Óðinn - 01.07.1922, Blaðsíða 30

Óðinn - 01.07.1922, Blaðsíða 30
78 ÓÐÍNN fullkominn, hinn guðdómlegi andi. Hann hlýtur að vera hafinn yfir takmörkunina, eins og sjerhver er hafinn yfir eða er meiri því verki, sem hann vinnur. Onnur merking ormsins. En mynd ormsins hefir einnig aðra merkingu 1 hinum ýmsu trúarbrögðum. Hún er látinn vera þar á stundum sem tákn hinnar guðdómlegu visku. Aðalástaeðan fyrir því, að hún hefir verið valin, til þess að vera viskutákn, segir mad. H. P. Bla- vatsky, mun vera sú, að höggormar eða nöðrur hleypa hömum. Hin guðdómlega viska hleypir einnig iðulega hömum, það er að segja: steypir af sjer ytri gerfum, þegar þau eru farin að þrengja að henni. En gerfin eru hin ýmsu trúarbrögð og heimspekisstefnur, sem hún hefir íklæðst. Það var altítt í fornöld að þeir menn voru kallaðir högg- ormar, nöðrur eða nöðrusynir, sem taldir voru afburða vitr- ingar eða heilagir fræðarar. Þessu var að minsta kosti þann veg farið með Fornegyptum og Kaldeumönnum. Og enn í dag eru þeir nefndir nöðrur (nagas) austur í Indíalöndum. Syndafallssagan í heil. ritningu getur einnig um nöðru eða högfform. Eins og kunnugt er, hefir höggormurinn verið skoð- aður sem ímynd Satans eða jafnvel sem sjálfur Satan, að minsta kosti í hinum alþýðlegu kristnu fræðum. Þó er hann lát- inn boða formóður allra manna fagnaðarboðskap ódauðleika og dómgreindar. Hann er látinn segja Evu, að mennirnir deyi ekki og öðlist „skyn góðs og ills", ef þeir neyti ávaxtar af viði skilningsins. Og hvað svo sem hinni sönnu dómgreind kann að líða, þá Iifa kristnir menn yfirleitt í þeirri trú, að þeir deyi ekki, þótt „hin jarðneska tjaldbúð" hrörni og verði að „ormafæðu", heldur sjeu ódauðlegir, eins og höggormurinn sagði. Það er mjög Jíklegt, að Gyðingar hafi margir hverir skoðað höggorminn eða nöðruna sem ímynd viskunnar, eða rjettara sagt sem viskutákn og hafi fengið þá skoðun hjá Egyftum, ef þeir hafa þurft að fá hana nokkurstaðar að. Eða hvers skyldi Jakob Isaksson hafa verið að óska Dan syni sínum eða kynkvísl hans, er hann leggur blessun sina yfir hann? Hann segir: „Dan mun rjetta hluta þjóðar sinnar, eins og hver önnur ættkvísl Israels. Verði Dan höggormur á veginum og naðra i götunni, sem hælbítur hestinn, svo að reiðmaðurinn fellur aftur á bak". Engum heilvita manni getur dottið í hug, að Jakob hafi, í stað þess að leggja blessun yfir þennan son sinn, reynt að leggja það á hann, að hann yrði að skriðdýri, eða að hann hafi þráð, að hann og kynkvísl hans yrði að höggormum og nöðrum til verndar öðrum niðjum hans á ókomnum öldum. Og það bæri ekki heldur vott um ýkjamikinn siðferðisþroska hjá þessum „æruverða" forföður hinnar útvöldu þjóðar guðs, ef hann hefði verið að óska óyni sínum og niðjum hans, að þeir yrðu allir sönn ímynd fláttskapar og undirhyggju. Hitt er sennilegra, að nöðrur og höggormar hafi verið í augum hans tákn viskunnar eða vitringa og að hann hafi verið að biðja syni sínum og niðjum hans sannrar visku til viðhalds Israels- þjóðinni. Og Kristur minnist líka á höggorma í „þrurnræðu" sinni í tuttugasta og þriðja kapítula Matteusar guðspjalls. Þar kallar hann fróðustu menn þjóðar sinnar „höggorma og nöðru- afkvæmi", mennina, sem höfðu kafað dýpst niður í hin guðdóm- legu fræði eða viskulindir þjóðarinnar — en breyttu ekki eftir þeim. Það var meinið. Hví skyldi hann