Öldin - 01.11.1894, Blaðsíða 29

Öldin - 01.11.1894, Blaðsíða 29
ÖLDIN. 189 á óðum öldum; að neyðast til að bölva þeim, sem vér elslium og blessum fram í dauðann, og sitja svo innan fangelsisins veggja, lierfang stríðandi tilfinninga, sem berjast um völdin innst í hjarta voru. Æ, ég lifði þá nótt, þegar ég vildi sætta elsku mína og trúarbrögð og leiða hinn volduga á rétta leið til sáluhj&lpar. Hefðu hinir heilögu þá látið mín veiku orð sannfæra hans vantrú — þá liefði hin vesæla Regína fylgt honum með gleði eins og hans aum- asta ambátt alla hans æfi gegnum, og tek- ið með brjósti sínu móti öllum oddum, öll- um kúlum, sem leita hjarta hans. Enhin- ir heilögu unnu mér ekki, óverðugri, svo mikillar frægðar, og fyrir því sit ég nú hér fangi sakir trúar minnar og ástar, og þött einhver engill kæmi og niðurriflþenn- an fangelsisvegg og segði við mig: Flý, land þitt bíður þín, þá mundi ég svara : Það er hans vilji, hans sem ég elska, sakir hans líð ég þetta, og fyrir hans sakir verð ég kyr þar sem ég er. Og enn trúir þú, að ég vilji deyða hann !” Og Regína grét ákaflega með afli og oísa hinnar brernandi ástriðu, sem svo lengi hafði verið innibyrgð. Emma strauk hina svörtu lokka frá enni liennar og horfði með blíðu og ástúð í hennar társtokknu augu og mælti með spámannlegri andagift: “Grátið ekki svo, sá dagur mun koma, að þér fáið að elska hann án þess að þurfa að óska honum ills um leið.” “Sá dagur kemur aldvci, Ennna.” “Jú, hann kcmur, þegar Gústaf kon- ungur Adólf er látinn.” “Ó, þá vil ég aldrei þann dag sjá ! Heldur vil ég kveljast alla æfl — það cr þó fyrir lians sakir.” “Jú, jungfrú, sá dagur kemur víst. Ekki fyrír því að þér eruð ung og hann eldri. En haflð þér aldrei heyrt sagt um barn, sem er efnilegra en önnnr börn: það lifir ckki longi, það er ofgott fyrir þennan heim! þannig- finnst mér því sé varið með Gústaf konung. Iíann er of mikill, of göfugur, of góður til þess að fá að lifa lengi. Englar guðs vilja ná honum áður en líkami hans visnar og sál hans dofnar. Trú mér, þeir taka hann frá okkur.” Eegína horfði á hana eins og óttasleg- in. “Hver ert þú, sem talar slíkum orð- um ? Hvernig ljóma þín augu ! þú ert ekki sú, sem þú sýnist. Ilver ertu þá ? Heilaga guðs móðir, geymdu mig !” Og Regína stökk upp, lirifln af liátrúar vantrú þeirri, sem var einkenni hennar aldar. Yera má að hún gerði sérenga verulega grein fyrir hræðslu sinni, en ræða Emmn hafði ætíð sýnst henni svo kynleg, að koma frá vörum ómenntaðrar bóndadóttur í þessu trylta landi. “Hver ég sé?” sagði Emma með sömu blíðu og áður. “Ég er kona, sem elska, það er allt og sumt.” “Og þú segir að konungurinn muni deyja.” “Guð einn ræður örlögum mannumia, og hinn mesti allra manna cr þó ekki meira en maður.” I sama bili tók einhver í hurðarlásinn, og frú Marta. kom inn, hátíðlegri í bragði en venja var til og fölari. í stað liins venjulega Ijósröndótfa ullarkjóls bar liún nú dökkvan búning og alt fas hennar benti á eitthvað óvenjulegt. Undanfarið samtal þeirra líegínu olli því, að þær spruttu báð- ar upp við sýn hennar. E F NI: St. G. Stbphansson : Tvö kvæði (kveldið eftir bylinn. — Svarið mitt). — T. H. Huxley : Um landeignanétt,— Paul Carus : Japan-saga. — Guv djb Maupassant : Líkhellir Kapúsínanna. — Fróðleiksmolar. — Topelius : Sög- ur herlæknisins. Ritstjóri : Eggert Jóhansson. Heimskringla Prtg. & Puiil. Co.

x

Öldin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldin
https://timarit.is/publication/147

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.