Óðinn - 01.07.1922, Blaðsíða 34

Óðinn - 01.07.1922, Blaðsíða 34
82 ÓÐINN Jan Mayen og ferö þangað. Eftir Freymóð Jóhannesson málara. Lega, stærð og lögun. Jan Mayen liggur í Norðuríshafinu um 350 sjómíl- ur (kvartmílur) norðaustur af Siglufirði (Islandi) milli 70° 49' og 71° 9' n. br.; og milli 7° 53' og 9° 5' v. 1. miðað við Greenw. Hún er 55 km. á lengd frá suðvestri til norðausturs, og frá 3—15 km. á breidd. Stærðin er 372 km.2 Eyjan er því ekki svo lítil, næstum því eins löng og Eyjafjörður inn að Akureyri. Eyjunni má skifta í þrent eftir landslagi: Norðaust- ur, mið og suðvestur-hlutann. 011 er eyjan hálend. Norðausturhlutinn er fjallið: Beerenberg (Bjarnar- fjall) og er langstærsti hluti eyjarinnar 2545 m. á hæð. (Oræfajökull er 2119 m. á hæð). Þá kemur miðhlutinn, sem er að jafnaði um 3 km. á breidd og upp að 400 m. á hæð. Þar skiftast á fell og gil og skörð, eða dalamyndanir. Suður-hlutinn er aftur nokkru breiðari, 9—10 km. og alt að 840 m. á hæð (Franz Jóseps fjall). Eru á þeim hluta eyjarinnar gamlir eldgígar hjer og þar. Mest öll er eyjan sæbrött, og ekkert undirlendi nema helst upp frá Rekavík að suðaustan, og Maríu- vík að norðvestan. En þó eru það ekki nema tiltölu- lega mjóar sandspildur meðfram sjónum. Eyjan er ekkert vogskorin. Engir firðir, að eins víkur, sem skerast mjög stutt inn í landið. Það má því heita hafnlaust. Þó má liggja við eyna í flestum veðrum, með því að færa sig til og liggja í skjóli við hana, því víðast hvar í víkum er góður legubotn og hreint, þ. e. skerja og boðalaust. Að eins við suðvest- urendann sunnanverðan eru nokkur sker skamt und- an landi; annars má heita skerjalaust við eyna. Lending er víðast mjög góð, því í víkum er fjaran ægisandur, laus við alt stórgrýti. Helstu vikurnar eru: Rekavík að suðaustan og Maríuvík og Norðurvík (English Bught) að nerðvest- an. Er Norðurvík, eða sá hluti hennar, sem kallast Rostungavík (Hvalross Gat) — eina víkin, sem kalla mætti höfn. Þar er líka hægt að liggja í öllum áttum, nema vestan og norðvestan, því þá stendur þar upp á. Fundur og fyrri rannsóknarferðir. Jan Mayen er fundin af hollenskum sæfara Jan Mayen að nafni, árið 1611, og er eyjan heitin eftir honum. Þó hefur hún líklega verið sjeð fyrst af Hud- son, norðurfaranum fræga, 1607. Vmsra þjóða menn hafa komið til Jan Mayen og dvalið þar um lengri eða skemri tíma, annaðhvort við rannsóknir eða veiðar. Fyrst framan af voru það einkum Hollendingar, sem komu til eyjarinnar. Stunduðu þeir þar hvalveið- ar og bræddu lýsið þar í landi. Sjást enn þá leifar af hlóðunum undan bræðslupottunum og merki þess, að þar hafa staðið trjeskúrar. Múrsteinshrúgur eru þar á ýmsum stöðum. Fyrst var mikið af hvölum við eyna, og fengu skip þau, er þar voru við veiðar, geysileg ósköp af lýsi. Eitt einasta skip fjekk stundum yfir árið margar þús- undir tunna af lýsi. A síðari árum eru það mest Norðmenn, sem hafa stundað veiðar við eyna, helst selveiðar — líka hvala- veiðar fyrst framan af. En af fisktegundum er þar mjög lítið. Haustið 1633 urðu 7 Hollendingar eftir á Jan Mayen. Áttu þeir að hafa vetrarsetu þar, til þess að kynnast veðuráttufari, og ýmsu fleiru. Mennirnir, sem til þess arna urðu og sjálfir höfðu boðist til þess, settust að suðvestan á eynni, i vík, sem síðan heitir »7 Hollendinga vík«. Það var 24. ágúst. En þegar komið var til eyjarinnar sumarið eftir, 4. júní, voru vetrarsetumennirnir allir dauðir. Höfðu þeir veikst af skyrbjúg er leið á veturinn, vegna þess að þá vant- aði alt nýmeti. Dagbók höfðu þeir haldið um vetur- inn, þangað til 30. apríl. Þann dag endar hún. Var þá einn þeirra fjelaga dauður, en allir hinir fárveikir. — Einn þeirra fanst með brauðsneið í hendinni og bænakver við hlið sjer. Annar fanst með útrjettan handlegg; hafði hann verið að seilast eftir smyrsla- krús, er hann dó. I dagbókinni, sem þeir hjeldu, og fanst óskemd, er sagt, að 28. ágúst hafi snjóað. I september kom hlýrri kafli; en í októberbyrjun kólnaði mjög, og 9. sama mánaðar var orðið svo kalt, að þeir treystu sjer ekki út úr vetrarbúðinni. Um sama leyti rak ís að eynni, og með honum komu birnir og selir. 10. nóvember hvarf sólin og sást ekki fyr en 25. febrúar. (Það er að segja niður við sjávarmál, því auðvitað sjest hún lengur uppi á hálendinu). í mars lónaði ísinn ofurlítið frá eynni og sáust þá margir hvalir fyrir landi. í apríl byrjaði svo aftur að hlýna í veðri. Sumarið 1817 kom W. Scoresby, enskur maður, með hvalveiðamönnum til eyjarinnar, kannaði hana og gerði þar ýmsar athuganir.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.