Óðinn - 01.07.1922, Blaðsíða 44
hjá. Hann sagði: »Vertu samferða, Snorri. ]eg skal
leiða þig. — Þú ert altof seinn, en jeg þarf að flýta
mjer«. Og hann þreif í seglin og kipti í Snorra. En
Snorri var ekkert að hugsa um að verða Kára
samferða; hann hugsaði að eins sem svo: Far þú
leiðar þinnar, — jeg kem á eftir. Og hann kom á
eftir.
Nóttina þann 9. ágúst komum við upp undir Is-
land. Var þá ómögulegt að lesa á bók undir berum
himni í 4 tíma, fyrir myrkri. En þegar við fórum frá
Jan Mayen var hægt að lesa á bók alla nóttina. —
Til Siglufjarðar komum við kl. 9 árd. þann 9. ágúst.
Ekki var tekið mjög amalega á móti okkur þar. Allir
buðu okkur velkomna, — en jusu yfir okkur, og þó
sjerstaklega mig, — þeim ógrynnum af spurningum>
sem aldrei ætluðu að taka enda. Við stönsuðum
1l/2 kl.st. á Siglufirði. Fór jeg í land til þess að
hitta mann að máli, sem jeg þurfti að finna þar, og
þurfti að bera hraðann á. En jeg komst varla úr
sporunum. Upp bryggjuna eltu mig þegar margir,
bæði ungir og aldraðir, sem jeg þekti og 'sem jeg
ekki þekti. Uppi á götunni bættust enn fleiri við-
Allir þucftu að spyrja frjetta. Þeir kölluðu: »Frey-
móður! Blessaður lofaðu mjer að tala við þig nokkur
orð«. »Komuð þið með trjávið?« »Komuð þið með
mikinn trjávið?« »Fenguð þið gott veður?« »Er
eyjan stór?« »Er eyjan falleg?« »Er eyjan grösug?«
»Sáuð þið nokkurn ís?« »Hvað voruð þið lengi á
leiðinni* o. s. frv., o. s. frv. — Auðvitað hafði jeg
ekki tíma til að svara öllum þessum spurningum,
eins og til var ætlast, því svo ört var borið á. ]eg
varð því að láta nægja: Já eða Nei, þar sem það
dugði, eða þá alls ekki neitt.
Þegar við komum til Akureyrar, tók við nokkurn
veginn það sama. Allir buðu okkur velkomna; en
margir sögðu þó, þegar þeir sáu, að jeg gat ekki
fullnægt öllum spurningum: »]eg þarf að tala við þig
seinna*. — Og það gerðu líka flestir þeirra.
Allar þessar spurningar hafa svo komið mjer til
að skrifa niður þessa ferðasögu í fyrirlestrar-formi,
svo fólki gæfist kostur á að fá ábyggilegar upplýs-
ingar um ferðina. — Að vísu er jeg ekki sá eini af
okkur Jan Mayen-förunum, sem hef fengið spurning-
ar, viðvíkjandi ferðalaginu, og að því leyti ekki frekar
ástæða fyrir mig, heldur en hina, að skrifa um ferð-
ina og eyna. — En jeg var sá eini, sem hjelt dag-
bók yfir ferðalagið, og líka sá eini, sem fór nokkuð
um eyna að ráði, og að því leyti stend jeg langtum
best að vígi.
Þessi ferð okkar er að því leyti merkileg, að við
JAN MAyEN
•*«*$&&*
■ yi,. í' 4—
Jan Mayen.
erum þeir fyrstu íslendingar, sem farið hafa til Jan
Mayen, til þess að geta gefið nokkrar verulegar upp-
lýsingar um eyna.
Myndun eyjarinnar.
Myndun eyjarinnar hefur skeð við eldsumbrot, að
mestu leyti. Hefur bæði hlaðist ofan á hana og hún
risið úr sæ. Eldgígar eru, eins og áður er nefnt,
margir á eynni; og hefur hraunið úr sumum þeirra
runnið alveg fram í sjó. Gos eru kúnn þar 1732 og
1818. Arið 1732 var maður nokkur, Jakob Laab að
nafni, staddur við eyna 17. maí. Sá hann þá gos upp
á eynni, og hraðaði sjer í burtu svo fljótt, sem hann
gat. En þegar hann var kominn 15 mílur frá landi,
fjell svo mikil aska á skipið, að seglin urðu kolsvört.
1818 var Scoresby (áður nefndur) sjónarvottur að
gosi á eynni. En auðvitað hefur mjög oft gosið á Jan
Mayen, sem engar sögur fara af. Aðal-bergtegundin
er blágrýti, og yfirleitt sömu bergtegundir og hjer á
landi. Talsvert kveður þar að rauðaskriðum, og eru
jafnvel heil fell alveg alrauð að lit. Er það járn, sem
er þar í svo ríkum mæli. All-víða á eynn! er líka
töluvert af mjög dökkum sandi, blásvörtum að lit, og
hefur inni að halda seguljárn. Víða er svo mikið af
gulum kornum í fjörusandinum, að hann verður af
þeim gulleitur á lit. Vfirborð eyjarinnar uppi á há-
lendinu er mulið eldhraun. Eru steinarnir að jafnaði
3- 4 kúbikcentímetrar að stærð, en urðin víða eins
fín og sandur.
Jarðskjálftar eru tíðir á Jan Mayen, og stafa þá
oftast nær af eldsumbrotum.