Lögrétta - 01.07.1933, Page 5

Lögrétta - 01.07.1933, Page 5
LÖGRJETTA 106 105 Sígurðar kvíða Táfnísbana sigurjón Trið,onSSon III. S Gjúhasðlum. 1. Móti straumi. (Mansöngur). Nú ætla’ eg að kveða þjer kvæðin mín; jeg kveð þau á milli vita. Tunglið við fjallsbrún í skýjum skín. Með skuggunum kem jeg heim til þín. Láttu’ engan vita. Láttu það engan vita. Hestur minn rennur loft sem láð; lengi' er hann ekki í förum. Vandratað ekki ef vel er gáð. Vísar mjer götu í lengd og bráð roði á vörum; roðinn á þínum vörum. Ríð jeg í gegn um regn og þys; ríð móti tímans straumi. Árstíðir þjóta sem fari fis; fortið við nútíð á víxl og mis. Alt er í draumi. Alt er í sárum draumi. Herði’ eg á tökum og teygi lung; tök verða mjúk hjá honum — þangað, sem við erum ern og ung, ógengin sporin ljett og þung; ástir í vonum. Ástir og bros í vonum. Ríð jeg í gegn um regn og ský. Roðar um daga bjarta. Taka við faðmlög þín föst og hlý. Finn jeg nú streyma’ um mig enn á ný ylinn af hjarta. Ylinn af þínu hjarta. 2. Rökkurvísur Grímhildar. Barnið mitt; kæra barnið mitt. Nú bliknar um mína vegi. — Mætti’ eg þjer tryggja svo svinnan svein að sá eg jaínvænan eigi. Barnið mitt; kæra barnið mitt. Nú blánar af hinstu fundum. Mætti jeg verja þig hatri og heift, sem hjarta mitt grípur stundum. Barnið mitt; kæra barnið mitt. Bráðum jeg hverf af láði. — Mætti jeg tryggja þjer ástaryl, sem altaf jeg fátæk þráði. — — 3. Töfrar. Gott er í Gjúkasölum. Gott er í hlíð og dölum er eygló um álfur skín. Gott er með góðum drengjum. Góður er ómur í strengjum, þar, sem að rennur Rín. Gott er í Gjúka ríki; Guðrúnar enginn líki. — þó man jeg enn til þín. — — Ungmeyjar enginn líki er til í þessu ríki. Er leiftrar um lón og drang; er lauf taka’ í lundi að gróa; er leik hefja fuglar um móa; er yfir hvem víðavang vorkvöld sitt gullhár greiða — ginnmjúkir töfrar seiða mig í það meyjar fang. Sem Grímhildar góðu söngva galdra jeg vissi öngva áður um æsku stund. Hörpuna hlæja og gráta heyri’ eg en stundum láta sem vorblæ er græðir grund — stundum sem laufvindar líði, liggi undir sorg og kvíði með fjötur á mun og mund. Sem Grímhildar góðu söngva galdra jeg vissi öngva áður um æskutíð. í fóstbræðra enduróði óminn af sama ljóði fann jeg í holti og hlíð.

x

Lögrétta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.