Lögrétta - 01.07.1933, Qupperneq 43

Lögrétta - 01.07.1933, Qupperneq 43
181 LÖGRJETTA 182 og jafnan meira til lasts en lofs. Páll ólafs- son skáld sat á þingi með Grími eitt eða tvö ár. Jeg heyrði hann segja frá því, að Grímur hefði viljað vera sjer sem allra bestur. En samt fjell honum ekki við hann á þinginu. Hann sagðist einu sinni hafa spurt hann að því, hvers vegna hann væri svo áleitinn og illvígur við einhvern sam- þingismann þeirra, sem Grímur var þá alt- af að skósa, mig minnir að það væri Egg- ert Gunnarsson. En Grímur sagði, að hann væri sjer svo ógeðfeldur, að hann gæti ekki sjeð hann í friði, enda þyrfti líka að taka í hann. „En við þá, sem mjer líkar vel við, eins og þig, geri jeg þetta aldrei“, bætti hann við. — „Hann bauð mjer margoft heim að Bessastöðum“, sagði Páll, „en jeg fór aldrei“. Grímur var um nálægt þriggja ára tíma- bil, 1878—81, ritstjóri „ísafoldar“ í fjar- veru Björns Jónssonar, sem var útgefandi blaðsins. En engin veruleg spor hefur hann látið eftir sig í blaðamenskunni. Hið sjer- kennilegasta eru nokkrar greinar um ýmsa merkismenn eldri tíma, og svo kvæði hans, sem þar birtust. Matthías Jochumsson var samtíða honum ritstjóri „Þjóðólfs“. Þeir voru mjög ólíkir menn. En á þessum árum var skáldfrægð Matthíasar mjög að vaxa. Grími fanst minna til um kveðskap hans en mörgum öðrum, og að minsta kosti einu sinni skrifaði hann allsnarpa skopgrein um ljóðagerð Matthíasar, og er þar, svo sem vænta mátti, fundvís á gallana. Er þetta eina árásin, sem jeg hef rekist á hjá Grími á samtíða skáld, að undanteknum dómi hans um þýðing Eiríks Magnússonar á „Storm- inum“ eftir Shakespeare, sem kom fram nafnlaus í blaði á Akureyri. En Steingrímur Thorsteinsson sagði, að á Kaupmannahafn- arárunum hefði Grímur lastað skáldskap sinn og viljað gera sem minst úr honum. Aftur á móti urðu þeir kunningjar eftir að báðir fluttust heim, og í formála kvæða- safnsins frá 1895 þakkar Grímur Steingrími fyrir yfirlestur þýðinga sinni á grískum kveðskap. Grímur átti þátt í stofnun „Tíma- rits“ Bókmentafjelagsins og hefur skrifað í það greinar um ýmisleg efni. Hann var um eitt skeið varaforseti Þjóðvinafjelagsins, og um tíma amtráðsmaður Suðuramtsins. 1874 mun hann hafa staðið fyrir móttöku kon- ungs á Þingvöllum. Á vandaðri teikningu, sem til er frá þeim tíma, sjest Grímur á miðjum fleti lesandi upp ávarp til konungs. A öllu má sjá, að hans hefur ekki lítið gætt hjer í opinberu lífi á fyrstu áratugunum eftir að hann settist að hjer heima. En minnisverðasta starf hans er þó Ijóðagerðin á Bessastöðum. Hún kemur fram í kvæðasafninu frá 1895 og að nokkru í safninu frá 1906. Eru sagnakvæðin þar meginefnið. I þeim eru venjulega einstakar myndir úr fornum sög- um, mest norrænum eða íslenskum, dregn- ar beint út úr sögunum og settar fram í kjarnorðu rími. Stundum býr hann til skrautlegar umgerðir um efnið, t. d. í Ása- reiðinni: „Jóreyk sje jeg víða vega — velta fram um himinskaut, — norðurljósa skær- ast skraut“ o. s. frv. Byrjun kvæðisins er glæsileg umgerð um lýsinguna, sem á eftir fer, á flótta goðanna frá Norðurheimum. Kvæðið um Halldór Snorrason bætir í raun og veru engu við frásögnina í Heimskringlu um skilnað hans við Harald konung Sigurðar- son. En í fyrstu vísunni er lýsingin á Hall- dóri svo gagnorð og fast mótuð, að hún hlýtur að festast í minni: „Aldrei hryggur og aldrei glaður, — æðrulaus og jafnhugað- ur, — stirður var og stríðlundaður — Snorra son og fátalaður". Líkt er um Tókastúf, að það, sem fyrst og fremst festist í minni, er lýsingin á gamla manninum í byrjun kvæðisins: „Hver er þessi hrottinn hái, ■— sem hallast upp við dyrastaf?" o. s. frv. Viðureign Gláms og Grettis er lýst í kvæði Gríms eins og í sögunni, engu breytt og engin tilraun gerð til þess að leggja í hana nýjan skilning’, eins og hjá Matthíasi Joch- umssyni í Grettisljóðum. En lýsingin á draugnum er fyllri og ferlegri í kvæði Gríms en í sögunni. I kvæðinu „Jarlsníð“ gerir Grímur Þorleifi skáldi upp orðin, er hann kveður níðið um Hákon jarl, og fyllir með því út gömlu söguna, en þetta er eitt hið magnaðasta og kjarnorðasta af sagna- kvæðum Gríms. Því verður ekki neitað, að stundum eru þessar löngu, rímuðu frásagn- hans nokkuð þreytandi lestur. En haxm get-

x

Lögrétta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.