Öldin - 01.11.1894, Blaðsíða 25

Öldin - 01.11.1894, Blaðsíða 25
ÖLDIN. 185 svo mikla lieift bar hann til hinna tigin- Lornu. Konungurinn þóttist ekki mega synja föðurnum þessarar bænar hans.... fyi’ir þcssa sök eruð þér enn maður ótiginn. En ég, sem engu lieiti er bund- inn við föour yðar, ég gef yður, ungi mað- ur, kost á að þiggja bæði riddaraspora og skjarldarmerki.” “Herra hertogi, — þessi .mildi yðar gerir mig orðlausan ; hvernig hcíi ég hana verðskuldað ?” “Ilvernig?” sagði hertoginn og brosti eitthvað kynlega, “óg heyri að þór hafið ekki skilið mig, vinur minn.” Bertel þagði. “Gottog vel, livortsem það er með eða móti vilja yðar, skoða ég yður nú þegar í tíginna manna tölu. Við tölumst við í annað sinn um þann hlut. Hringurinn vðar — ég var búiun að gleyma honum — munið þér hvernig hann lítur út?” Og hertoginn leitaði á- kaft í fðrum sínum. “Það er sagt að konungurinn hafl. bor- ið eirhring, og muni vera graflð á hann innanverðan töframark og staflrnir K. R. E.” “Vera má að ég hafi týnt honum, því að ekki finn ég hann. Ilver fjandinn heflr tóm til að muna slíkan hégóma. Ilringn- um hlýtur að hafa verið stolið úr leyni- skríni mínu. Finni ég hann aftur, skal ég fá yður hann ; finnist liann ekki, vitið þér þó það nú, sem meira er í varið. Farið nú ungi maður, og sjáið þér um að vcrðskulda trúnað minn og minning hins mikla kon- ungs. Enginn maður má vita þá hluti, sem ég hefl sagt yður. Farið vel, við finnumst síðar.” Ást oghatur sættast hcilura sáttum. Aftur hverfum við frá vorblíðu Þýzlca- lands norður í kulda vetrarins. En áður en við h'ildum iengra fram á þrjátiu ára stríðsins blóðugu .braut,. vcrðum við að bregða oss lengst norður í Austurbotn og finna tvær höfuð persónur sögunnar. Það var um jólaföstubyrjun árið 1632. Ofsaveður mcð kafaldsliríð dundi á veggj- um Krosshólms kastalaog lileypti brimöld- um Kyrjálabotnsins upp á liinar ísbryddu strandir. Allar sjóferðir voru úti það ár- ið, ogenginn komst yflr liafið. I júlímán- uði liöfðu nýliðssveitirnar úr Austurbotni lagt af stað, fyrst til Stokkhólms, en þaðan til Strælu, og biðu Finnar nú fréttanna frá ófriðnum með óþolinmæði. Þá varð sá at- burður í iniðjum nóvembermánuði, að fregn kom upp’bg flaug um landið, að konungur- inn væri fallinn. Þess konar íregnir ber- ast í lausu lofti, og vita menn ekki á livern liátt eða hvaðan þær korna; enda órar menn jafnan fyiir illtíðindum, þótt enn séu í fjaska, svo sem þegar jarðskjálftar vekja ótta eða ókyrleik í hugum manna, langt fyrir utan svið þeirra. En þessi fregn lialði oftar en einu sinni áður flogið fyrir, en verið borin til baka ; treystu tncnn fast- iega hamingju Gustafs, og nú er þessi fregn var látin óstaðfest, gleymdist hún aftur og var lialdin skröksaga oin. Eftir því má oft taka í iífinu, að eins og mönnum er oft- lega illa til þess, cr menn liafa gert ósjálf- rátt, eins er mönnum vel til þess, er menn liafa fcngið færi á að gera vel við. Frú Marta í Krosshólmi þóttist töluvert af fram- komu sinni, cr hún varði kastalann móti hinum ölvuðu dátum, og þakkaði lengi hugprýði sinni að honum varð borgið. Og það, að hún barg lífi Regínu, lét hana stór- um vaxa í augum frúarinnar, enda gat hún heldur ekki neitað þvi, að jungfrúiu liafði vakið fulla undrun hennar með snarræði og uppoffrun. Þóttist hún mjög af því að gcyma svo stórborinrf fanga ; gætti hún hennar jafn stranglega sem fyr, en fríðara herbergi íékk hún lienni, loyfði hinni gömlu Dóróþcu að þjóna henni, og liélt liana cinkar vel mcð mat og drykk. Reg- ína iét ojr minni mctnað og kulda í ijósien fyr; bar [að uú stundum við, að hún

x

Öldin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldin
https://timarit.is/publication/147

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.