeir metið umtalsefnið og dregið sínar eigin ályktanir um það, hvor málsparturinn hefir róttara mál að verja. Höfundur þessar- ar eftirfylgjandi greinar, hinn nafntogaði mikli vísindamaður, Thomas H. Htixley, er langt frá því að vera þjóðeign á landinu með- mæltur. En svo mikilhæfur er hann og al- ment viðurkendur, að alt, sem hann segir, er lesið með sérstakri eftirtekt. Oss er þess vegna sönn ánægja að geta þó ekki verði nema einu sinni, borið á borð fyrir iesendur vora stuttan útdrátt úr ritgerð eftir þennan mikilhæfa mann. Vér segjum “þó ekki verði nema einu sinni,” en löngun vor er, að “gefa honum orðið” oftar, og um leið tækifæri til að ræða um fleira en landeignarrétt, — ef kring- umstæðurnar leyfa oss það.] * * * * * * * * * tTndir eins þegar menn fðru að þreyta við pólitískar gátur, hafa þeir hlotið að veita því eftirtekt, svo framarlega sem að- al-markmið þjóðfélagsins var, að annast um og efla velferð einstaklingsins (og þangað til það var augsýnilega sjálfs'igð stefna, gat pólitiska hugmyndin ekki verið annað fremra en eðlishvöt),* að meðal mannanna voru alls konar aðgreiningar, og að á herðar þeirra var lögð byrði, sem á engan tiátt flýtti fyrir ferð þeirra að tak- markinu. Aður jafnvel en slétthefillinn mikli — Rómaveldi — náði að nema burtu margs konar þjóðfélags og þjóðflokka-girð- ingar og veggi, að umsteypa þá alla í sínu sérstaka móti og knýja alla búendur heims- ins, þess hluta heimsins, er mönnum á þeim tíma var kunnugur, til að taka á sig sameiginlegt skyldverka-ok, — áður jafn- vel en alt þctta átti sér stað, voru hugs- andi menn farnir að uppgötva, að þjóðfé- lagsins vegna var æskilegt að allir menn væri svo fríir og frjálsir sem framast mætti verða, án þess að þjóðfélagsheildinni væri stofnað í vanda. Jafnframt skyldu allir bundnir einum og sömu skyldum og háðir einum og söinu löguni og reglum, nauð- synieguin til viðhalds þjóðfélaginu. Þetta er niðurstaða, er hver og einn gctur kom- ist að, sem athugar reynslu liðinna tíma *) Það má ekki gleyma því, að það sem vér köllum skynsamlegar ástæður fyrir skoð- un vorri, er oft sérlega óskynsamleg tilraun til að réttlæta eðlishvöt vora. Ég get ekki efað að mannlegur félagsskapur átti sér stað áður en tungumál og siðalæidóms-meðvitund varð til. Dýr, sem lifa í flokkum, framfylgja regl- um, flokknum öllum til velferðar, þó auðvitað væri heimskulegt að se.-’ ja, að þau í júridisk- um skilningi framfylgdu nokkrum lögum. I hvaða þorpi sem er, getur maður séð lítinn hund flýja undan stórum hundi. Undir eins og sá litli er kominn yfir landamæri sín, í ríki sitt, hættir hann að hlaupa, en snýr á móti stóra seppa og særir hann og manar. Og venjulega hörfar sá stóri burtu eftir að hafa sýnt fyrirlitning sína og ýglt sig um stund. Það er enginn efi á því, að litli seppi hefir lært það af reynslunni, að þegar á þetta ákveðna svið var komið, var lijálpin nærri. Á sama hátt hefir og stóri seppi komist að því, að á slíkum stöðum mátti búast við stokkum og steinum, og afleiðingin af því var honum minnisstæð. Meðvitundin, sem þannig varð til, er óefað fyrsta sporið til að viðurkenna eignarrétt á báðar síður. Og mér dettur í liug að likt sé ástatt að því er mennina snertir.

x

Öldin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldin
https://timarit.is/publication/147

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.