Lögrétta - 01.07.1933, Síða 7
109
LÖGRJETTA
110
^íslensh mennín*
Háttvirtu áheyrendur! Jeg vil fyrst geta
þeirra breytinga, er verða á kenslu háskól-
ans. Sæmundur prófessor Bjamhjeðinsson
lætur nú fyrir aldurs sakir af kenslu í lyfja-
f'ræði, en hana hefur hann kent í 35 ár.
Hann hefur alla tíð notið trausts og virðing-
ar stúdentanna sem góður og samvitsku-
samur kennari og flyt jeg honum í nafni
háskólans alúðarþakkir fyrir vel unnin
störf. Prófessor Jón Hjaltalín Sigurðsson
tekur fyrst um sinn við þessari kenslu.
Bjarni Benediktsson hefur nýlega verið skip-
aður prófessor í lögfræði. Nýr kennari bæt-
ist við á þessu ári í læknisfræði, Lárus Ein-
arsson, er mun kenna lífeðlisfræði. Býð
jeg hann velkominn til starfa. Þá verður og
hafin kensla í frönsku á þessu ári og ann-
ast hana Msr. Boissin, er jeg sömuleiðis býð
velkominn. Vænti jeg, að tungumálakensla
sú, er nú er hafin, bæði í þýsku og frönsku,
aukist á komandi árum. Loks vil jeg geta
þess, að tveir menn hafa hlotið doktorsnafn-
bót á síðasta ári fyrir vísindalegar ritgerð-
ir, þeir Halldór Hansen í læknisfræði og
Einar Óiafur Sveinsson í heimspeki.
Háskóli vor hefur tekið undarlega litlum
In.eytingum frá því að hann var Stofnaður.
Senn líður að aldarfj órðungsafmæli hans, en
í ár eru liðin 25 ár síðan lagakensla hófst
hjer á landi. Gleður mig að sjá hjer við-
staddan fyrsta lagakennara landsins, er
einnig er höfundur háskólalaganna. Þó er
eins og nú sjái bjarma af berti dögum. Haf-
ist er nú handa á byggingu stúdentagarðs
og mun hann verða fullbúinn næsta sumar.
Fá þar vist um 40 stúdentar. Háskólinn
sjálfur á enn ekki þak yfir höfuðið, en á
síðasta Alþingi voru samin lög um stofnun
inippdrættis, er voru undirrituð af konungi
19. júní 1933. Iláskólanum var með brjefi
fjármálaráðherra 4. júlí veitt einkaleyfi til
þess að starfrækja happdrætti þetta um 10
ára skeið. Hefur reglugerð um happdrætti
háskóla íslands verið gefin út 26. septem-
ber þ. á. og undirbúningur undir stofnun
Rasða rebtors,
dr. Æexanders 'jóhannessonar
vtð setningu Hásbóians 7.'obtóber 1955.
happdrættisins er hafinn. Þótt þessi óvana-
lega leið til byggingar háskóla hafi verið
valin, væntum vjer, að árangur þessarar
starfsemi verði happadrjúgur.
Þá hefur og á þessu ári verið ráðist í að
reisa bygging- fyrir rannsóknastofu háskól-
ans og verður þar komið fyrir áhöldum
þeim, er Þjóðverjar gáfu íslendingum á Al-
þingishátíðinni, en áhöld þau skulu notuð til
rannsókna í þágu atvinnuveganna. Þá hafa
á síðastliðnu ári áskotnast tveir sjóðir. Ann-
ar er hinn svonefndi Kanadas j óður,
að upphæð 25000 dollara, sem Kanadastjórn
hefur gefið í tilefni alþingishátíðarinnar, og
skal vöxtum þessa sjóðs varið handa ís-
lenskum námsmönnum, kandidötum eða
stúdentum, er stunda vilja nám við kanad-
iska háskóla, einkum um þau efni, er lúta
að rannsóknum fiskiveiða og landbúnaðar.
Hinn sjóðurinn er gjöf heimfarar-
nefndar Þjóðræknisfjelagsins,
að upphæð nál. 15000 kr. og hefur háskóla-
ráð látið semja frumvarp, skipulagsskrá,
fyrir sjóðinn, er send hefur verið vestur til
staðfestingar, en í þessum tillögum há-
skólaráðs er gert ráð fyrir að verja %
hluta vaxta sjóðsins til þess að efla andlegt
samband milli enskumælandi þjóða og Is-
lendinga og verja fje þessu til útgáfu rita,
til námsstyrkja og til fyrirlestrahalds. Loks
vil jeg geta þess, að Rockefellersjóður hefur
gefið 1000 dollara til áhaldakaupa til rann-
sókna í lífeðlisfræði.
Vil jeg þessu næst fara nokkrum orðum
um íslenska menning. Snorri Sturlu-
son segir frá því í ritgerð sinni um skáld-
skaparmál, að Æsir hafi orðið ósáttir við
fólk það, er Vanir heita, en að þeir hafi
lagt með sjer friðstefnu og sett grið á þá
lund, að þeir gengu hvárirtveggju til eins
kers og spýttu í hráka sína, en úr hrákan-
um skópu þeir Kvasi, er var svo vitur, að
enginn spurði hann neinna hluta, er hann
eigi kunni úrlausn á. En dvergamir Fjalarr
og Galarr drápu hann, en ljetu blóð hans