Lögrétta - 01.07.1933, Page 21
137
138
L ö G R
dönsk lög- og náði prófi í þeim vorið 1854
með góðum vitnisburði. Var honum þá veitt
Barðástrandasýsla. en Brynjólfur kaupmað-
ur Bogason hafði sjeð um embættið fyrir
hann meðan hann var ytra. 29. ágúst
sama sumarið giftust þau Jón og Kristín og
stóð brúðkaup þeirra í Flatey. Það var fjöl-
ment og haldið með mikilli rausn. Voru þar
meðal annara flestir höfðingjar Breiðafjarð-
ar og sátu viku í gildinu sumir. „Var þar
stundum drukkið fast“, segir Jón í brjefi
til Gísla; „datt mjer þá við og við í hug,
að mikill gleðiauki hefði það verið, að hafa
þig og svo sem tvo eða þrjá af bræðrunum
í Höfn nærstadda".
Eftir að Jón var kvæntur og orðinn sýslu-
maður, voru þau hjónin í Flatey til vors
1855, en fluttust þá að Haga á Barðaströnd
og bjuggu þar til vors 1862, en árið áður
hafði Jón fengið veitingu fyrir Borgarfjarð-
arsýslu og fluttist nú þangað og settist að
á Leirá. Þar bjuggu þau hjónin síðan þar til
Jón andaðist 8. marts 1868, á 49. aldursári.
Á þeim árum, sem Jón sat í embætti, ger-
ist ekki margt sögulegt í lífi hans. Hann
stundaði embættisstörfin og hafði öðru
hvoru nokkur afskifti af almennum málum.
Kvæði eftir hann birtust öðru hvoru í blöð-
unum, einkum „Þjóðólfi“ og ,,Islendingi“.
Síðasta árið, sem hann var í Flatey, átti
hann þátt í ritstjórn tímaritsins „Gests
Vestfirðings“, og eftir að hann kom að
Leirá var hann um tíma, 1864—65, einn af
útgefendum blaðsins „íslendings“. I fjelagi
við þá Gísla Magnússon kennara og Egil
Jónsson bókbindara gaf hann „Snót“ út í
annað sinn 1865, og „Pilt og stúlku“ gaf
bann út í annað sinn 1867 og bætti þá inn
í söguna nokkrum köflum. „Veiðiförin",
gamanríma, sem tekin er inn í Ljóðasafn
hans, kom út 1865, sjerprentuð úr „íslend-
ingi“.
Sumarið 1864 átti Jón sæti á Þingvalla-
fundi og tók mikinn þátt í fundarstörfum.
Hann bar þá fram tillögu um skýlisbygg-
ingu á þingvöllum og var, ásamt Benedikt
sýslumanni Sveinssyni og Halldóri kennara
Friðrikss.vni, kosinn í nefnd til þess að koma
því máli áleiðis. Safnaðist nokkurt fje í
E T T A
þessu skyni, en úr framkvæmdum varð ekki
fyr en 34 árum síðar, og þá fyrir forgöngu
Benedikts. Jón var og á þessum fundi kos-
inn í nefnd, sem átti að hafa forgöngu í
útrýmingu fjárkláðans, sem þá var eitt hið
mesta vandræðamál hjer á landi. Jón fylgdi
fram almennum niðurskurði og var þar í
andstöðu við stjómina og Jón Sigurðsson
forseta. Með honum voru í þessari nefnd
Benedikt Sveinsson og Jón Guðmundsson
ritstjóri og með þeim fjórir bændur. En er
nefndin hafði starfað um hríð, bannaði
stiftamtmaður Jóni Thoroddsen að eiga þátt
í þeim störfum, og segir Jón Sigurðsson,
að eftir það hafi lítið orðið úr aðgerðum
nefndarinnar.
Það verk Jóns frá þessum síðari hluta
æfiára hans, sem lengst verður munað, er
samning skáldsögunnar „Maður og kona“.
Það má sjá af brjefum hans til Gísla Bryn-
jólfssonar, að hann hefur þegar á fyrstu ár-
um sínum í Flatey verið farinn að hugsa
um að skrifa nýja skáldsögu. Hann segist
hafa þar aðgang að bókum og handrita-
safni Brynjólfs kaupmanns Bogasonar Bene-
diktsen, sem sje auðugt að fróðleik, og get-
ur þess, að þá sje kominn til Flateyjar
skemtilegur maður, fróður og feykilega rík-
ur af alls konar sagnasöfnum, en það er
Gísli Konráðsson, og hafi hann m. a. sam-
ið nútíðarsögu um Húnavatnssýslu, sem sje
afar falleg og fróðleg, og æfisögur ýmsra,
en í þeim mörgum sje ágætt efni, ef til
væri maður, sem kynni vel með að fara og
semja úr þjóðsögur líkar þeim, sem Scott
hafi gert. En embættisannir, búskaparum-
byggja og landsmálaafskifti hafa eftir þetta
mjög tekið upp tíma hans, svo að ritstörfin
hafa orðið að sitja á hakanum, þótt það við-
fahgsefni hafi án efa verið honum kærast.
Það er sagt, að hann hafi með aldrinum
gerst nokkuð drykkfeldur, og síðustu árin á
Leirá segir Jón Sigurðsson að heilsa hans
hafi verið farin, svo að hann hafi ekki get-
að unnið lengur með fullu fjöri, þótt enn
væri hann, eftir því sem kallað er, á besta
aldri, nokkuð innan við fimtugt.
Synir Jóns Thoroddsen urðu merkir
menn, og koma mjög við sögu sinna tíma,
eins og kunnugt er.