Öldin - 01.11.1894, Blaðsíða 16
176
ÖLDIN.
hin nýja trú þannig orsök í þeirri í'ullkomn-
un, sem Japanítar liafa náð í þessnm grein-
um. Þó sýnir saga þessi, að prestarnir voru
ekki æfinlega þessir mannvinir, en líktust
stéttarbræðrum sínum sumum, er miðalda
sögur Norðurlanda segja manni frá, enda
ekki ónáttúrlegt þó þeir eins og aðrir hag-
nýttu sér á stundum trúgirni og fáfræði
fólksins. Á stjórnarárum Engi keisara
(901—922) er getið um að þeir hafi verið
sérlega drambsamir. Musterin voru í hönd-
um auðugra manna, trúardeilur og deilur
út af musteriseigninni voru tiðar og hafði
þá klerkalýðurinn stöðuher í klaustrunum,
er þeir svo brúkuðu bæði til sóknar og
vamar. Svo frekir voru prestar á þessu
tímabili, að tilnefndi keisarinn fyrir ábóta
í einhverju klaustrinu, mann, sem prestun-
um í því umdæmi ekki féll vel í geð,
fylktu þeir liði og riðu alvopnaðir upp að
höll keisarans, til að ógna honum. Ilik-
uðu þeir þá enda eklci við að bregða vopn-
unum og olli það keisaranum mikill vand-
ræða, því hann sá engan veg til að yfir-
buga stærilæti þeirra, nö taka fyrir stjórn-
ieysis athæfið. Því til sönnunar er þess
getið, að einu sinni hafi Shirakawa keisari
sagt: “í ríki mínu er ein þrenning, sem
ekki hlýðir skipunum mínum: straumurinn
í ánni Kamo, teningarnir í spili og Buddha
prestarnir”.
“Það er eftirtektavert”, segir þessi,
‘Japan saga’, “að Japanítar kunnu að búa
til gler og sápu á 8. öld. Borgin Nara með
musterum sínum komstætíð hjáorustunum,
brennunum og eyðileggingunni, er á viss-
um tímum lagði keisara setrin fornu í rúst-
ir. Þeir sem heimsækja þá gömlu borg
nú geta þess vegna fengið að sjá hluti,
áhöld og listaverk í dagiegu brúki, sem
gerðir voru fyrir mcir en þúsund árum
síðan”.
„Samfara þessum framförum í iðnaði
og listum var framfdr í menntun lýðsins.
Tenclii keisari varð fyrstur manna til að
skipa embættismenn, er höföu umsjón al-
mennrar uppfræðslu, og samkvæmt um-
bótalögum (Taihoryo), er samin voru á
hans stjórnarárum, var háskóli stofnaður í
borginni Kyoto og að auki alþýðuskólar í
ýmsum stöðum í liéruðunum’(.
Þýðingarmestu áhrifin, sem þessi nýja
menntun hafði í för með sér, var, ef tií
vill, breyting sú er kom á stjórnarskipun-
ina og ástand þjóðfélagsins í öllu landinu.
Höfundur þeirra breytinga var Taikwa
keisari, en fullkomnuð varð hún þó ekki
fyiT en Naka-no-oye keisari tók við, en
kend er hún við hinn upprunalega liöf-
undognefnd “Taikwareformation”. Stjórn-
ar fyrirkomulaginu öllu var umhverft, hér-
aðshöfðingjamir, sem áður réðu mest mál-
um.vorusviftir völdunum,en þartil kjörnir
menn tóku við taumunum. Með þeim
lögum var og stjórninni skift í deildir, 8
alls, og þeim svo aftur í smærri, er þrír
mismunandi ráðgjafa fiokkar stýrðu, inn-
anríkis ráðgjafar og liægri og vinstri ráð-
gjafar. Hinar átta aðal deildir stjórnar-
innar voru: (1.) skjala eða ritsafns doild-
in, (2.) liátíða-reglu (seremoniu) deildin,
(3.) framkvæmdar deildin, (4.) innanríkis
deildin, (5.) hermáladeildin, (6.) dóms-
máladeildin, (7.) fjármáladeildin, (8.) deild
keisara liússtjórnarinnar. Manntal var
tekið um þctta lcyti og tilraun gcrð að
lilú að jarðyrkju og búnaði með því að út-
vega því fólki ábýlisjarðir, sem ekkert
land átti og aðrar ráðstafanir gerðar til að
jafna búendum niður á landið, á líkan hátt
og hvervetna viðgcngst í þröngbýli. Læst-
ar hirzlur voru festar upp á ýmsum stöðum
um landið og fólki tilkynnt að í þær skyldi
það láta bréf til stjórnarinnar, þegar ein-
hver hefði eitthvert mál að kæra. Það
var og ákveðið, að þegar einhver þyrfti
sérlega bráðrar úrlausnar, í einhverju kæru
máli eða kvörtun, skyldi hann hringja
bjöllu í ákveðnum opinberum húsum. Þcss-
um byltingum fylgdi, að erfðarétturinn tii
ráð. jafa embættis eða annarar mikils-
verðrar stöðu var úr gildi numinn, en þeir