Öldin - 01.11.1894, Blaðsíða 24

Öldin - 01.11.1894, Blaðsíða 24
184 ÖLDIN. og skyldi sjálfur kjósa sér laun fyrir. Ilann bað leyfls til að senda dóttur sína, sem þá var hans einbirni, til Stokkhólms, til þess að hún yrði upp alin ásamt tignum meyj- um við hirð drottningarinnar.” “Það er mér að mestu ókunnugt.” “Þegar hún var þrettán ára gömul, var þessi unga hóndadóttir send til Stokk- hólms, þar sem hégómagirni og auður föð- ur hennar útvegaði henni uppeldi, miklu æðra en stétt hennar hæfði. Iíann brann af metorðagirnd og þcgar liann gat ekki sjálfur náð skjaldarmerki, skýrskotaði hann til binnar aðalbornu ættar dóttur sinnar, því að fyrri kona Bertílu var foreldralaus jungfrú af ættinni Stjamkross; var hún og arflaus sakir Kylfustríðsins, enda vildu hinir ríkilátu frændur hennar ekki við hana kannast úr því hún gekk að eiga hinn auð- uga bónda Bertilu. Þessi unga Emcret- iana varð margt og mikið að þola sakir spotts og öfundar jafnaldra hennar í Stolck- hóimi; margar þeirra voru snauðari cn liún og gátu illa unað því, að óaðalborin mær sæti við hlið þcirra, sem jafnborin. En ^egurð hennar varjafn sjaldgjæf sem kvenn- prýði hennar og gáfur. Áður en tvö ár toru liðin, hafði hún til fulls numið alla hæverskusiði hirðarinnar, en geymdi þó Um ieið óspillt saldcysi iijartans úr óbreytta líflnu. Þetta hátíða samband gæzku og fegurðar minti marga gamla menn á ást- úðlega konu í ungdæmi þeirra — Karenu Mánadóttur.”* Þegar hertoginn sagði þctta, liorfði hann hvast framan í hinn unga fyrirliða. En Bertel lét sér hvergi bregða ; allt þetta var honum ókunnugt og óskiljanlegt. “Nú vel,” mælti hertoginn eftir litla þiign, “það leið ekki á löngu áður en menn tóku eftir fríðleik þessum. Kom ungur maður stórættaður, varð brátt ástfanginn í þessari blómarós, sem ekki var þá nema flmtán ára og svaraði honum á sama hátt með innileik frumástanna. Þessi samdrátt- ur duldist eklci lengi fólki hins tigna ung- mennis. Stjórnvizkan varð hrædd, tign- ardrambinu þótti sér vera misboðið, er slík virðing var veitt svo smáættaðri stúlku. Menn tóku því þau ráð saman, að hana skyldi gifta fyrirliða af ótíginni ætt, en frægum hreystimanni frá danska ófriðn- um. Þessi ráðagerð kom liinum ungu elskendum til eyrna. Vesælingar, þau voru bæði svo ung, hann 17 en hún 15 ára, bæði ókunnug reynslunni og unnust hug- ástum. Skömmu síðar fór hinn ungi mað- ur af landi burt til hersins á Póllandi, gjaf- orð meyjarinnar fórst fyrir, og hún var send með svívirðing heim til kotbæjanna á Finnlandi. Viijið þér vita meira Bertel lautenant ?”. “Ég skil ekki, herra hej’togi hvað saga systur minnár getur átt við.... ” “... .hringinn, sem þér spyrjið um? Verið þolinmóður. Þegar hinn ungi mað- ur f'ór í lierinn og gekk að flnna unnustu sína í síðasta sinni, gaf hún honum hring, en ekki er mér kunnug hans fyrri saga; var það mælt, að fjölkunnugir Finnar iiefðu smíðað hann og fylgdi honum álög. Lagði hún ríkt á við unnusta sinn að bera jafnan hringinn á fingri sínum, þá er liann kæmi í hættur og mannraunir, og mundi hann þá aldrei verða sári særður. Tvisv- ar gleymdist sú varúð, öðru sinni við Dirschá....” “Guð minn góður!” Geðshræring Bertels var svo mikil, að allur roði hvarf úr lcinnum hans, og stóð hann nú náfölur eins og marmari. “Ungi maður, nú vitið þér nokkuð af þeim hlutum, sem yður ber að vita, en ekki allt. Við höfum nú talað um systir yðar, en nú víkur sögunniað yður sjálfum. Ilans hátign, konungurinn, hafði í ráði að veita yður skjaldarmerki, sem hreysti yðar og framganga hafði unnið til. En hinn gamli Aron Bertila hafði beiðst þess af konungi, að hann sæi svo fyrir, að þér mætt- uð vinna yður allan frama, en með engu móti mælti hanu gera yöur að aðalsmauni,

x

Öldin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldin
https://timarit.is/publication/147

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.