Lögrétta - 01.07.1933, Page 11
117
LÖGRJETTA
118
r.vðjandi nýrrar stefnu í bókmentunum, b.
e. rómantísku stefnunnar. Hann las mjöe:
sögu og goðafræði Norðurlanda og sótti
þangað efni í skáldrit sín og kvæði. Einnig
samdi hann sagnarit og skrifaði um goða-
fræði, málfræði og margt fleira. En eftir að
trúarvakningin sigraði í huga hans, vildi
hann láta skáldskap sinn og öll ritstörf lúta
henni. Hann var óþreytandi starfsmaður og
áhugamaður. Þegar trúmálaáhuginn vakn-
aði hjá honum, ætlaði hann í fyrstu að
hætta við skáldskapinn, segist hafa hengt
hörpu sína yfir altari drottins og ætlað að
láta hana hvílast þar. En drottinn hafi
sjálfur tekið hana þaðan og rjett sjer hana
aftur, þegar hann hefði vígt hana til hjón-
ustu sinnar, og nú segist Grundtvig glaður
og hress í anda taka við henni á ný og fara
höndum um hina endurbættu strengi. List-
ina út af fyrir sig vildi hann ekki framar
dýrka; hún átti að ganga í þjónustu annars
æðra málefnis. Þótt hann orti mikið alt fram
til dauða síns, vildi hanh ekki kallast skáld
í venjulegri merkingu. „En hann leiddi skáld-
legan straum inn í hjóðlífið", segir H. Beg-
trup, einn af þeim mönnum, sem um hann
hafa skrifað nú; „hann vakti þrá eftir skáld-
legum hugsjónum hjá hinum starfandi al-
múga, sem gerði líf hans fjölbryttara og
ríkara en áður. Hann gerði dönsku þjóðina
að syngjandi þjóð með ímyndunarafli, sem
varð henni hvöt til dáða“. — Nú hylla Han-
ir hann sem þjóðvakningarmann og spá-
mann og telja hann einn hinn mikilhæfasta
og áhrifaríkasta mann, sem þjóð þeirra hef-
ir átt.
Borgbierg kenslumálaráðherra sagði m. a.
í ræðu 8. september: „Það. sem undraverð-
ast er hjá Grundtvig. er hið ókúganlega og
ódrepandi lífsafl hans. Hann varð 89 ára
gamall, án hess að iðka líkamsæfingar, og
enda þótt hann reykti mikið. Hann var fá-
tækur, varð þrisvar sinnum geðveikur, var
hlífðarlaus við sjálfan sig, samdi hlaða af
bókum og kvæðum. Hann vakti og vann nótt
cftir nótt, og ætti hann bágt með að halda
sjer vakandi við vinnuna, rak hann fæt-
urna niður í fötu með köldu vatni. Hann
var þrígiftur og átti börn með öllum konum
sínum. Síðast kvæntist hann 75 ára gamall,
og yngsta barn hans fæddist þegar hann
var 77 ára. Menn hæddu hann fyrir þetta.
En jeg sje ekki betur en að það sje eitt
merkið um hið óvenjulega lífsafl mannsins.
Þegar hann reis upp í þinginu gegn grund-
vallarlagabreytingunni 1866, var hann 83
ára.
Það er frelsisivinurinn Grundtvig, sem við
heiðrum á þessum degi, hinn voldugi tals-
maður andlegs frelsis, framfaramaðurinn,
ljósberinn. Hann varð því bjartsýnni, sem
hann eltist meir. „Enn boða jeg þá kenn-
ingu, að menn skuli líta á lífið með bjart-
sýni og kjarki“, skrifar hann í ritgerð 85
ára gamall. Við höfðum þá mist Suður-Jót-
land og hann hafði verið geðveikur í þriðja
sinn.
Hans stóra hugsjón um alþýðuháskólana
varð í framkvæmdinni nokkuð á annan hátt
en hann hafði hugsað sjer. En hún hefur
nú brotið sjer braut vítt um lönd. Skóla-
hugsjón Grundtvigs hefur nú jafnvel fund-
ið jarðveg og fest rætur austur í Japan.
í kirkjumálum barðist hann fyrir frelsi
og víðsýni. Hugsjón hans var fríkirkja. En
þótt þjóðkirkjan hjeldist, vildi hann hafa
þar kenningafrelsi. Hann hjelt með borgara-
legu hjónabandi og borgaralegri fermingu.
í stjórnmálum var hann fyrst einvaldssinni,
en varð síðan eindreginn lýðstjórnarmaður
og hjelt fram sem allra víðtækustum kosn-
ingarjetti. I söngvum sínum boðaði hann:
„frelsi, jafnrjetti og bræðralag“.
Einn af þeim, sem um Grundtvig skrifa
nú, rithöfundurinn J. Bukdahl, lýsir honum
mest sem boðbera rómantísku stefnunnar
og brautryðjanda hennar í dönsku þjóðlífi
og trúmálum. Hann var lærisveinn hinna
stóru þýsku skálda og heimspekinga og lífs-
skoðun hans myndaðist undir áhrifum frá
þeim. Hann opnaði á sinni tíð dymar fyrir
andlegum straumum utan að inn í danskt
þjóðlíf, á líkan hátt og Georg Brandes síð-
ar. „Sá Grundtvig, sem við nú hyllum, er
umbótamaðurinn, sem altaf, í riti og ræðu,
í þingi og í prjedikunarstól, barðist fyrir
umbótum á þjóðlífinu. Hann var þjóðlegur,
og hann var jafnaðarmaður, alstaðar var
hann frelsisins talsmaður, í skólamálum, í
kirkjumálum og í almennum stjómmálum.