Lögrétta - 01.07.1933, Síða 24
143
LÖGRJETTA
144
brýnið í. Lafði homið niður á sitjandann,
svo það var engu líkara en fólkið væri
annaðhvort með rófu eða það væri hymt á
þessum stað. Ljáimir, sem eru einbekkj-
ungar, eru óhemju langir og breiðir og tals-
vert bognir, skáramir eru breiðir og ljáförin
í góðu meðallagi, en þó ekki samsvarandi
breið. Hrífurnar eru miklu verklegri en á
íslandi, einkum tindarnir og hausinn. Tind-
arnir standa ekki beint neðan úr hausnum
eins og við eigum að venjast, heldur liggja
þeir skáhalt innundir skaftið; þeir eru næst-
um fingurgildir, alllangir og sitja þjett í
hausnum. Svissar flekkja eins og við, en
þeir rifja ekki eða snúa heldur róta í hey-
inu með hrífuskaftinu og þurka á þann
hátt. Þegar þeir sæta, reka þeir langa spýtu,
með mörgum smáálmum í ýmsar áttir, nið-
ur í jörðina og líkist hún öllu mest jóla-
trje í laginu. Uppmeð þessari spýtu setja
þeir svo heyið, en álmur spýtunnar gera það
að verkum, að heyið legst ekki mjög þjett
saman og það verður altaf holt í miðjunni.
Þegar Svisslendingar láta heyin sín í hlöð-
ur, þá binda þeir ekki í reipi nje setja á
klakk, þá aðferð hafa þeir ábyggilega aldrei
þekt, nei, þeir láta he.við í stóra klúta eða
öllu fremur segldúka, sem þeir hnýta sam-
an á hornunum, láta þá á bakið og bera svo
heim í hlöðu, stundum óraveg. Sagt er að
slíkar byrðar vegi oft að tveim hundruðum
punda, og þegar þeir þurfa að ganga upp
snarbrattar brekkur og síðan upp háa hlöðu-
stiga, altaf með þennan bagga á bakinu,
þá held jeg, sannast að segja, að þeir sjeu
alls ekki öfundsverðir. Konur ganga að
siætti jafnt sem karlar og' það eins þótt við
aldur sjeu, en í stað þess hjálpa karlmenn-
irnir við raksturinn. I Suður-Sviss vinna
konur sumstaðar einar að öllu, því menn-
irnir fara til annara landa að vinna sjer
inn peninga, og þeim finst að konur sínar
sjeu ekki of góðar til að sjá fyrir sjer
sjálfar.
Nokkrir bændur hafa vorselin sín ekki á
neinum ákveðnum stað, heldur byggja þeir
sjer marga kofa hingað og þangað uppi um
hlíðamar og flytja svo kofa úr kofa upp
á við, eftir því sem snjórinn þiðnar og
grösin vaxa.
En hærra uppi, þar sem ekki er annar
gróður en beitiland, þar eru hin eiginlegu
sel, og þar hafa bændur nautgripi, kindur,
geitur og svín eins lengi og kostur er. I
hinum fullkomnari seljum eru allgóðar íbúð-
ir, vönduð peningshús, skálar fyrir mjólk og
mjólkurafurðir og jafnvel hlöður, því það
getur komið fyrir að það sje heyjað þarna
uppi. Er graslendið þá oftast á klettasill-
um eða það eru toppar inni í jökulkima,
sem engar skepnur komast að til að bíta,
nema þá helst gemsur. Hættan við að kom-
ast þarna upp, og þó sjerstaklega við hey-
flutningana burtu þaðan, er geysimikil. En
Svisslendingar eru orðnir vanir þessu, þeir
láta heyið í dúkinn, láta byrðina síðan á
bak sjer og labba ofan einstigu, sem eru
svo glæfralegir, að flestum óvönum myndi
óa við að ganga þar lausir. Þarna uppi er
oft blómskrúð hið fegursta, sem gefur að
líta um gjörvalla Alpana og þessir blettir
eru því talsvert eftirsóttir af grasafræðing-
um þeim, sem þora þangað upp.
Sumstaðar eru þessar háfjallaengjar al-
menningseign, og á ákveðnum degi verða
allir að byrja slátt þar, sem á annað borð
vilja afla sjer heyja. En sá siður fylgir, að
sá er fyrst kemur upp getur helgað sjer
það svæði, sem i kringum hann er, og verða
þeir, sem síðar koma að hverfa burtu og
leita nýrra engja. Þessi venja hefur orðið til
þess að duglegir og hraustir karlmenn fara
kvöldið fyrir þennan tiltekna dag og sofa
uppi án þess að hugsa um frost eða nætur-
kulda, en með þessu móti geta þeir valið
úr bestu blettina. Annarstaðar eru til blett-
ir niðri í miðju beitilandinu, sem eru slegn-
ir og er þá venjulega girt í kringum þá,
svo þeir bítist ekki. Þessar heyannir uppi
í sumarselinu ganga undir nafninu villi-
sláttur, og þær hafa það gott í för með
sjer, að fjenaðurinn getur haldist lengur í
selinu en ella, því annars yrði að reka hann
niður strax við fyrstu snjóa. En það snjó-
ar nokkuð fljótt þarna og í seljunum, sem
allra hæst lig'gja, helst fjenaðurinn ekki við
nema örfáa daga.
I óvandaðri seljum eru íbúðirnar aðeins
opnir skálar, kaldir og rakir, og ef rignir,
verður maður að breiða regnhlífina yfir sig