Óðinn - 01.07.1922, Blaðsíða 24

Óðinn - 01.07.1922, Blaðsíða 24
72 ÓÐÍNN hinir bestu og afkastamestu, en hagleikinn hafði Ólaf- ur fram yfir hina bræðurna. Þegar sjera Þorvaldur, faðir Ólafs, fluttist að Holti undir Eyjafjöllum, fór Olafur með honum þangað, og er við nám hjá honum fyrsta árið, sem hann er þar, en úr því fer hann að hugsa um sig sjálfur, og er þá í ýmsum stöðum; þannig fylgdi hann árið 1830 sjera Birni bróður sínum og Hólmfríði systur sinni norður að Þönglabakka í Þingeyjarsýslu, því það ár vígðist Björn prestur þangað. Fjórum árum seinna vígðist Ólafur til prestsskapar, og gerist aðstoðarprest- ur sjera Daníels Jónssonar í Miðdalaþingum, mesta valmennis. Kvað sjera Ólafur hann hafa reynst sjer sem góðan föður, enda skildi hann ekki við hann fyr en dauðinn skildi þá; var sjera Daníel þá kominn á áttræðis aldur og hafði sjera Ólafur þá þjónað sem aðstoðarprestur hans í 8 ár. Miðdalaþingin, eins og þau voru þá, Sauðafells og Snóksdalssóknir, voru mjög hæg, svo að nú fjekk sjera Ólafur gott tóm til þess, að leggja stund á það, sem hann hafði verið hneigðastur fyrir, sem voru smíðarnar, og nú fór hann brátt að búa og festa ráð sitt. Hann kvongaðist Sig- ríði Magnúsdóttur, hreppstjóra frá Leirum, hinni stilt- ustu og háttprúðustu konu og honum mjög samhentri; blómgaðist bú þeirra, þórt tekjur væru rýrar, fyrir framúrskaranda dugnað hans, en stjórnsemi og ráð- deild hennar; svo að þegar hann eftir 8 ára þjónustu sem aðstoðarprestur í Miðdalaþingum og 7 ára bú- skap í Skörðum, flytur til Saurbæjarþinga, er honum voru veitt 1843, þá hefir hann allblómlegt bú, og býr raustnarbúi í Tjaldanesi í Saurbæ, þau 4 ár sem hann er þar prestur. Fyrir áeggjan frænda og vina í Skaga- firði fær hann leyfi til þess að hafa prestakallaskifti á Saurbæjarþingum og Hofstaðaþingum í Skagafirði, og flytst hann austur í SkagafjönTárið 1847 og býr þá á Hjaltastöðum í Blönduhlíð þau 14 ár, er hann þjónaði Hofstaðaþingum, en þegar þeim var skift 1861, fær hann Hóla í Hjaltadal, og situr þá 17 síðustu ár æfi sinnar í Viðvík, og þjónar þá Hóla, Viðvíkur og Hofstaðasóknum. Það sem einkum dró sjera Ólaf til Skagafjarðar, var það, að hann átti þar frændfólk margt, 2 systur í Hofstaðaþingunum. og nágrannaprest náfrænda sinn og vin, sjera Halldór Jónsson, í Glaumbæ, og hann þurfti aldrei að iðrast fyrir þann flutning. Þau rúm þrjátíu ár er hann dvaldi í Skagafirðinum var hagur hans jafnan á blómgunarvegi, þrátt fyrir talsverð harð- indi, er komu á því áraskeiði, og stórkostlegt tjón, er hann beið við það, að árið 1854 brann til kaldra kola allur bærinn á Hjaltastöðum, þá að mestu nýbygður, með öllu því er í honum var, nema hvað fólkið komst út, flest hálfnakið. Sjálfur gerði sjera Ólafur aldrei mikið úr þeim skaða. Hann sagði, að almenningur hefði þá sýnt svo mikla hjálpsemi við sig og sumir svo mikinn höfðingsskap, að beint fjártjón hefði ekki verið tilfinnanlegt; og sýnir það best vinsældir hans, þá þegar eftir að eins 7 ára dvöl í Skagafirðinum; en þær fóru sívaxandi, eftir því sem það betur og betur leiddist í ljós, hve framúrskarandi greiðfús og hjálpsamur hann var, og sást það glöggvast, er harðna tók í ári eftir 1858. Hann vildi ekki eiga birgðir alls, er aðrir liðu skort; og það kom mjög oft fyrir, að birgðir hans komu í hinar bestu þarfir öðrum, og það þeim helst, er úrræðafæstir voru. Það sem hann hafði sjeð og reynt á uppvaxtarárum sínum, fyrntist honum ekki; hann kvaðst einlægt mundu muna «and- skotans Melasultinn«. Honum, jafnbrjóstgóðum manni, hefur sjálfsagt verið það minnisstætt, er fullir 2/3 af sauðfje föður hans hrundi niður úr hor vorið 1826, og hefur það sjálfsagt ekki bætt búhag hans, er ávalt var þröngur meðan hann dvaldi á Melum. Sjera Ólaf- ur vildi því allan sinn búskap eiga ríkulegan forða, bæði fyrir menn og málleysingja. En þegar í nauð- irnar rak, var það svo sem sjálfsagt að hann hjálp- aði þeim sem nauðstaddir voru meðan hann hafði af nokkuru að miðla. »Um prestskap hans ef það að segja, að alstaðar var hann mjög vel þokkaður af sóknarfólki sínu, og virtur og elskaður af öllum þeim, er meta kunnu sanna mannkosti. Um kenningar hans ímynda eg mjer eftir því fáa, er jeg heyrði til hans, að það sje sannsagt, er vinur hans, sjera Jakob Guð- mundsson, er í 12 ár var nágrannaprestur hans, kveð- ur um hann: Helgar tíðir hann þá söng hjartans mál fram bar hann, orðasmíð hans ei var löng, en efnisheppinn var hann. Hann var sannguðrækinn maður, og hann leitaði um fram alt guðsríkis og þess rjettlætis; og guðsríki var honum ekki orð, heldur kraftur. Hans óbilanda fjor, óþreytandi eljan, einurð og kjarkur kom að góðu liði í þjónustu guðsríkis. Hann lifði fult eins mikið eða meira fyrir aðra en sjálfan sig. Við lok dáðríkr- ar æfi, er auðug var af góðum verkum, þótt hann sjálfur aldrei væri auðugur, hefði hann haft fullan rjett til að segja: Þessar hendur hafa fyrir mjer unnið og þörfum þeirra, er með mjer voru. En hann ljet aldrei mikið yfir sjer. Sem lítill vottur um fjör sjera Ólafs og jafnframt frændrækni, er það, að þegar sjera Halldór Jónsson,

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.