Lögrétta - 01.07.1933, Qupperneq 30

Lögrétta - 01.07.1933, Qupperneq 30
155 LÖGRJETTA 156 Það getur því verið frost bæði norður á Þýskalandi og eins suður á Ítalíu þegar margra gráða hiti er á hæstu tindum Alpa- fjallanna. Föhnvindur helst ekki lengi, sjald- an meir en einn eða tvo sólarhringa, en þó er það nokkuð misjafnt. Margt fólk fær alt- af höfuðverk í Föhnvindi og það gerir senni- lega loftþyngdin. Annars veldur hann aðal- lega snjóflóðum og eldshættu. Snjóhengj- urnar falla niður með óskaplegum þunga óg hlífa engu sem fyrir verður, hvorki mönn- um, skepnum nje mannvirkjum. Það eina góða er þó það, að maður býst við hættunni og getur frekar varast hana. Aftur á móti er það verra með eldshættuna; vindurinn smýgur niður í reykháfana, þyrlar öllu upp í eldstónni eða eldavjelinni og er á svipstundu búinn að setja alt í bál og brand. Hættan er því meiri sem vindurinn er sterkari og ef eldurinn nær nokkurri festu, er vont að slökkva hann aftur, því byggingarnar eru flestar úr timbri og þar af leiðandi eldhætt- ar mjög. í þorpum getur Föhnvindurinn valdið geypi tjóni, t. d. kom jeg í allstórt þorp í ríkinu Graubiinden í Austiir-Sviss, sem hefur brunnið þrisvar sinnum til kaldra kola síðan um aldamótin 1900. Þessi gífurlega eldshætta hefur leitt af sjer ýmsar iögbundnar fyrirskipanir eins og t. d. það, að víða verður að slökkva allan eld í húsum þegar Föhnvindurinn kemur og það má ekki taka hann upp á meðan hann stendur yfir, fólkið verður að sitja í kuldan- um og borða kaldan mat á meðan. Annars- staðar eru ýmsar fyrirskipaðar varúðarregl- ur með eldinn og þar á meðal sú, að í hverju húsi verða sí og æ að vera til tvær fullar fötur með vatni og eru föturnar ríkiseign. Það er gert til þess að þetta vatn sje til taks, ef kviknar í. Það er oft fagurt í Föhn- vindi, loftið er hrannað af þungbúnum skýj- um, litirnir eru skærir og sterkir og Alparn- ir, sem annars eru oft huldir móðu eða þoku, verða heiðir og bjartir. Snjóflóðin á veturna eru stundum samfara Föhnvindinum, en ekki altaf. Það er óneitan- iega stórfengleg sjón að sjá þessa snjófossa steypast niður af hlíðarbrúnunum og niður í dalbotn, þar sem snjórinn þyrlast upp eins og ógurlegt brimlöður í æðisgengnum sjó, og drunurnar, sem fylgja, eru geigvænlega þungar. Það má með sanni segja, að það býr jafnmikil tign í snjóflóðinu og hættan er mikil, sem af því stafar. Víðasthvar eru snjóflóðin þó ekki hættu- ieg, því ýmist fylgja þau Föhnvindinum og þá er fjallabúinn altaf reiðubúinn að forða lífi sínu, eða að þau falla niður á ákveðnum stöðum, falla eftir ákveðinni braut og stöðv- ast oftast nákvæmlega á sama stað ár eftir ár. Og þessi snjóflóð falla svo reglulega nið- ur, að athugulir menn geta reiknað út hvaða viku, hvaða dag og jafnvel hvaða stund þau koma. Þessi snjóflóð valda sjaldan tjóni, en þó getur það komið fyrir, og þá einkum með- al ókunnugra ferðalanga og skíðamanna, sem hafa ekki glöggskygni bóndans fyrir hættunni. En svo koma undantekningarnar frá þess- um reglulegu snjóskriðum og það eru þær, sem bóndinn óttast. Þessar undantekningar koma aðeins fyrir, þegar mjög mikil lausa- mjöll safnast á stuttum tíma ofan á harð- fenni. Lausamjöllin hefur þá, ef brattinn er mikill, litla sem enga festu á harðfenninu, og við ofurlitla hreyfingu, þó það sje ekki nema snjóköggull, steinvala eða skref einhvers dýrs, skríður allur snjóþunginn af stað, eykst að magni og hraða eftir því sem neðar dreg- ur og þeytist svo með heljarafli niður í da'l- botn. En það er ekki þar með búið, dynk- irnir og drunumar og loftþrýstingurinn, sem orsakast af skriðuhlaupinu, valda nýjum snjóskriðum alt í kring; ef til vill er allur dalurinn orðinn að einu snjóhlaupi. En frum- skriðan er venjulegast stærst og hættulegust, hún tekur alt laust og fast og flytur það með sjer; heil björg bærast, runnar rifna upp með rótum og trje brotna eins og sinu- strá, svo risafengið er aflið, sem snjóskrið- an felur í sjer. Skógurinn bifast eins og star- gresi í vindi, fjöllin nötra í fjarska og drun- urnar bergmálast frá tindi til tinds. Þar sem snjóhlaupið nemur staðar, þyrlast snjórinn í allar áttir og marga tugi metra í loft upp. Á næsta augnabliki er alt kyrt og hljótt, hvergi heyrist neitt nema bergmál fjallanna, sem drynur ennþá einhversstaðar langt úti i fjarlægðinni. Snjóskriðunum fylgir venjulega geysi-

x

Lögrétta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.