Lögrétta - 01.07.1933, Síða 3
101
LÖGRJETTA
102
liafa sjerfræðingar komist svo að orði, að
þrepin, eða stigarnir, sem þarna hafa fund-
ist muni verða talin meðal mestu listaverka,
sem fundist hafi frá fomöld. Háar og gildar
súlur hafa einnig verið í þessum höllum,
sumar um 65 fet (ensk) á hæð. Þær virðast
hafa hrunið og brotnað við landskjálfta, sem
einhverntíma í fornöld hefur lagt í auðn
mikið af höllunum. Myndimar á stigunum
hafa eftirtektarvert menningarsögulegt gildi.
Ein myndin sýnir t. d. skrúðgöngu skatt-
þegna frá tuttugu og átta þjóðum, sem
koma til hins mikla Persakonungs.
Þessar rústir í Persepolis eru augljós vott-
ui' um völd og auð Persa og Persakonunga á
öldunum áður en þeim lenti saman við
Grikki. En Persepolis eyddist í eldi í styrj-
öldum Alexanders mikla. Plutark segir að
Alexander hafi látið brenna borgina og hef-
ur hún síðan verið grafin í leirlagi, sem
orðið er um sjö metrar, nú, þegar menn
hafa aftur fundið leifar hinnar fornu
frægðar.
'Hjónabandsrannsóknír
Amerískur prófessor, dr. Cottrell í Chi-
cago, hefur tekið sjer fyrir hendur, að rann-
saka það hvernig eða hvers vegna hjóna-
bönd verði hamingjusöm eða óhamingju-
söm. Hann hefur lagt árangur rannsókna
sinna og áætlanir um framhald þeirra fyrir
fund þjóðfjelagsfi'æðinga, því að hann seg-
ir, að hjónaböndin og gengi þeirra sje eitt-
hvert hið alvarlegasta og merkasta þjóðfje-
lagsmál. Cottrell er nú að láta rannsaka á
skipulagsbundinn hátt 6000 amerísk hjóna-
bönd, en hefur áður rannsakað rúmlega 500
þeirra. Hann hefur stundað þessar rann-
sóknir í hálft þriðja ár, eða þar um bil og
hjónin, sem athuguð hafa verið, eða gefið
hafa skýrslur um hjónabönd sín, eru á aldr-
inum 20—35 ára og sambúð þeirra hefur
varið 2 til 6 ár. Dr. Cottrell hefur sent
hjónum þessum ýmsar spurningar, sem
hann telur að marka megi af gengi hjóna-
bandsins og hjónin svarað þessu, en hann
flokkai' svo og metur svörin og þykist þann-
ig hafa íundið fjörutíu atriði, sem mestu
ráði um það, hvernig hjónabönd takist.
Hann hefur þá trú, að slíkar rannsóknir
hafi ekki einungis fræðigildi fyrir þjóðfje-
lagsfræðinga heldur megi með tíð og tíma
hafa gagn af þeim til þess að ákvéða,
hvort fólk eigi að giftast eða ekki; úr rann-
sóknunum megi fá reynslu, eða draga af
þeim almennar ályktanir, sem nota megi til
þess að dæma um það hvort líklegt sje, að
hjónaband verði hamingjusamt eða óham-
ingjusamt.
Nokkur atriði má nefna, sem dr. Cottrell
telur, að ráði því hvernig hjónabönd fari.
Ef faðirinn er á móti hjónabandi en móð-
irin með því, sýnir reynslan oftast, að fað-
irinn hefur rjett íyrir sjer. Líkurnar fyrir
góðu hjónabandi eru meiri en ella, ef
tengdaforeldrarnir eru ekki á lífi, og þó
einkum ef móðir mannsins er ekki til að
trufla sæluna. Þó segir prófessorinn líka, að
hjónum, sem þyki, eða hafi þótt vænt um
foreldra sína, þyki einnig venjulega vænt
hvoru um annað, og ef báðir foreldrar kon-
unnar eru á lífi og lifa í góðu hjónabandi,
eykur það horfur þess, að hjónaband dótt-
urinnar takist vel. En erfiðlegast horfir um
þetta, ef móðir annars hjónanna er ekkja.
Bræður og systur konunnar eiga einnig að
minka líkurnar fyrir góðu hjónabandi henn-
ar og einbirni eiga ekki að hafa eins mikla
von um gott hjónaband og önnur börn, af
því að einbirni verði venjulega kröfuhai'ð-
ari og gikkslegri sjálf og meiri eftirlætis-
böin en önnur í heimahúsum og því erfið-
ara að gera þeim til hæfis í hjónabandi
eftir á en hinum.
Þá þykir prófessor Cottrell það hafa sýnt
sig, að hjónabönd batni á því og fari bet-
ur en ella, ef konan hafi einhver störf eða
úhugamál utan heimilisins, en sje ekki alt-
af bundin við heimilið eitt. Því betur ment-
uð, sem hjónin eru hvort um sig, því meiri
líkur eru fyrir góðu hjónabandi og einnig
hefur góður efnahagur mikið að segja.
Langar trúlofanir eru betri en stuttar til
þess að hjónabandið hepnist vel. Flest hjón,
sem giftast eftir að hafa einungis verið
trúlofuð tæpt ár, urðu óhamingjusöm. Of
langar trúlofanir eru ekki heldur góðar,