Lögrétta - 01.07.1933, Síða 40
175
LÖGRJETTA
fræði. 1841 hlaut hann verðlaun háskólans
fyrir ritgerð um franskan skáldskap, og kom
hún út á prenti tveimur árum síðar. En
próf í fagurfræði og heimspeki tók hann
1845 og hlaut litlu síðar meistaranafnbót
fyrir rit um enska skáldið Byron lávarð.
EJkki var bað þó prentað fyr en níu árum
síðar, og var þá ákveðið með konungsúr-
skurði, að meistaranafnbótin skyldi jafn-
gilda doktorsnafnbót.
Námi Gríms við háskólann er þá lokið
eftir átta ára veru þar, og er hann þá hálf-
þrítugur að aldri. Á þeim árum hafði hann
kynst mörgum helstu mentamönnum Dana
og tók yfir höfuð miklu meiri þátt í dönsku
mentalífi en algengt var um íslenska stú-
denta þá, ritaði töluvert á dönsku og vann
sjer álit fyrir gáfur og lærdóm. Vorið 1846
veitti konungur honum 1200 ríkisdala styrk
til ferðalaga erlendis, og var það á þeim ár-
um talin mjög rífleg styrkveiting, en hún
var veitt í því skyni, að Grímur fullkomn-
aði þekkingu sína á nýju málunum. Var hann
nálægt tveimur árum í því ferðalagi, fór
suður á Ítalíu og dvaldi síðar um tíma í
París og þar næst 1 Lundúnum, en kom heim
til Kaupmannahafnar 1848. Stjórnmálahreyf-
ingar voru þá miklar í Danmörku, og segir
Jón Þorkelsson í æfisögu Gríms, að hann
hafi verið framarlega í flokki þeirra manna,
sem gengust fyrir myndun nýs ráðaneytis
eftir ríkistöku Friðriks konungs VII. Fjekk
þá Grímur fasta stöðu í utanríkisráðaneyt-
inu og var um hríð aðstoðarmaður sendi-
herra Dana í Brússel og Lundúnum. Hann
var þá 28 ára gamall. Eftir það gegnir hann
störfum og embættum í utanríkisráðaneyt-
inu nálægt 20 árum og er þá að sjálfsögðu
allmikið riðinn við dönsk stjórnmál. Hann
dvaldi als 30 ár erlendis, en kom þó oft á
þeim árum heim hingað á sumrum, að minsta
kosti 8 sinnum, tvisvar á námsárum og sex
sinnum eftir að þeim lýkur. Hjer heima er
hann nær 30 síðustu æfiár sín og fór aldrei
utan allan þann tíma.
Á námsárunum við háskólann fjekst Grím-
ur nokkuð við ljóðagerð á íslensku. En hann
hverfur brátt að því, að skrifa fremur á
dönsku. Helstu ritsmíðar hans eru þær, sem
þegar eru nefndar, og aðalverkið er ritið um
176
Byron. Hann skrifaði í danskt tímarit góða
ritgerð um Bjarna Thorarensen og ljet
fylgja henni nokkrar þýðingar á kvæðum
hans, sem eru aftur á móti ekki vel gerðar.
Það er og sagt, að hann hafi fyrstur manna
haldið H. C. Andersen fram sem skáldi í
Danmörku. En mjer eru ekki kunnar rit-
smíðar Gríms á dönsku og leiði jeg því hjá
mjer að minnast þeirra nánar. Það er ekki
heldur getið annara ritsmíða eftir hann en
þeirra, sem hjer hefur verið minst og eru
frá yngri árum hans, og því næst að ætla,
að hann hafi lítið ritað á dönsku eftir að
aldur færðist yfir hann.
Á fyrstu árum hans ytra hneigðist hug-
ur hans mjög að ,,Fjölnis“-mönnum, þeim
Jónasi, Brynjólfi og Konráði. Tómas Sæ-
mundsson var kominn heim til íslands þeg-
ar Grímur kom á háskólann. Grímur er því
sem næst jafnaldri Jóns Thoroddsen og kom
til háskólans tveim árum á undan honum
og aðeins fimm árum á eftir Jónasi Hall-
grímssyni þótt Jónas sje fullum tólf árum
eldri. Grímur las þá af kappi útlend skáldrit
og fjekst nokkuð við kvæðaþýðingar. En
miklu er hann stirðari þýðari á þeim árum
en síðar, á elliárunum. í nýlega prentuðu
brjefi frá Jónasi Hallgrímssyni til Konráðs
Gíslasonar má sjá, að Grímur hefur í fyrstu
þýtt byrjunina á kvæðinu ,,Hafið“ eftir
Byron, svona: „Aflmikill stormur yfir hafið
skríður — og rótar upp þeim aldna, gráa
sjá“. En síðan hefur hann lagað þýðinguna:
„Aflmikill stormur yfir hafið skríður, erj-
andi djúpt hinn gróðurlausa sjá“. Hin al-
lcunnu erfiljóð Gríms eftir Jónas Hallgríms-
son eru framúrskarandi fallegt kvæði og
ber með sjer mörg af bestu skáldeinkennum
Gríms, einnig það, hve snjalt hann getur
kveðið, þegar því er að skifta. Hann hefur
kveðið erfiljóð eftir þá alla, Jónas, Brynjólf
og Konráð. En Konráð lifði fram á elliár
Gríms. Kvæðið um hann er aðeins þrjú
stutt erindi. En það er fullkomið meistara-
verk, og kemur þar enn fram hið mikla dá-
læti, sem Grímur hafði í æsku á Fjölnis-
mönnunum.
Kveðskapur Byrons lávarðar hafði mikil
og víðtæk áhrif á yngri árum Gríms, og
doktorsritgerð hans um Byron sýnir, að