Lögrétta - 01.07.1933, Síða 23
141
LÖGRJE TTA
142
rjetting öll sömuleiðis, svo að þau standa
fátæklegum sveitabæjum ílenskum litlu eða
engu framar í því efni; nema að hreinlæti
er þar miklu meira. 1 neðri hæð hússins,
sem oft er að einhverju leyti grafin í jörð
niður, er mjólkurkjallarinn svonefndi, þar er
mjólkin, smjörið og ostarnir geymdir. Stund-
um eru líka skepnur hafðar í þessari hæð
hússins, en það er miklu oftar að penings-
hús og hlöður er sjerskilið.
1 Alpadölunum eru iðulega grjótgarðar
eða timburgirðingar umhverfis graslendi
það, sem liggur að þorpunum. Þetta eru tún
þeirra fjallabændanna, þarna er kúnum
beitt fyrst þegar þær koma úr fjósi á vor-
in og síðast á haustin, áður en innistaðan
byrjar, en á sumrin er þetta slegið.
Beitiland liggur hátt upp um hlíðar, eink-
um sólarmegin og það á sjer ekki ósjaldan
stað að bændabýli eða jafnvel heil þorp rísa
hátt uppi í fjallshlíðunum (mig minnir að
hæsta svissneska þorpið liggi í 2300 metra
hæð yfir sjó). Það er allmikill munur á
gróðri í hlíðum sem liggja sólarmegin og
þeim, sem liggja í skugga; þannig hefur
því verið veitt eftirtekt að knoppar beyki-
trjánna koma viku fyr í ljós sunnan í hlíð-
um, enda ná skógarnir þar miklu hærra upp
í fjöllin.
Það sem eftirtektarverðast er, er hve
kornyrkja er mikið stunduð uppi í hálend-
inu. En það er flutningskostnaður á korn-
inu, sem orsakar það, að bændur gera sitt
ítrasta til að lifa sem mest á sínu og rækta
korn sitt sjálfir svo framarlega sem nokkr-
ir möguleikar eru fyrir hendi. Sem dæmi
mætti nefna, að í Findelen í Wallis eru ný-
akrar í 2100 metra hæð yfir sjó, eða nærri
sömu hæð og tindur Öræfajökuls. Hveiti
er ræktað í 1650 metra hæð og sömuleiðis
bygg og hafrar.
Þar sem akuryrkja er stunduð inn til dala,
er það venjulega niður í dalbotninum en
örsjaldan upp um hlíðarnar. Oftast er ekki
nema örlítill hluti lands þarna í hálendinu,
sem er fallinn til akuryrkju og þegar að
heil þorp verða að skifta þessum gróður-
reitum á milli sín, þá eru ekki nema ör-
smáar spildur, sem falla í hlut hvers bónda.
Og þær eru víða svo litlar að plógi verður
naumast eða alls ekki komið við, og bænd-
urnir notast þá við gamla lagið og stinga
akrana sína upp með skóflu. Víða við húsin
eru grindur, þar sem kornöxin eru hengd
upp og þurkuð.
Því ofar sem dregur í fjöllin, hverfur hið
ræktaða land smám saman, skógurinn nær
hærra upp, en þegar hann þrýtur, tekur
beitilandið við og það teygist víða upp und-
ir snjólínuna. Hjer er það, sem hin eigin-
legu sel eru, og það eru þau, sem setja svo
sj erkennilegan svip á svissneskt þjóðlíf og
svissneskan anda.
Búskapur Alpabóndans skiftist í þrent:
vetrarbúskap, vorsel og sumarsel, og hann
á þrjú heimilí yfir árið, sem hann verður
að flytja á milli eftir árstíðunum. Á vet-
urna býr hann á aðalheimili sínu, oftast
niður í dalbotni og þá gefur hann skepnun-
um að öllu leyti inni, nema ofurlítinn tíma
fyrst á vorin á meðan harm beitir túnin og
eins síðustu beitardagana á haustin. Þegar
grösin grænka hærra uppi flytur bóndinn
með hjörð sína upp í vorselið. Þama dvelur
hann maímánuð og frameftir júnímánuði og
gefur skepnum sínum oftast á næturnar en
beitir þeim á daginn. Þarna hefur hann pen-
ingshús og hlöður ásamt kofa yfir sjálfan
sig og fólk sitt, og þarna heyjar hann á
sumrin. f kring um vorselin eru aðalengj-
arnar, það eru snarbrattar valllendisbrekk-
ur vaxnar þjettu kjarnmiklu smágresi. Þær
eru svo brattar, að þær verða ekki slegnar
með vjelum, verður Svisslendingurinn því að
vera eins gamaldags í vinnubrögðum sínum
eins og íslendingar, og slá með orfi og
og raka með hrífu. í fyrsta skifti sem jeg
sá Svisslendinga slá, gat jeg ekki stilt mig
um að brosa, því svo kynlega kom mjer
sláttuaðferð þeirra fyrir sjónir. Það voru
gömul hjón, bæði komin um eða yfir sjö-
tugt, tvær dætur þeirra, sonur og vinnu-
maður og slógu þrælaslátt. En þar sem orf-
in eru sjerstaklega stutt, efri hællinn er á
enda orfsins, þá verður sláttufólkið að
beygja sig, næstum því 1 vinkil. En það, sem
mjer þótti broslegt við þetta var leðuról,
sem hver sláttumaður eða kona girti um sig
miðja og neðan úr ólinni hjekk nautshorn
fylt vatni, sem var til þess ætlað að geyma