Lögrétta - 01.07.1933, Page 8

Lögrétta - 01.07.1933, Page 8
111 LÖGRJETTA 112 renna í tvö, Són og Boðn og ketil, er heitir Óðrörir. Þeir blendu hunangi við blóð- ið og varð þar af mjöður sá, er hver, sem af drekkur, verður skáld eða fræðamaður. Goðafræðarannsóknir hafa leitt í ljós, að baráttan milli Ása og Vana er baráttan milli ólíkra trúarbragða, milli tveggja menn- ingarstrauma er mætast. Það er baráttan milli germansks hjóðflokks, er hefur tignað Óðinn, og annars þjóðflokks, er hefur haft önnur trúarbrögð, en þessir þjóðflokkar hafa samið trúarbragðafrið. Til samanburð- ar hefur verið bent á frásögn eina í forn- mannasögunum, þar sem sagt er frá dauða Þiðranda Hallssonar. Var veitsla haldin á bæ einum um vetumætur. Heyrði þá Þiðr- andi kvatt dyra, tók hann sverð sjer í hönd og gekk út. En hann sá engan mann. Heyrði hann þá, að riðið var norðan á völlinn; hann sá, að það voru konur 9 og allar í svörtum klæðum og höfðu brugðin sverð í höndum. Hann heyrði og, að riðið var sunn- an á völinn, þar voru og 9 konur allar í ljósum klæðum og á hvítum hestum. Þá vildi hann snúa inn og segja mönnum sýn- ina, en þá bar að konurnar hinar svart- klæddu og sóttu að honum, en hann varð- ist drengilega og ljet hann þar líf sitt. En Þórhallur vinur hans skýrði þennan undar- lega atburð fyrir Halli: Geta má eg til, að þetta hafi engar aðrar konur verið en fylgj- ur frænda yðar, get jeg að hjer eftir komi siðaskifti og mun þvínæst koma siður betri hingað til lands, ætla jeg þær dísir yðrar, er fylgt hafa þessum átrúnaði, munu hafa vitað fyrir siðaskiftið, þær munu ei hafa un- að því að hafa engan skatt af yður áður og munu þær því hafa tekið Þiðranda í sinn hlut, en hinar betri dísir munu hafa viljað lijálpa honum. í þessari frásögn er sagt frá baráttu einnar mannssálar, en frásögn Snorra er um baráttu tveggja þjóðflokka. En frásögn Snorra um hrákann, er þeir sömdu frið, Æs- ir og Vanir, er allmerkileg, af því að trúin á töframátt hrákans lifir enn hjer á landi. Goðsagnafræðingar hafa bent á, að þjóð- flokkur einn í Afríku semur frið með því að setjast kringum ölker eða mjólkurker og spýta í það. Það var litið á hrákann líkt og blóðið, að hann fæli í sjer óvenjulegt lífs- magn og því varð snemma til trú á töfra- mátt hans. Jóhannesarguðspjall segir frá því, að Jesús Kristur hafi læknað mann, er var blindur frá fæðingu, með því að hrækja á jörðina. Gerði hann leðju úr hrákanum og reið ieðjunni á augu hans og maðurinn fjekk sjónina. I kirkjusögu Finns Jónsson- ar er getið um Hrákaskím: „eigi er skírn rjett nema bæði sje við haft vatn ok orð ok því er ónýt hrákaskírn, þó at nökkurir hafi kallat hana rjetta“, en þetta bendir til þess að hráki hafi verið notaður til skímar, ef ekki náðist í vatn eða annan vökva, enda er þetta beinlínis tekið fram í Gulaþings- lögum og Frostaþingslögum. En trúin á töframátt brákans hefur lifað í voru landi fram á þennan dag og er skemtileg lýsingin í „Manni og konu“ Jóns Thoroddsen, er Þuríður gamla í Hlíð verður vör við eitt- hvað óhreint og hrækir og skyrpir niður í stigagatið og segir: svei þjer sneypa, svei þjer andstygðin, svei skratti, farðu fjandi, tú-á varstu feginn að hrökkva undan mjer? og svei þjer tú —, en hún lýsir þessum ó- hreinindum þannig, að hún hafi sjeð bjeað- ar eldglæringar, en er hún skyrpti á ósóm- ann, valt þessi skratti aftur fram eftir loft- inu, eins og hnykill ofan í stigann, en hann var á stærð við meðal spordall, eldrauður ósómi og tindraði úr því á allar hliðar. En liún notaði hrákann til þess að vísa þessum óhreinindum á bug. Þetta litla atriði um ófriðinn milli Ása og Vana og um töframátt hrákans í skáldskap- armálum Snorra sýnir, að hann stóð á ev- rópiskum menningargrundvelli, enda hefur tekist að rekja margar af goðasögnum hans aftur til keltneskra frásagna og ger- manskra hetjusagna. Snorri Sturluson, glæstasti fulltrúi íslenskrar menningar í fornöld, var gagnkunnugur germanskri og læltneskri menning, en um leið sonur ís- lenskra bókmenta. Hann kunni þær svo að segja utan að og gat í tilvitnunum sínum í skáldrit 9„ 10. og 11. aldar þulið upp úr sjer heil kvæði eftir 67 skáld í ritgerð sinni um skáldskaparmál. Snorri sameinaði hvorttveggja: hann stóð á þjóðlegum, ís- lenskum grundvelli, en veitti straumum er-

x

Lögrétta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.