Lögrétta - 01.07.1933, Síða 33
161
LÖGRJETTA
162
ina. 'Þetta er fólk, sem metur trú sína meir
en magan og fjárhagslegan hagnað, og það
er fúst á að færa trú sinni fórnir.
Enda þótt kenningar Zwinglis sjeu á ýms-
an hátt frjálslegri og víðsýnni en kenningar
Lúthers, þá eru Svisslendingar samt nokkuð
spaugilega þröngsýnir á sviði trúarbragð-
anna og ætla jeg að greina hjer eitt dæmi,
sem er nú reyndar orðið áttatíu ára gamalt:
Um 1850 sótti þýskur guðfræðingur og
heimspekingur, Johann David Strausz að
nafni, um dvalarleyfi í Ziirich, stærstu borg-
inni í Sviss. Strausz hafði meðal annars
skrifað bók um líf Jesú, þar sem hann held-
ur því fastlega fram, að Jesús hafi eingöngu
verið manns en ekki guðs sonur. Þessi bók
vakti mikla eftirtekt, en einnig mikla gremju
meðal strangtrúaðra Þjóðverja og þeirra, er
þýska tungu töluðu. Þrátt fyrir þetta veitti
borgarstjórinn í Ziirich Strausz dvalarleyfi
og áleit ekkert því til hindrunar að hann
fengi að vera þar. En þetta þoldu svissnesku
sveitamennimir ekki og í mótmælaskyni
gengu 10.000 bændur og búalið í kröfugöngu
inn í borgina. Þeir voru vopnaðir með kvísl-
um, skóflum, hrífum, ljáum, öxum, orfum,
spýtum, járnteinum, eldhússkörungum og
öllu sem þeir náðu í; og árangurinn var sá
að þeir drápu borgarstjórann, en David
Strausz var bannað að stíga fæti sínum inn-
yfir svissnesku landamærin.
Hætturnar, sem sí og æ vofa yfir dalbúan-
um og barátta hans við náttúruöflin gera
hann ekki aðeins trúaðan, heldur og líka hjá-
trúarfullan. Hann kann býsnin öll af kynja-
sögum og þjóðsögnum af snjóhlaupum, skrið-
um eða stórviðri og rjettlætistilfinning
hans er svo sterk, að hann lætur guð altaf
hegna þeim syndugu og vondu, en bjarga hin-
um góðu og rjettlátu. Þeir kunna líka mikið
af æfintýra- og hetjusögum af gemsuskytt-
unum og glímumönnunum sínum, þessar
sagnir lifa á vörum þjóðarinnar, mann fram
af manni og eru samt altaf jafnlifandi og
altaf jafn nýjar.
Þegar selbúinn hefur annast störf sín og
hefur ekkert sjerstakt fyrir stafni, þá leitar
hann skemtunar eða dægrastyttingar á ein-
hvem hátt. Það er ekki um dansleiki eða aðr-
ar skemtisamkomur að ræða, nema örsjald-
an og þá helst að vetrinum, enda er hann til
margs annars betur fallinn en til að dansa.
Ilann verður því að leita að einhverju, sem
stendur honum nær, og það finnur hann í
sögusögnum og söng. Selbúinn er hljómelsk-
ur og iðulega þegar maður heimsækir hann
upp í selin syngur hann með raust eða leikur
á margfalda harmoniku. En söngur Alpabú-
ans hefur sín einkenni ekki síður en rímna-
kveðskapurinn íslenski, en er þó með alt öðr-
um hætti. Svisslendingurinn sækir mjóróma
tóna niður í kokið, sem eru ýmist tryll-
andi fjörugir og fullir af eldlegu lífi, eða þeir
ej-u angurværir og þunglyndislega dreym-
andi. Þannig er og líf þeirra sjálfra og þann-
ig er náttúran sem þeir lifa í. Þessi söngur
þeirra heitir „jodeln". Sumstaðar mynda
fjallabúar heil kór, ýmist karlakór eða blönd-
uð kór, alt „jodler“-söngvarar, sem syngja
eingöngu Alpasöngva og selvísur með har-
moniku- og Alpahorns-undirleik. Alpahomið
er víðfrægt hljóðfæri meðal Svisslendinga,
það er úr viði og svo langt, að þegar maður
stendur og blæs í það, nemur neðri endi þess
við jörðu, en þar beygist hann upp og víkk-
ar, ekki ólíkt reykjarpípu. Þessi söngkór og
hljómsveitir ferðast árlega til borganna,
söngfólkið er klætt í gamla þjóðbúninga og
það syngur og leikur, oftast við ágæta að-
sókn.
Sumstaðar er það ennþá regla uppi í selj-
unum, að syngja á hverju kvöldi svokallaða
selblessun og eru þær sín með hverju móti
eítir fjölda dalanna og breytingu umhverf-
isins; flestar eru þær samt þunglyndislegar
og svæfandi. Víða fylgir selblessuninni und-
irleikur harmoniku, alpahorns eða svokall-
aðrar Volle, en það er nokkurskonar trje-
trekt eða gjallarlúður. Með selblesuninni var
öllum illum öndum haldið burt frá mönnum
sem skepnum, en þó aðeins á því svæði, þar
sem selblessunin heyrðist. Það var því mikils
um vert að vera raddsterkur og geta látið
hana heyrast sem lengst. Ein þjóðsagan seg-
ir frá því, að kvöld eitt hafi hirðir nokkur
gleymt að syngja selblessunina og var nærri
fallinn í svefn þegar hann heyrir óminn í
bjöllum kúa sinna smáfjara út í stefnu til
fjalls. Hann rauk upp með andfælum, því
hann vissi að það var illur andi sem var að