Lögrétta - 01.07.1933, Síða 42
179
LÖGRJETTA
180
„Ávarp til fósturjarðarinnar úr framandi
landi“, þar sem hann segir, að hvert sem
leið sín eigi að liggja og ,,þó hann eigi bein
að bera á blómum klæddri suðurströnd“, þá
skuli hann ætíð muna ættland sitt. Kvæðið
er aðeins tvö erindi og hið síðara svohljóð-
andi:
„I átthagana andinn leitar,
þótt ei sje loðið þar til beitar,
og forsælu þar finnur andinn,
þótt fátækt sje um skógar högg.
Sá er bestur sálar gróður,
sem að vex í skauti móður.
En rótarslitinn visnar vísir,
þótt vökvist hreinni morgundögg".
Þetta kvæði talar sínu máli, og vitnisburð-
ur þess um hugarfar Gríms, þegar það er
ort, verður ekki vefengdur. Nokkru síðar
yrkir hann ættjarðar-vísurnar: „Hún er fög'-
ur — með fanna kögur — um fjalla brún“
o. s. frv. Hann er hjer heima parta úr árun-
um 1857, 1861, 1862 og 1866, og af kvæðum
hans má ráða, að hann hafi þá ferðast tölu-
vert um landið. Þá yrkir hann kvæðin „Á
Sprengisandi“: Ríðum, ríðum, rekum yfir
sandinn, og „Sólheimasandur“: Svo ríddu
þá með mjer á Sólheimasand, bæði frá 1861
og bæði meðal alkunnustu söngljóða okkar
enn í dag. í „Leiðslu“, sem er frá næsta ári
á eftir, lýsir hann því, hve heillaður hann
hafi orðið af huldukonunni undir Eyjafjalla-
jökli, svo að hann geti engu öðru sint en
söngum hennar.
„Fossa og fanna skriður,
fjallabunu niður,
golu hjal við grundar blóm,
brim og báru harmur,
blíður fugla jarmur,
alt i hennar heyrist róm“.
Frá þessum árum eru líka víkivakakvæð-
in: „Jólasumbl“: I heiðnum og í helgum
sið, „Haugganga Hálfs konungs“: Finn jeg
afl að farið er, — frægðar runnin sól, „Álfa-
dans“: I tunglsljósi á ís yfir Tungufljót jeg
reið; ennfremur „Skúlaskeið“, „Skúli fó-
geti“, „Eiríkur formaður“ og „Goðmundur
á Glæsisvöllum“. Alt eru þetta kvæði, sem
sýna, að hugur mannsins, sem á æskuárun-
um leitaði út á við og sóttist eftir frægð og
frama erlendis, er nú að hverfa heim aftur,
finnur til tómleika og leiðinda í glaumnum,
sem hann fyr sóttist eftir, og finst nú að
hann sje að visna þar eins og rótarslitinn
vísir og að sálargróðurinn sje bestur í móð-
urskautinu. „Undir Eyjafjalla — öldnum
jökulskalla — vil jeg aldur ala minn“, segir
hann í „Leiðslu“. Og í „Goðmundi á Glæsis-
völlum“, sem er ort tveimur árum áður en
hann fluttist heim, gerir hann loks til fulln-
ustu upp reikningana. f ramma frá fornöld-
inni lýsir hann því í þessu ógleymanlega
kvæði, hvemig hann lítur á það líf, sem
hann hafði valið sjer og kept að á æskuár-
unum, og endar með því, að nú sje hann að
sleppa þaðan „kalinn á hjarta“.
Grímur kom til Reykjavíkur 26. júlí 1867
og settist þá að hjer. Hann hafði eignast
Bessastaði við jarðaskifti rjett áður en hann
fór frá Kaupmannahöfn, en þeir höfðu til
þessa verið konungs eign, allt frá dögum
Snorra Sturlusonar. Næsta vor byrjaði
Grímur þar búskap, og tveimur árum síðar
kvæntist hann Jakobínu Jónsdóttur prests
Þorsteinssonar frá Reykjahlíð, og bjuggu
þau síðan á Bessastöðum í fullan fjórðung
aldar, en frægð Gríms sló á þeim árum
nýjum bjarma yfir hið forna höfuðból. Ekki
var hann þó talinn neinn framtaksmaður
í búskapnum. En honum leið þar vel, og
hann mun hafa unað þar vel hag sínum.
Hann var höfðingi heim að sækja; var gest-
kvæmt mjög hjá honum og gestrisni mikil
að kunnugra sögn, og þá allt uppi látið, og
þegar sent í kaupstaðinn, til Hafnarfjarðar,
ef upp gekk eða á skorti.
Eftir heimkomuna átti Grímur lengi sæti
á Alþingi, alls yfir 20 ár, og framan af
þingsetutíma sínum mun hann hafa haft
þar töluverð áhrif. 1885 var hann forseti
l'ingsins. Hann var íhaldsmaður, bæði í
sjálfstæðismálum og fjármálum, og and-
stæður Jóni Sigurðssyni meðan þeir voru
saman á Alþingi. Hann varð og ekki vinsæll
í hópi þingmanna, og gengu lengi sögur um
það, hve óvægilega og að margra dómi
ómaklega hann rjeðist á einstaka þingmenn,
sem ekki voru færir um að mæta honum
á því sviði, en hrökk til baka, ef harðlega
var á móti tekið. Hef jeg heyrt þingmenn,
sem honum voru samtíða, minnast á þetta,