Öldin - 01.11.1894, Blaðsíða 4

Öldin - 01.11.1894, Blaðsíða 4
164 ÖLDIN. ekki síður en nútíðarinnar, og mín skoðun er, að menn hljðti að komast að Jreirri nið- urstöðu, ef i\tt er að farið. Sannast að segja er ætlun mín, að frelsis og jafnréttis- kenningin, eins og Stðikar* og aðrir lluttu liana á fyrri tímum, hefði engan viðgang haft, ef hún hefði ekki verið samkvæm eðlishvöt mannsins. Að rómverskir iög- fræðingar ti'eystu sér til að blanda þcirri kenningu inn í íramkvæmanlega löggjöf er Sönnun fyrir að reynslan sýndi að svo var. Þvl orsaka og afleiðinga-rök-emdir spekinganna á siðustu dögum iýðveldisins og á fyrstu dögum keisaraveldisins, stand- ast próf engu betur en sams konar rök- semdir spekingapna á árunum næslu áund- an frönsku stjóniarbyltingunni. Að sið- venju allra slíkra spekúlanta forsmáðu þeir hinn örugga, þómáske lítilmótlegri, grund- völl, er reynslan hafði bygt. í þess stað tóku þeir sér stöðusvið í lausu lofti og glömruðu svo um orsök og afleiðing. Við gryilur sínar og hugmyndif um það, scm þeir sögðu að “ætti að vera,” voru þeir svo niðursokknir, aðj þeir sáu ekki hvað verið heflr, livað er og hvað getur vcrið. Þcssum mönnum eigum vér að þakka hugmynd vora um hegðun “samkvæmt cðlinu,” er gat af sér hugmyndina um “náttái'legt ásigkomulag.” Alkvæmi henn- ar var aftur sú hugmynd, að “náttúriegt ásigkomulag” væri virkilcgleiki, ogaðeinu sinni langt aftur í tímanum, hefðu “allir menn verið frjálsir og jafnir.” Sú hug- mynd aftur fæddi af sér þá skoðun, að nauðsynlega þurfl að umskapa félagsfyrir- komuiag manna svo, að upp renni á ný hinir dýrðlegu dagar allsherjar frelsis og manhjafnaðar. Þessi skoðun oðlilcga fæddi af sér afskiftalcysi og almennan kosninga- rétt, er aftur gerðist foreldri að þeirri skoð- un, sem ungir mennsjrstaklega, semmeira *) Stóikar voru kallaðir lærisveinar gríska spekingsins Zeno, cr flutti konningar sínar undir boganum við innganginn að dómhringn- um í Aþenubojg. ÞÝn. hugsa um -metorð en iðjusemi, unna svo mj'jg, þcirri, að öllu væri borgið og ait gengi ákjósanlega, ef einungis þeir, sem treysta má til að vita ekkert um málefnið, fengju að kjósa fyrir stjórnendur mannfé- lagsins þá menn, sem treysta má til að gera ekki neitt. Þetta þrátt fyrir þá við- urkenningu, að verzlun, iðnaðarstofnanir, handverk eða livaða helzt lífsstaða, sem út- heimtir sérstaka æflng eða sérstakan lær- dóm, færi óðara “í hundana,” ef almenn- ingur, sem ekkert þekti til slíkra stai'fa, ætti að kjósa mennina til að liafa slik störf á hendi. Sé hið ofanritaða rétt lýsing á stjórn- fræðislegum skoðunum nútíðar fyigis- manna Ilousseau’s, þá segi ég fyrir mig, að ég álít þær ekki eftirsóknarverðar ogaðég neita að gera annað en andæfa eins og mér er framast mögulegt, þcim sem vilja stýra oss í þá áttina. Eins og stendur virðis mér heldur mikið til af heimskulega iiag- nýttu frjáisiæði og mannjöfnuði í orði ltveðnu, en sem náttúran á liverri stundu sýnir, að ekki getur átt sér stað í virkileg- leikanum. Ef ég misskil ekki því meir, þurfum vér að læra hvc nauðsynicgterað takmarka frelsi einstaklingsins félagsheild- inni til góðs. Annað það, að þótt þægi- legt sé að binda enda á póltisk mál með úr- skurði meiri lilutans, þá er bita.munur en ekki fjár á því, hvort hægra er að réttlæta : harðsljórn meirihlutans eða harðstjórn eins manns. Sama er og ef dæma skal uni liver harðstjórnin er hættumeiri eða hættuminni að það verður vandaverk. Hvað atkvæða- valdið sjálft sncrtii', að því leyti sem' það á að sýna skoðun einstaklingsins og riðja henni rúm, þá er það cngu síður liklegt að verða cinstaklingnum til bölvunar en bless- unar, nema skoðun hans sé bygð á því traustarí grundvelli, skýrri dómgreind og þekkingu. Þekking mín ú sjóferðum leiðirmigtil að ætla, að ínér félli illa Jið hefja sjóferð á skipi, þar sem maticiðslumaðurinn og

x

Öldin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldin
https://timarit.is/publication/147

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.