hafa kallað Fariseana höggorma? Líklega sökum þess, munu menn segja, að þeir hafi verið í augum hans sem ímynd hræsninnar, skinhelginnar og undirhyggjunnar. Og vera má að þetta sje rjett. En hví skyldi hann kalla þá nöðruafkvæmi ? „Enginn gera að því kann, út af hverjum fæðist hann", segir í vísunni. Það sam- rýmist illa þeirri hugmynd, er vjer verðum að gera oss um þennan guðdómlega fræðara mannkynsins, að hann hafi verið að brígsla nokkrum hinna andlega þröngsýnu bræðra sinna, Fariseunum, um ætterni þeirra. Auk þess sem hjer sýnist vera um svo öfgakend brígslyrði að ræða, að þau ná blátt á- fram ekki nokkurri átt. Farisearnir voru menn, en ekki högg- ormar. Og feður þeirra voru Iíka menn, en ekki skriðdýr, nema því að eins, að menn vildu skjóta hjer einhverjum lang- sóttum darwinskum skýringum að þessum torskildu ummælum, sem Kristi eru eignuð. En það er ekki sennilegt, að nokkrir verði til þess og getum vjer því slept þeim að svo stöddu. Væri þá ekki skynsamlegra að leggja einhvern annan og æðri skilning í þessi orð meistarans? Gætum vjer ekki alveg eins skilið þau eitthvað á þessa leið: „Þjer Farisear, þjer, sem eruð lærðir í hinum guðlegu fræð- um, eruð því sjálfir það, sem vjer köllum höggorma, og komniv út af nöðrunum, það er að segja, hinum guðdómlegu spámönn- um, þjer komist ekki hjá því, af því að þjer breytið á móti betri vitund, að verða að þola þrautir eftir dauðann". (Les: Matt. XXIII, 33). Og svo sjest þar á ofan, að Kristur hefir skoðað „höggormana" sem fyrirmyndir, sem vert væri að líkjast, eða með öðrum orðum: Hann hefir kallað sannvitra menn eða spekinga höggorma, eins og gert hefir verið frá alda öðli í Austurlönd- um. Flestir munu kannast við, að hann brýndi það fyrir læri- sveinum sínum að vera hyggnir eða kænir sem höggormar. Engum getur dottið í hug, að hann hafi verið að stinga því að lærisveinum sínum að vera slægir og undirförulir. Hitt er miklu líklegra, að hann hafi verið að áminna þá um að Ieggja stund á visku, svo að þeir yrðu hæfir andlegir leiðtogar manna. Verið vitrir sem höggormar, það er að segja vitrir sem hinir mestu vitringar og jafnframt lausir við alla undirferli og slæg- visku sem ímynd sakleysisins, dúfurnar. Frásagan í Sæmundar-Eddu um Fáfni sýnir einkar ljóst, þegar reynt er að lesa hana ofan í kjölinn, að hjer í álfu hefir naðran verið talin ímynd viskunnar, alveg eins og í Austurlöndum. Naðran eða drekinn Fáfnir er auðsjáanlega ekkert annað en afburðavitringur, líklega einsetumaður, sem liggur á gulli heilagra fræða. Og hann fræðir Sigurð Sig- mundsson, er á að heita banamaður hans, en væri líklega rjettara að skoða hann sem eftirmann hans, og andlegan fræð- ara. Svo var Fáfnir vitur eða viskueðlið í honum ríkt, að Sig- urður fær skilið huliðsmál náttúrunnar, er hann hefir brugðið hjartablóði Fáfnis á tungu sjer, það er að segja, þegar hann kann og getur mælt hin heilögu orð, sem hafa verið hinn hjarffólgnasti leyndardómur vitringsins Fáfnis. Glíman við EIli. Glíma Þórs við Elli, fóstru Otgarð-Loka, þarfnast engra skýringa. Það er hlutskifti allra þeirra, er inn í þennan heim koma að falla fyrir elli, ef þeir falla ekki fyrir öðru. Hún kemur sjerhverjum manni á knje og meira en það, svo framar- lega sem hann bíður hennar, enda segir svo í Hávamálum:

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.