Lögrétta - 01.07.1933, Qupperneq 34
163
LÖGRJETTA
164
stela kúnum hans; hann söng því selblessun-
ina með allri þeirri rödd, sem hann átti til
og kýrnar komu með tölu til baka. Eftir
þetta gleymdi hann aldrei að syngja sel-
blessunina.
Það kemur stöku sinnum fyrir, að Sviss-
lendingar halda skemtanir og þá er óhætt
að segja, að þeir skemti sjer vel. Jeg hef
einu sinni verið á dansleik meðal selfólks,
þar voru bændur, bændasynir, vinnumenn,
kúasmalar, geitastrákar, heimasætur og
vinnukonur og það er ábyggilega lang fjör-
ugasti og L alla lund lífmesti dansleikur,
sem jeg hef sótt. Það gerði ekkert til þótt
karlmennirnir væru með trjeklossa eða járn-
uð stígvjel á fótunum, því öll misstig og all-
ir árekstrar voru fyrirgefnir með alveg sjer-
staklega hjartanlegri góðvild. Fólkið kann
ekki nýtísku dansa og kærir sig ekkert um
að læra þá, því það kann polka, marsúrka og
Wínarvalsinn og það nægir því gjörsamlega.
Fjörið og ánægjan skein út úr hverju and-
liti og hverri hreyfingu fólksins. Þannig
dansaði það í gleðivímu frameftir nóttunni
en hjelt svo kátt og ánægt upp í selin sín
um morguninn.
Þó að líf fjallabúanna virðist frá sjónar-
miði borgarbúanna vera einmanalegt og tóm-
legt, þá er þó síður en að svo sje. Náttúran
er auðug af fjölbreytni, veðrabrigðin eru
inikil og sterk, en geti eða þurfi selbúinn
ekki að vera úti undir berum himni, þá hef-
ur hann gnægð söngva og sagna sjer til
dægrastyttingar.
Ferðalangurinn, sem leggur land undir
fót inn til þessara afskektu Alpadala, hittir
fyrir konur og karla, sem vinna í sveita síns
andlitis fyrir bjargræði sínu, hann sjer þorp
og bændabýli bygð í gömlum, samræmdum
stíl og upp um hlíðarnar sjer hann kindurn-
ar, geiturnar og kúahjarðirnar breiða úr
sjer. Ómur bjallanna berst til hans niður í
dalinn og býður hann velkominn í friðsælu
fjallanna. Það er seljalífið sem speglast þar
uppi. Öðru hvoru hittir hann fyrir gamla
konu í þjóðbúningi eða böm að leik, karl-
mennina sjer hann leggja með þungar byrð-
ar upp fjallshlíðarnar, upp í selin. Ferða-
iangurinn hittir hjer fyrir aflmikla bænda-
stjett, sem haldið hefur eiginleikum sínum
^Kvæðí
Sflir
Sígurð Sígurðsson
frá yTrnarholtí.
TAanvísur,
Gaman væri að ganga með þjer einni
og gleyma öllum sora og verða hreinni.
þitt bros — hið eina, er bræðir úr mjer tregan
og breytir húminu í sóldag yndislegan.
þú ert mildibalsam auga og eyra,
engill, barn og lilja og miklu fleira,
svo engan grunar hvort það mýkir meira,
að mega sjá þig, eða fá að heyra.
það er svo heilt, að verða ungur aftur
í annað sinn og verða mildi og kraftur —
íiíjer finst svo hverfult heimsins ysinn, þysinn
og hvorugt vaxa í augum, lánið eða slysin.
Nú veit jeg, að jeg ætti að yrkja betur
því ekki er vænna seinna — bráðum vetur,
og hjeðan af krota jeg aldrei ástaletur,
sem æskan skilur, eða nokkurs metur.
þú verður, seinust kvenna, yrkisefni-------
ein einasta kanske til, sem jeg ei nefni!
Hvort þetta skeður alt og á að rætast,
eitt er víst, að brosið þitt er sætast.
Ölkofrar yngrí,
i.
Jeg mæti’ honum hjer, jeg mæti’ honum þar —
en aldrei hann er þar sem áður hann var.
Innfrá hjá Rauðará,
útfrá hjá Slipp,
hipp, hipp!
Eða í Vonarstræti ?
Lítill, ljettur á fæti.
og einkennum öld eftir öld, hún er trúuð og
íhaldssöm, en hún er traust, kjarnmikil og
veit hvað hún vill. Ferðamaðurinn virðir
einkenni þessa fólks fyrir sjer með aðdáun,
og það er sama hverrar skoðunar hann er,
eða hvaða stefnu hann fylgir, hann hlýtur
að yfirgefa Alpabúana fullur lotningar og
virðingar.
25. nóv. 1932.