Óðinn - 01.07.1922, Blaðsíða 9

Óðinn - 01.07.1922, Blaðsíða 9
OÐINN 57 Minnisvarðann, er lengst mun standa, reisti hann sjer sjálfur. Hann er sönn ímynd þess, hvað manngildis- maðurinn nær langt. Frá því að vera umkomulausi, fátæki afdaladrengurinn, nær hann til þess að verða einn mestmetni, afkastamesti og efnaðasti borgari annars stærsta bæjarfjelags landsins. Æskuhugsjónin rættist. B. B. Helgi ]ónsson Laxdal óðalsbóndi í Tungu á Svalbarðsströnd. Fæddur 5. janúar 1856. Dáinn 14. apríl 1918. Helgi ]. Laxdal. Hann var fæddur á Akureyri, og var faðir hans Jón skipstjóri Lax- dal, sonur GrímS bók- bindara Laxdals, ætt- aður frá Giljá í Húna- þingi. Var Jón faðir Helga albróðir Eggerts kaupm. Laxdals á Ak- ureyri, sem kunnur er um alt Norðurland fyrir greind og höfðingsskap. Ætt Helga sál. í föður- ætt og ætt skáldsins Gríms sál. Thomsens á Bessastöðum koma mjög saman, þótt hjer sje ekki rakið, og ættareinkennin víða auðsæ þeim, er báðar ættirnar hafa þekt og þekkja. Má til þeirra heimfæra orð Gr. Th., er hann kvað um Konráð Gíslason: „Forn í skapi, forn í máli" — „er sálir áttu settar stáli". Stál Laxdalsættarinnar er festa og trygð. — Móðir Helga sál., Elín, dáin 1918, var dóttir Helga sál. Helgasonar prentara í Viðey og á Akureyri, d. 1862. Móðurætt Helga sál. og föðurætt Geirs vígslubiskups á Akureyri má rekja saman, þótt hjer sje slept. En minst er þessa til þess að sýna, að af bergi góðu var Helgi sál. brotinn í báðar ættir. — Árið 1861 fluttist Helgi sál. með foreldrum sínum frá Akureyri út á Svalbarðsströnd, og var Ströndin síðan dvalarstaður hans til dauðadags. Árið 1862 misti Helgi sál. föður sinn, en 4 árum síðar giftist móðir hans aftur merkis- manninum Stefáni bónda og hreppstjóra í Tungu, er þar bjó samfleytt í 60 ár. Dvaldi Helgi á vegum móður sinnar og stjúpa, uns hann, 25 ára að aldri, giftist Guðnýju Grímsdóttur í Garðsvík, og byrjaði þá búskap í Garðsvík móti tengdamóður sinni, Sæunni Jónsdóttur, er þá var orðin ekkja. Samkvæmt dagbók Helga sjálfs var stofn sá, er byrjað var með, þessi: V2 kýr, 10 ær, 6 gemlingar, 1 hross. Svo sem gefur að skilja, var stofn þessi ærið lítill til lífsframfæris enda þótt kröfurnar þá væru á nokkuð annan veg en nú. Jafnframt búskapnum lagði Helgi þá stund á sjávarútveginn og gerðist skipstjóri á hákarlaskipi. Var þetta á þeim árunum, er sá útvegur var stund- aður með því harðfylgi og kappi hjer á Norðurlandi, sjerstaklega á Eyjafirði, sem alþekt er og eldri menn minnast oft. Saga þessa atvinnuvegar þyrfti einhvern tíma að skrifast, svo merk var hún, sjerstök og stór- feng. — Arið 1884 deyr Stefán hreppstjóri í Tungu, og/ taka þá þau hjónin, Helgi og Guðný, við þeirri jörð að öllu leyti. Bjó Helgi sál. úr því þar til dauða- dags, samfleytt 34 ár, lengst sem leiguliði, en síðustu árin sem sjálfseignarbóndi. .— Atta barna varð þeim hjónunum auðið; synir 2 dóu á unga aldri; 6 á lífi, öll hin mannvænlegustu: Grímur bóndi og oddviti á Gautsstöðum, Jóhánnes bóndi í Tungu, Jón ráðsmaður hjá móður sinni í Tungu, Bernhard í gagnfræðaskól- anum á Akureyri og Hlaðgerður og Anna ógiftar. Jeg hygg, að ekki sje nema einn dómur allra þeirra, er Helga sál. þektu, sá, að hann hafi verið í röð hinna greindustu og merkustu bænda hjer norðan- lands á sínum tíma, sannur íslenskur sæmdarbóndi á mörgum sviðum, ástríkur eiginmaður og faðir, er gerði býlið þekt á marga vegu, græddi það, prýddi og bætti, gerði það að fyrirmyndarbýli, þar sem öll- um gestum og gangandi, háum og lágum, var unum að koma og dvelja. Enda hafði hann þar sjer við hönd konu, sem er sjerstök að mannkostum og mann- gildi. Gestrisnin í Tungu var engin uppgerð. Fram- koma, samræður og ljúfmenska húsbóndans var með þeim hætti, að maður gleymdi því, að maður var gestur. En í þessu efni myndu þó skýrast tala hraktir og þreyttir menn, og málleysingjar austan Vaðlaheiðar á haustdaginn, væru þeir spurðir eða þeim ekki varnað málsins. Hinu ytra manngildi Helga sál. lýsa verk hans og störf í Tungu. Sjón er þar sögu ríkari, og sjón margra hefur þar komið til. Hlaut hann líka í lifanda lífi opinbera viðurkenningu þessa, þar sem hann tvívegis — 1904, og aftur 1911 — fjekk verð- laun úr Ræktunarsjóði íslands fyrir unnar jarðabætur, og þess utan það, sem fæstum hlotnast, verðlaun úr Styrktarsjóði Kristjáns konungs IX.. 1905, »jafnt fyrir

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.