Öldin - 01.11.1894, Blaðsíða 15
ÖLDIN.
175
nm alþýðn og þar sem velfcrð manna var
nnclir því komin, að þcir óttuðust guð,
treystu honum og sýndu honum lotningu,
hlýddi alþýðan hverju boði keisarans,
þorði ekki annað. Þegar Buddha-kenn-
ingin kom til sögunnar og keisarinn sjálfur
íók að dýrka æðri vcru,mátti ætla að hlýðn-
in þverraði, en venjan var svo rótgróin,
að gamla tröin hélst og lýðurinn brenndi
musteri Buddha, er drepsóttir geysuðu um
iandið, í hefndarskyni fyrir dýrkun er-
íendra guða. Þó sjáuin vér að fáum ár-
uni síðar var skoðunin svo breytt, að
lýðurinn trúði ;ið Buddha hefði sent
kauna og kýla sjúkdóminn af því
musteri hans voru brend. Mestan þátt
í hughvaríi lýðsins átti liinn guðhræddi
keisari Yomei, Shotoku prinz, æðsti ráð
gjaiinn Sogo-no-umako og fleiri liöfð-
ingjar. Þeim leið vel, en iiestir ancl-
stæðinganna mættu voveiflegum dauða.
Það verkaði á liinn þekkingarlausa lýð
og jafnframt laðaðist hann að musterunum,
stórum og skrautlegum, þar sem viðhafnar-'
miklar seremoníur fóru fram,erhann dáðist
að og stóð ógn af undir eins. Ilinir mennt-
nðu snéru þeim ómenntuðu, en ekki vegna
sömu áhrifa, heldur fyrir lestur Sutra-bók-
imna og annara rita frá Kí-na. Suiko keis-
ari lét boð út ganga þar sem almenningur
varáminntur í þessu efni og iiýtti það fyrir
útbrciðslu trúarinuar. Árið (>04 samdi
Shotoku prinz 17 grundvallar lagagreinir
byggðar á kenningum Confúsíusar og
Buddha sameiginlega. Voru það fyrstu
lagagreinirnar, cr skráðar voru 1 Japan, en
ólíkar voru þær seinni alda lögum, því
þær fyrii’skipuðu bæði uppfræðslu lýðsins
og bönnuðn alla nautn áfengra clrykkja.
• Hneigðust þvl lög þessi meir að trúarleg-
nm boðorðum en laga ákvæðum, enda
hjfdpuðu einnig þauBuddha trúnniaðfesta
rætur í landinu.
Innleiðsla Bucklha trúarinnar í Japan
og viðskiftin við Ivínverja höfðu það í för
‘með sér, að siðfágun og menning fleigði
þar fram. Kínverskir leirkerasmiðir fundu
upp á að búa til alls konar listaverk úr leir.
Ágæt sverð voru smíðuð og smáir og stórir
hlutir úi’ járni og málmi. Þá ment fluttu
Kóreu-menn í landið. Gullsmiði iieigði
fram, cftir því sem fjölguðu Iikneski
Bucldha. Skinnasútarar komu og til lands-
ins frá Kóreu, settnst að í Yamato og
kendu Japanítum að verka leður. Síðar
komu þangað sútarar og söðlasmiðir frá
Kína og kendu söðlasmíð og aktýgji o. fl.
því líkt. Á stjórnarárum Suiko drottning-
ar kom prostur frá Kína og kendi Japan-
íturn að búatil pappír, blek, bríni og pen-
inga-mót. Til viðhafnar I muste'unum
studdi Shotoku prinz að söng’kennslu, og
söngiistin var fengin frá Ivína. Þaðan
komu og málarar og útbreiddu þá list með-
al Jaþaníta. Suiko drottning sondi unga
menn til Kína til að nema læknisfræði.
Prestar Japaníta studdu mjög að alls-
konar framfdrum I landinu um þessar
mundir. Margir þeirra tókust fcrð á hend-
ur til Kína, til að nema alls konar listir og
vísindi og opnaðist þá cinnig fyiir þcim
nýr starfsemda heimur I verklegu tilliti.
Þegar þeir svo kornu heim affcur, ferðuðust
þeir um þvert ogendilangt landið, grædclu
út byggðina og létu hagnýta það land, er
áður var arðlaust, byggðu musteri, unnu
að vegagerð, brúuðu ár, komu upp ferjum
yfir vötn og ár, skáru fram votlendi, gerðu
skipaskurði og kendu mönnum að grafa
brunna, og livöttu mcnn til að nema sigl-
ingafræði. I einu orði sagt unnu þeir
ekki síður að verklegum en andlegum og
siðferðislegum framfórum þjóðar sinnar.
Má því með sanni segja að Bucldha kenn-
ingunum væri samfara allsherjar framför
þjóðarinnar, í vlsindum, iðnaði og trúnaði.
Húsasmiðirnir lærðu aí' musterissiníðum að
búa til alls konar störhýsi. Myndasmíð,
málmbræðsla, útskurður, skraut veí'naður
o. fl., allt þetta varð arðsamar iðnaðar-
greinar vegna þess hve Buddha musterin
og líkneskin útheimtu mikið af' því. Yarð