Óðinn - 01.07.1922, Blaðsíða 17

Óðinn - 01.07.1922, Blaðsíða 17
O'ÐINN 6S eru taldir upp heiðursgestir íslendinga þennan dag: Fylkisstjórnin í Manitoba, Borgarstjórinn í Winni- peg, æðsti konsúll Dana í Canada og Thomas H. Johnson. Er þessa hjer getið til að sýna, að allir flokkar V.-Islendinga eru samtaka í því, að votta honum virð- ing sína og viðurkenning þess, að hann sje einn allra mikilhæfasti maður, sem Vestur-íslendingar eiga. 2. ágúst 1922. Jón Jónsson frá Sleðbrjót. Sl Skáld-Rósa. (Sbr. sögu hennar, gefna út í Rvík 1912). Hún átti svo barnglaða, leikandi lund, og lýsti sem röðull um vordegisstund með óðsnild á æskunnar tungu. Oq heimilisdrunginn nam hörfa þar frá, er hláturinn geislaði' um ylhlýja brá. — Já, var ekki gaman í Vallasveit þá að vera með sveinunum ungu! En sálin var viðkvæm, og hjartað svo heitt, að hretviðri lífsins því fengu' ekki breytt, og seiðandi eldur í augum. Að sjá hennar hvelfda og svanhvíta barm, er sólskinið gleðinnar reifaði hvarm, og horfa á mjúkan og holdugan arm — það hitaði ungmennataugum. Og svona var hamingjan gjöful og góð, að glófegra vonir á elskunnar slóð hjá blikandi sælunnar brunni: Svo Rósa gaf alt, þeim sem ítrastur bar af ungmennahópnum í sveitinni þar. — I ástvinafaðminum vermandi var að vera; þeim stundum hún unni. Og svo gekk hún eitt sinn um árdegisstund að elskhugans beði með fagnandi lund og sælunnar sólskin í augum. — Úr ferð hafði' 'hann komið þá næstliðnu nótt með nýgifta brúði — það fór alt svo hljótt, svo konan við hjarta hans hvíldi nú rótt og heilluð af draumanna laugum. En Rósa var óvön hið óvænta' að sjá, og orkunnar neytti að komast þar frá til einrúms með hálfsprungið hjarta. Þá fann hún hve ekkinn er áreynslusár við útbrunna glóð hinnar fegurstu þrár. Það hrundu af augunum harmþrungin tár við hverfandi útsýnið bjarta. I öreigans baráttu, sakleysi svift, er sólgeislum vonanna burtu var kipt, var Rósu svo harðlega hrundið. Og þarna var enginn, sem bætti' hennar böl, og búa með öðrum var sárasta kvöl. Þá skildi' hún, hve almenningsandúð er svöl gegn öllu, sem hrösun er bundið. Hún kunni' ekki' að hata, en heitbatt það eitt, að honum það skyldi' ekki orsaka neitt til hnekkis á virðingu' og valdi. Og sjálfa sig leggja í sölurnar hlaut í sambúð við- kuldann á myrkursins braut. En hann var í sólskini' og sældarhags naut, og sjergóður aurana taldi. Að styðja hinn þurfandi ár eftir ár varð æfistarf Rósu, og þerra hvert tár hins grátna í saknaðarsorgum. Með brosið á vörum og ljóshlýja lund hún h'knaði öllum með græðandi mund. í hjarra þó sveið henni ólífis und, sem ólgaði' í minninga-borgum. Hver sá í það tárblandna saknaðardjúp, sem sífelt bjó undir þeim glaðværðarhjúp, er blikandi bragstraumar runnu? Hún valdi það hlutverk, að vera þeim góð, sem veröldin smáði með hæðninnar glóð. Og þess vegna að síðustu sigrandi stóð með sveiginn að dagsverki unnu. ]eg man hvað jeg hrygðist, að hugsa um alt þitt hlutverk í lífinu, dapurt og kalt, svo undarlega' ástraunaþrungið. í æsku þú kunnir að elska svo heitt, að óflekkuð sálin þín grunaði' ei neitt. — En þá er oft varmensku-vopnunum beitt, með vjelum í hjarta manns stungið. Dulinn.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.