Óðinn - 01.07.1922, Blaðsíða 40

Óðinn - 01.07.1922, Blaðsíða 40
88 OÐINN versta er, að venjulega stendur þar upp á. í þessari vík er auðvitað Iangmest af þeim rekaviði, sem er á Jan Mayen. Landið upp frá Rekavík er einkennilega fagurt. Norðaustan við víkina gengur höfði allmikill fram í sjó. Var hann fyrst, þegar menn hafa sögur af, kipp- korn frá landi, en er nú tengdur við land með mjóu sandrifi, er jökullinn á Djarnarfjalli hefur borið fram og myndað, í samfjelagi við öldur sjávarins. Höfði þessi er sem sje fram af þeim hluta eyjarinnar, sem myndar fjallið (jökulinn) Bjarnarfjall. Upp frá víkinni er allbreiður sandur, einkennilega dökkblár að lit. Vestan við víkina eru klettar og hraun, sem gengur alveg fram í sjó. Þar upp af er fjall nokkurt, er »HannfjalI« heitir, um 500 m. hátt. Efst uppi eru þverhnýptir klettar alt í kring, með sljettum, mosa- vöxnum fleti ofan á, en tómar sandskriður, blásvartar að lit, fyrir neðan á þrjá vegu, og stendur ekkert upp úr sandinum, annað en nokkrir eldbrunnir steinar og fáeinar blómplöntur hjer og þar. Þarna við Rekavík er einhver fallegasti hluti eyjarinnar, t. d. að standa austan í Hannfjalli og horfa út yfir vatnið, með Djarn- arfjall í baksýn. I hrauninu vestan við víkina fann jeg leifar af .gömlum kofa, sem jeg áleit fyrst að væri eftir Hol- lendingana, sem dóu þar 1634, en komst að því síð- ar, að það var ekki rjett. Veit jeg ekki með vissu, hvernig á kofa þessum stendur. Sem einn veggur kofans hefur verið notaður stór klettur, en hinar hlið- arnar hlaðnar úr minni sleinum, og voru farnar að hrynja. Vfir þessu — sem þak — Iágu svo spýtur og staurar, teknir þar úr fjörunni í kring. Var sumt af þessum röftum fallið inn. Inni var hálffult af sandi, sem jeg rótaði í, en fann ekkert. Við dyrnar lágu glerbrot úr flöskum o. fl. þ. h., og úti fyrir partur af ár og nokkrir hálfbrendir trébútar, og hlóðir úr steinum. Heim á leið sneri jeg. Fór jeg nú aðra leið: í gegnum skarð, sem gengur þvert yfir eyna, milli Rekavíkur og Maríuvíkur, þar sem eyjan er mjóst. Rjett austar er annað skarð, og milli þessara tveggja skarða rís upp úr miðri eynni mjög einkennilegt fjall, algult að lit (mosavaxið) og eins og keila í laginu, og nefni jeg það því »Keilu«, um 400 m. á hæð. Altaf var þokan jafnniðdimm uppi á hálendinu, og nístings kuldastormur, enda áliðið daginn. Og þegar jeg kl. tæpt 10 um kvöldið kom heim aftur í Norður- vík, var jeg svo uppgefinn, að jeg gat varla staðið á fótunum. Engan hafði jeg refinn sjeð á ferðalaginu, og hafði jeg augun þó vel opin, og ekki vantaði mig byssuna, eða skotfærin. Aftur á móti náði jeg í ofur- lítið af plöntum, og nokkrar ljósmyndir. Næsta sólarhring, þriðjudaginn þann 30., var ofsa suðaustanrok alla nóttina og fram undir kvöld. Skipið dró legufærin hvað eftir annað, svo við urðum stöð- ugt að færa okkur til grunns. Seinni partinn fórum við samt þrír í land, til þess að koma trjánum fram í skipið, sem komin voru niður í flæðarmálið. Negld- um við trjen á snúru, eitt og eitt í stað, stjökuðum á flot, og höfðum svo hldrátt úr skipinu. Var þetta heil- mikil halarófa að sjá. Annað var ekki hægt áð gera þann dag fyrir ofveðri. Þann 31. var besta veður. Að vísu var hvast um nóttina, en þegar á morguninn leið, gerði logn. En þokan var sú sama fyrri partinn og hún hafði verið undanfarna daga. Annars er þriðjudagsveðrið þ. 30. júlí á Jan Mayen eitthvert það undarlegasta veður, sem jeg man eftir. Samfara þessu ofsaroki var svo dimm þoka, að ekki sást upp í fjöruna með köflum, og vorum við þó oft ekki meira en 100 m. frá fjöru- borðinu. Fyrri part miðvikudagsins var jeg að hjálpa til við viðinn. En þegar þokunni ljetti, eftir hádegið, fór jeg í land og gekk upp á hálendið. Sá jeg nú talsvert lengra en áður: Vfir allan miðhluta eyjarinnar, norð- austur að jökli (Djarnarfelli), sem var hulinn þoku að ofan. Var það mjög fögur sjón. Sá jeg bæði ofan í Maríuvík og Rekavík og út yfir hafið til beggja handa. Þessa sjón gat jeg ekki stilt mig um að draga upp. Næst mjer var ofurlítil hásljetta, lengra í burtu fell og fjöll, bæði gul, rauð og blá á lit, með víkurnar beggja vegna, og lengst á bak við: Djarnarfjall, hulið þolu að ofan. Til suðvesturs sá jeg aftur á móti lítið sem ekkert, vegna þoku, sem hvíldi á fjöllunum þar, sem líka voru mikið hærri en hálendi það, sem jeg fór um. Fimtudaginn þann 1. ágúst var veður ágætt: hlýtt og Iogn, en þoka við sjóinn, sem þó hvarf að mestu seint um kvöldið. Þó var þokan aldrei þykkri en svo, að altaf sást til sólar upp úr henni. Jeg var að hjálpa til við viðinn til miðdegis, en kl. 3 e. h. lagði jeg enn af stað upp á eyna. Höfðum við nú fært okkur lengra vestur í Norðurvíkina, þann hluta hennar, sem heitir Timburvík. V/ar í þetta sinn mjög bratt upp að ganga í skriðum og klettum og mátti engu muna að það yrði ekki mín síðasta ganga hjerna megin. Jeg var sem sje nærri hrapaður í klettunum. Þó komst jeg upp úr þeim og lofaði þá guð fyrir lífgjöfina. Upp úr þokunni var jeg kominn, og sá framundan mjer hátt og mikið fell. Þangað stefndi jeg. Hjelt jeg

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.