Lögrétta - 01.07.1933, Qupperneq 19
133
LÖGRJETTA
134
gefin út af Bókmentafjelaginu, en það hafði
áður gefið út ljóðasöfn þeirra Bjarna og
Jónasar. Höfundurinn hafði þó, litlu fyrir
dauða sinn, sjálfur safnað kvæðum sínum
saman og sent þau Bókmentaf j elaginu til út-
g'áfu. Önnur útgáfa ljóðmælanna, nokkuð
aukin, kom út á 100 ára afmæli hans, 1919,
á kostnað Sigurðar Kristjánssonar. Bók-
mentafjelagið gaf einnig út 1. útg. af
„Manni og konu“, en síðan hefur sagan
komið út í tveimur útgáfum.
Kvæði Jóns Thoroddsen voru á sínum
tíma mjög vinsæl, mikið lærð og mikið sung-
in, enda eru þau ljett og lipur og vel söng-
hæf, og yíirleitt sjerlega vönduð að máli og
kveðandi. En andríki á hann ekki til jafns
við fyrirrennara sína tvo, þá Bjarna og Jón-
as. Hann yrkir ættjarðarkvæði, hvatakvæði,
náttúrulýsingar, ástakvæði, tækifæriskvæði
og skopkvæði. Ljóðmæli hans bera mjög vott
um þátttöku hans í áhugamálum íslendinga
á hans dögum. Hann er ættjarðarvinur með
ríkum áhuga á frelsi og framförum þjóðar-
innar, og er fyrsta skáld okkar, sem gengur
þar í spor Jónasar Ilallgrímssonar, enda er
hann aðeins 12 árum yngri en Jónas og kom
til háskólans í Kaupmannahöfn 9 árum á
eftir honum, dvaldi lengi erlendis og orti
mest á þeim árum. Enn í dag eru ýms af
kvæðum Jóns Thoroddsen mikið sungin, svo
sem: ,,Ó, fögur er vor fósturjörð“, „Illíðin
mín fríða“, „Vorið er komið og grundirnar
gróa“, „Úr þeli þráð að spinna“ o. fl. Ætt-
jarðarsöngurinn „Ó, fögur er vor fóstur-
jörð“ er úr „Pilti og stúlku“; skólapiltar frá
Bessastöðum eru látnir syngja kvæðið um
kvöld á heimleið frá skemtun í Reykjavík.
Þetta kvæði kepti lengi við kvæði Bjarna,
„Eldgamla Isafold“, um tignarsætið sem
þjóðsöngur Islendinga, og þau voru sungin á
víxl, þegar Islands var minst á samkomum,
en nú er kvæði Jóns Thoroddsen miklu oftar
sungið. Hvorugt þeirra er þó lengur þjóð-
söngur okkar, heldur „Lofsöngur“ sjera
Matthíasar frá 1874.
Jón Thoroddsen er fæddur á Reykhólum í
Barðastrandasýslu 5. október 1819. Jón Sig-
urðsson forseti hefur skrifað æfisögu hans
og er hún prentuð framan við útgáfu Bók-
mentaf j elagsins af „Manni og konu“, en síð-
an endurprentuð framan við 2. útg. Ljóða-
safnsins 1919. Þar er ætt Jóns ítarlega rak-
in til ýmsra höfðingja vestanlands á liðn-
um öldum. En faðir hans var Þórður Þór-
oddsson, sem lengi bjó á Reykhólum, en
Þóroddur, faðir Þórðar, var beykir á Vatn-
eyri. Móðir Jóns hjet Þórey Gunnlaugsdótt-
ir prests á Ríp. Þau foreldrar Jóns voru
vel efnum búin. En tveggja ára gömlum var
honum komið í fóstur til Jónasar bónda
Jónssonar í Sælingsdalstungu í Dölum, sem
var merkismaður og mágur Jóns Espólíns
sagnaritara. Mun Jóni Thoroddsen hafa lið-
ið vel í uppvextinum, og snemma var það
fyrirhugað, að hann skyldi ganga menta-
veginn. Hann fór 12 ára gamall til sjera
Sigurðar á Rafnseyri, föður Jóns forseta,
og var þar fjögur ár við nám, en þaðan
fór hann vorið 1836 heim til foreldra sinna,
en um haustið að Eyvindarstöðum á Álfta-
nesi, til Sveinbjarnar Egilssonar síðar rekt-
ors, og næsta haust gekk hann inn í Bessa-
staðaskóla og útskrifaðist þaðan eftir 3 ár,
vorið 1840, á tvítugasta ári. Næsta ár var
hann norður í Eyjafirði, hjá Hallgrími pró-
fasti Thorlacius á Hrafnagili, en sigldi til
háskólans í Khöfn frá Búðum á Snæfells-
nesi haustið 1841.
Jón Sigurðsson segir, að Jón Thoroddsen
hafi lítið eða ekkert verið farinn að fást
við kveðskap áður en hann kom til háskól-
ans, en þá var hann 22 ára. Vísan um
Barmahlíð: „Brekkufríð er Barmahlíð“ o. s.
frv., sem æfisagan segir að hann hafi ort 13
ára gamall, er að sögn Matth. Jochumsson-
ar í Söguköflum hans, ekki eftir Jón Thor-
oddsen.
Þegar Jón kom til háskólans, var endur-
reisn Alþingis stærsta áhugamál Islendinga
og fylgdu því máli miklar og bjartar vonir,
ekki síst meðal íslenskra námsmanna í
Kaupmannahöfn. Jón Sigurðsson segir, að
nafni sinn hafi með miklum áhuga tekið
]’átt í öllu því, sem snerti stjórnarleg mál-
efni landsins, en að hann hafi slegið slöku
við námið og honum hafi leikið meiri hugur
á að ganga aðrar leiðir en þær, sem leiddu
til embættisprófanna. Sumarið 1843 er hann
heima hjá foreldrum sínum, en fer utan aft-
ur um haustið. 1846 deyr faðir hans, og