Lögrétta - 01.07.1933, Síða 28
151
152
LÖGRiJETTA
fjölbragðaglímu. Við íslendingar þekkjum
þar flesta hælkrókana okkar, leggjarbragð,
hnjehnykk, mjaðmarhnykk og klofbragð.
llinsvegar mega Svisslendingar nota aðra
hendina eftir vild, en hinni verða þeir altaf
að halda í beltið. Það er talið fall, þegar
annar glímumanna liggur með báðar herðar
við jörðu.
Svissneska glíman er óneitanlega ljótari
en sú íslenska, og það glíma hana tæplega
nema sterkir menn og umfram alt brjóst-
góðir.
Þar sem glímumótin halda uppruna sínum
enn þann dag í dag, og það gera þau víða
inn til dalanna, þá byrja þau á guðsþjón-
ustu. Presturinn byggir sjer altari, ekki í
kirkju, heldur í stærsta fjósinu, sem til er
uppi í seljunum og þar fer guðsþjónustan
fram. Að henni lokinni er matast en síðan
hefst glíman. Fer úrslitaglíman jafnan fram
milli tveggja bestu glímumannanna og verða
þeir að glíma þrjár glímur saman. Sá er
íellir andstæðing sinn tvisvar, sigrar. Verð-
launin er blómum og vöndum skrýdd kind,
en sigurvegarinn fær ekki að taka við henpi
f.yr en hann hefur spurt í heyranda hljóði
hvort nokkur vilji freista þess, að vinna af
sjer verðlaunin.
í sambandi við sum þessara glímumóta er
steinkast og er frægastur hinn svokallaði
Unspunnersteinn, sem vegur 184 pund, er
honum kastað á hverju allsherjarglímumóti
Svisslendinga.
Það er ef til vill ekki hægt að telja skot-
fimi þjóðaríþrótt neinnar sjerstakrar þjóð-
ar, en óbeinlínis er hún samt þjóðarleikur
eða þjóðaríþrótt Svisslendinga, ekki af því
að þeir bera oft sigur af hólmi á millilanda-
og alþjóðaskotmótum, heldur ekki vegna
herskyldunnar sem hvílir á hverjum karl-
manni ríkisins, heldur vegna gemsuskytt-
anna svissnesku, sem stunda íþrótt sína af
svo frábærri djörfung og útheldni að undr-
um sætir.
Gemsuskyttan fer á fætur um miðja nótt
til þess að vera komin á undan selhjörðun-
um upp í efstu selhagana, en þar er fyrsta
gemsuvonin. Strax er skotmaðurinn sjer
gemsu, reynir hann að komast í skotfæri við
hana, án þess að hún sjái til ferða hans, og
hún má heldur ekki vera í vindstöðu við hann,
því gemsumar eru lyktnæmar mjög. Verður
skyttan iðulega að klöngrast eftir hættuleg-
um gjám eða klifra í björgum til að ná tak-
marki sínu. Það er sagt að skyttunni nægi
að greina horn gemsunnar hvort frá Öðru til
þess að skjóta og að það sje klaufaskapur
að hitta ekki úr því. Þegar gemsan er dauð,
tekur skyttan innýflin burtu, bindur svo
fætur og horn gemsunnar saman og setur
yfir höfuð s jer, þannig, að fæturnir liggja
samanhnýttir yfir enni skyttunnar og þann-
ig ber hún gemsuna yfir hamra og hengjur
heim til sín.
Miklu oftar tekst gemsunni að verða vör
við hættuna í tíma og leggur þá sem örskot
á flótta yfir urðir, klungur, gjár og hvað
sem fyrir er, nema sjaldan á jökla. Sjerstak-
lega er erfitt fyrir skyttuna að komast í
skotfæri ef gemsurnar eru margar saman,
því þá heldur altaf ein þeirra vörð á hæsta
stallinum eða hæsta hnúknum á meðan hin-
ar bíta. Verði hún vör hættu gefur hún frá
sjer einkennilegt hljóð, sem kemur hinum
gemsunum altaf til að gæta að sjer; og þeg-
ar þær hafa fullvissað sig um hættuna, tek-
ur duglegasti hafurinn forystuna en hinar
hlaupa í þjettum hóp á eftir. Þarf ekki að
hugsa sjer að þær staðnæmist svo brátt úr
því.
En skyttunni fellur ekki allur ketill í eld
við þetta; nú er það hún sem sækir í sig
nýtt óstöðvandi afl og lætur enga hættu
aftra sjer meir. Veiðihugur og veiðiheiður
skyttunnar er það eina sem hún veit af, það
hefur gagntekið hana. Hún leggur á ís- og
snjóbreiður, án þess að hugsa um þær hætt-
ur sem liggja þar huldar, hún gengur eftir
stígum svo mjóum að tæplega er hægt að
ná fótfestu þar, hún smýgur eftir ótrúlega
tæpum klettasillum, hún sveiflar sjer frá
stalli til stalls og hún klifrar í hættumestu
hengjum og það án þess að hugsa eitt augna-
blik um hættuna, sem hún er í. Svo skellur
nóttin á, niðdimm og köld, það verður ekki
haldið áfram og ekki snúið til baka, maður
verður að vera þar sem hann er staddur. En
skyttan lætur ekki hugfallast, henni hefur
aldrei komið til hugar að snúa gemsulaus
heim og hún huggar sig við það, að gems-