Öldin - 01.11.1894, Blaðsíða 14

Öldin - 01.11.1894, Blaðsíða 14
174 ÖLDIN. musterið var brennt, en líkneski Buddha var steypt í síki í borginni Naniwa. Þrátt fyrir þetta sleppti keisarinn ekki áliti sínu á Buddha kenningunni. Iname sendi á laun eftir öðru líkneski til Kóreu og sonur hans, Soga-no-umako, er eftir hans dag varð æðsti ráðgjafi, byggði musteri og goð-hös, er helguð voru Buddha. Aftur kom drepsótt og eyddi sveitir og aft- ur fóru hinir ráðgjafarnir, synir fyrstu and- vígismannanna, á fund keisarans og sýndu fram á, að drepsóttin, eins og sú fyrri, stafaði af þráa Soga-ættbálksin», æðsta ráð- gjafans, að dýrka Buddha. Sendi þá keisarinn út bann gegn dýrkun þessa út- lenda guðs. Aftur voru öll Buddha must- eri brennd og aftur var likneski hans steyft í síkið í Naniwa. í þetta skifti varð lækn- ingin ónýt. Þjáningar fólksins linuðust ekki, en ofan á drepsóttina bættist önnur ný sýki. Holdið fylltist kaunum og kýl- um, með sviðaverk, sem líktist því sem hold og bein væri að brenna. í þessum þjáningum komust þá jafnt ungir og gaml- ir að þeiiTÍ niðurstöðu, að þetta væri hegn- ing fyrir brennu Buddha musteranna. Af þessu geta menn ráðið hve sterku haldi Buddha-kenningin nú þegar hafði náð á ímyndunarafli fólksins. Æðsti ráðgjafinn bað þá um leyfi tií að mega dýrka Buddha með sínu fólki og var honum veitt það. Þegar Yomei keis- ari stuttu síðar tók við ríki, þjáðist hann svo af heilsuleysi, að honum kom í hug, sem lækninga tilraun, að dýrka Buddha. Komst hann þá að því, að svo margir af ráðgjöfum hans voru hinni nýu kenningu svo hlynntir orðnir, að þeir ekki einungis voru fyrirtækinu samþykkir, heldur eggj- uðu þeir hann á, að yfirstíga alla andstæð- inga með sverðinu, cf þyrfti. Þetta var gert. Nakotumi Katsumi, aðal foringi Buddha andstæðinga, var drepinn, ogæðsti ráðgjafinn, Soga- no-umako, og erfðaprinz- inn Shotoku, réðust með liðsöfnuði á and- stæðingana, felldu þá, tvístruðu þeim og eyðilögðu áhrif þeirra. A stjóinarárum Suiko drottningar, 591 — 629, studdi hún og hirð hennar mjög að útbreiðslu Budda-kenninganna. Árið 607 scndi hún til Kína eftir Sutra- bókum Buddha, og voru með því hafin viðskifti þeirra þjóða. Ávarpið scm sendi- menn hennar færðu keisara Kínlands.byrj- aði með þessum arðum : “Einvaldsstjórn- ari sólaruppkomu-veldisins sendir ein- valdsstjórnara sólseturs-veldisins kveðju sína”. Það er helzt enginn efi á, að þetta er uppruni nafnsins, sem keisaraveldi þetta hefir : Nipon (Japan) er þýðir: “land sólar uppkomunnar”. Buddha-kenningin útbreiddist nú óð- fluga í Japan og til betri stjórnar á þeiin málum voru skipaðir erkibiskupar (Sojo) og biskupar(Sozo). Árið (527 voru í Japan 42 Buddha musteri, 816 prestar og 569 nunnur. 0g samhliða Buddha-kenning- unni óx og dafnaði heimsspeki Confúsíus- ar. Hin nýja trú breytti lyndiseinkunn- um þjóðarinnar stórlega; fólkið varð gjaf- mildara og brjóstbetra, háir og lágir. Til dæmis um það segir sagan, að hinn lærði kcisari Nintoku hafi dvalið í 3 ár í hrör- legu lireysi, til þess að létta gjaldbyrði alþýðu. Aður var guða hugmyndin óljós mjög, en þó almennt trúað að þeir væru mönnum líkir í sjón og raun, og var skift í tvo aðal-flokka, hiinneska og jarðneska, —voru það æðstu guðirnir, en til voru ó- æðri guða flokkar og voru höggormar og ákveðin villidýr ófulikomnustu guðirnir, en guðir þó samt, og þar af leiðandi tign- aðir. Annars liafði nafnið Kamí (guð) margar merkingar. Ilöfuðhár manna var nefnt karni, svo var og efri hluti hvers hlutar sem um var að ræða. Síðar fengu héiaðshöfðingjav þetta nafu sem einkennisheiti og stjórn veldisins sjálfs nef'nd “Okami.” I stuttu máli: nafnið var þannig viðhaft um alt og alla öðvum æðri. Keisarinn var holdi gæddur guð í aug-

x

Öldin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldin
https://timarit.is/publication/147

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.