Lögrétta - 01.07.1933, Side 39

Lögrétta - 01.07.1933, Side 39
173 LÖGRJETTA 174 hann sóttist eftir og hlaut fyrri hluta æfi sinnar erlendis, eru nú að mestu gleymd. Aftur á rrioti er það kveðskapurinn, sem lifir. Hann hefur haldið nafni Gríms uppi og mun enn gera það um langan aldur. Nú skip- ar Grímur sæti meðal bestu ljóðskálda okk- ar frá 19. öld. Ekki er úr vegi að geta þess, hverjar við- tökur hið fyrsta litla ljóðasafn þessa víð- kunna og þjóðfræga sextuga manns fjekk hjer. Þegar það kom út, stóð svo á, að Grím- ur, sem þá hafði um hríð verið ritstjóri „ísafoldar“, hafði lent í hvössum deilum út af þingkosningum við annan ritstjóra, Jón Ólafsson, sem þá var ungur að aldri, þrjá- tíu árum yngri en Grímur, og bauð sig nú í fyrsta sinn fram til þingmennsku. Grímur hafði ráðist mjög illhryssingslega á hann í ,,ísafold“ og andmælt kosningu hans, enda var keppinautur Jóns um þingmannssætið náfrændi Gríms. Jón sigraði í kosningabar- áttunni og svaraði árás Gríms með látlaus- um skósum og eltingaleik við hann í blöðum sínum á næstu árum. M. a. tók hann fyrir kvæðasafn hans og reif það niður. Grími var, eins og kunnugt er, stirt um rím, svo að gallarnir á kveðskap hans að því leyti liggja öllum í augum uppi. Það var því auð- velt, að benda á þá og gera sem mest úr. Og Jón gerði hnittnar skopstælingar af rím- göllum Gríms, sem margir skemtu sjer við og hlógu að. En ekki hef jeg getað fundið, að nokkur hafi svarað ritdómi Jóns, svo ó- sanngjam sem hann þó var, eða skrifað vörn fyrir kveðskap Gríms, og sjálfur gerði hann það ekki heldur. Jón mun líka altaf hafa verið fús til að viðurkenna órjettmæti ritdómsins. Hann sagði það löngu síðar, að íikkert íslenskt ljóðasafn væri eins vel út gefið og ljóðasafn Gríms frá 1880. Þegar annað ljóðasafn Gríms kom út, hjá Gyldendal, var jeg á háskólanum í Kaup- mannahöfn. Þorlákur Jónsson frá Gautlönd- um, fóstursonur Gríms, las prófarkir af því, en fór heim snögga ferð áður því væri lokið, og fjekk mig til að fara vfir það, sem eftir var. Síðan bað útgefandinn mig áð skrifa um bókina í Berlingatíðindi og jafnframt um Úrvalsrit Sigurðar Breiðfjörðs, sem komu út um sama leyti hjá Gyldendal, og gerði jeg það, en nafnlaust. Grímur skrifaði dr. Jóni Þorkelssyni og spurðist fyrir um, hver væri höfundur greinarinnar. Sagði hann eitthvað á þá leið, að þar væri í fyrsta sinni skrifað af nokkru viti um kveðskap sinn, og er það merkilegt, að hann skyldi rneð nokkrum sanni geta sagt slíkt hálfátt- ræður. En þegar þetta ljóðasafn hans kom heim, var þess mjög loflega getið í flestum blöðum landsins og Grími þá skipað í það sæti, sem hann átti og hefur síðan haldið í íslenskum bókmentum. En næsta ár andað- ist hann. Það helsta, sem um Grím hefur verið skrifað, er æfisaga hans í „Andvara" 1898, eftir dr. Jón Þorkelsson skjalavörð, og allít- arleg grein um skáldskap hans, eftir Sig- urð prófessor Nordal, í „Eimreiðinni“ 1923. Eru honum í þessum tveimur ritgerðum gerð góð skil, bæði sem manni og skáldi. Höfundur æfisögunnar ritar um hann af nærri því ofmikilli aðdáun, ef svo mætti segja, því hann virðist hvergi eygja blett nje hrukku á hæfileikum Gríms nje fram- ferði hans. En Grímur var sjerkennilegur gáfumaður og einrænn, bæði í lífi sínu og í bókmentunum. Hann hafði mikla kosti, en líka töluverða galla. Hann er fæddur á Bessastöðum á Álfta- nesi 15. maí 1820. Faðir hans, Þorgrímur Tómasson skólaráðsmaður á Bessastöðum, var nafnkunnur maður á sinni tíð og átti sæti á fyrstu þingunum eftir að Alþingi var endurreist, stórbrotinn maður nokkuð og einkennilegur, að því er ýmsar sagnir segja, en móðir Gríms hjet Ingibjörg Jóns- dóttir prests í Görðum á Álftanesi, systir Gríms amtmanns á Möðruvöllum, talin gáf- uð kona og mikilhæf. Þau foreldrar Gríms voru vel efnuð og skorti hann því ekkert á uppeldisárunum, og á námsárunum erlendis er sagt, að hann hafi verið vel úr garði gerður að heiman. Hann var þó ekki settur í Bessastaðaskóla, heldur komið fyrir til náms hjá Árna biskupi Helgasyni í Görðum á Álftanesi og tók Grímur stúdentspróf hjá honum 17 ára gamall vorið 1837. Fór svo samsumars á háskólann í Kaupmannahöfn og byrjaði á laganámi, en hætti brátt við það og fór að stunda heimspeki og fagur-

x

Lögrétta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.