Óðinn - 01.07.1922, Blaðsíða 36

Óðinn - 01.07.1922, Blaðsíða 36
84 OÐINN Oröabók Sigfúsar Blöndal. Á þessari mynd eru Sigfús Blöndal orðabókarhöfundur og þeir, sem með honum unnu meira eða minna að orðabók hans, meðan hann starfaði hjer heima á árunum 1917—18. Siljandi eru, taldir frá vinstri röð: Holger Wiehe, Sigfús Dlöndal og Jón Ófeigsson. En standandi aftan við þá: Pjetur Sigurðsson stúdent, Steinþór Guðmundsson, nú skólastjóri á Akureyri, Björn Karel Þórólfsson, nú bókavörður í Khöfn, Sfeinunn Bjarnadóttir, nú við nám í Englandi, Arni Sigurðsson, nii fríkirkjuprestur í Reykja- vík, og Þorbergur Þórðarson málfræðingur. Fyrri helmingur orðabókarinnar, sem er íslensk með dönskum þýðingum, er nú nýkomin út, og er mikið verk. Á titilblað- ina eru, auk nafns höfundarins, þrjú önnur nöfn: frú Björg Þ. Blöndal, kona höfundarins, Holger Wiehe, þá docent við Há- skólann hjer, og Jón Ófeigsson kennari við Mentaskólann, og segir höf. að þau hafi verið aðalhjálparmenn sínir við verkið. Hefur S. B. lengi unnið að þessari bók. En hjer heima hefur J. Of. sjeð um prentun hennar. Bókin er prentuð í Gutenberg- prentsmiðju og útgáfan hin vandaðasta. Hún er gefin út með styrk af ríkissjóðum Danmerkur og Islands. Svo höfðum við töluverðan matarforða með okkur, ef við skyldum teppast eitthvað, og byssur til þess að skjóta með, ef við sæjum eitthvað það, sem við þyrft- um byssur á. Tvo báta höfðum við, ef ske kynni að við mistum annan frá skipinu og til frekari þæginda. Sagir höfðum við, til að saga með sundur trjen, og koma þannig vissum lengdum í lestina. Og svo ýms önnur nauðsynleg verkfæri og áhöld. Veðrið var milt og gott, og næstum alveg báru- laust, þó sá ekki til sólar. Fram hjá Grímsey vestan- verðri fórum við á 1. tímanum eftir hádegi; sáum nóga síld, sem óð í torfum hjer og þar á Grímseyj- arsundinu. Allir voru hinir glöðustu. Klukkan 4 s.d. hvarf Grímsey. Var ísland þá með öllu horfið, og ekkert að sjá, nema himin og haf alt í kring. 70 sjó- mílur undan, eða frá Strákum, sáum við nóga sild. Það leit út eins og í vatnspotti, sem suðan er rjett að koma upp í. Síldin óð — að eins fáeinar í stað, en alt í kring á mjög stóru svæði. Dagurinn leið með nokkurnveginn sama veðri, að- eins lítið eitt vaxandi austanöldu, þangað til kl. 9 um kvöldið. Þá skall yfir svo dimm þoka, að við urðum að hafa mann á verði fram á. Alt var þögult hjer í þessu náttúrunnar ríki, að undanteknu skipinu, því það eina, sem rauf þögnina, voru skellirnir í vjelinni og fossarnir út undan brjóst- um skipsins. Af spendýrum höfðum við að eins sjeð eina hrefnu • ,

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.