Óðinn - 01.07.1922, Blaðsíða 45
ÓÐINN
93
Veðrátta.
Veðurfar er mjög óstöðugt á ]an Mayen. Þokur
tíðar og veðrasamt. A vetrin skiftast oft á heljarfrost
og stórrigningar. Aldrei var alveg þokulaust einn ein-
asta dag, þann tíma sem við dvöldum þar. Þó er oft
heiðskírt uppi yfir, þó þoka sje við sjóinn, og rís þá
Bjarnarfjall, eins og gríðarmikill jötunn, langt upp úr
þokuhafinu. En mikinn hluta sumarsins hvílir þokan
alveg yfir eynni, og þá að eins þokulaust niður við
sjáfarflötinn.
Sjórinn kringum eyna er mjög kaldur, og kælir því
loftslagið. Haldur íshafs-straumur streymir norð-austan
að eyjunni og umlykur hana. Þegar heitast er á sumr-
in, er hitinn á yfirborðinu 2—3 gr. C. og minkar fjótt
er niður kemur.
Meðalhiti ársins er -f- 2,3 gr. C. Mestur hiti er í
júlí-ágúst: yfir 20 gr., en minstur í desember-janúar:
yfir 30 gr. C.
Oft er hvast uppi á hálendinu, þótt logn sje við
sjóinn. Þurfti jeg oft, þegar jeg var uppi á hálendinu,
að halla mjer töluvert í veðrið, til þess að standa, þó
alveg væri logn niður við sjó. Tíðastir eru suðaustan
stormar, og það oft ofsaveður. Sjer maður það þegar
maður kemur upp á eyna, því mosinn, þar sem hann
er orðinn nokkuð mikill, er alveg eins og sjór í drifi.
Alveg eins og öldugangur sævarins hefði alt í einu
orðið fast efni og breytst í mosa. Mosakvikurnar eru
alt að 30—40 cm. á hæð, með minni gárum ofan á.
Maður getur best ímyndað sjer, hvernig þetta lítur út,
ef maður hugsar sig fram á sjó, svo sem 150 m. frá
fjöruborðinu, í ofsadrifi, sem stæði af landi. Þá mundi
sjórinn líta út í kringum mann eins og mosinn þarna
á ]an Mayen.
Brim eru oft geysimikil við eyna. Er það auðsjeð
á rekaviðnum, sem liggur frá 100 upp að 500 m. frá
flæðarmáli, og hallar þó töluvert að sjó. Annars er
brimið meira að suðaustanverðu, enda stendur þar
vanalega upp á.
Snjóþungt er þar á vetrin, þótt af taki að mestu
leyti á sumrin, að undanteknum jöklinum á Bjarnar-
fjalli og snjósköflum hjer og þar um eyna í giljum
og lautum. Dagbókin frá 1633—34 segir, að nýfallna
mjöllin hafi stundum náð manni undir höndur. Göt-
urnar, sem jeg mintist áður á, að jeg hefði sjeð á
hverri brún, og sem jeg líkti við, hvernig ullin skift-
ist á hryggnum á kindunum, er talandi vottur um snjó-
þyngslin, meira að segja uppi á hæstu brúnum —
hvað þá f lægðum. Um leið og fönnin sígur, klýfst
hún á brúninni og kembir um leið mosann út
af með sjer til beggja hliða. Þannig myndast þessar
smágötur.
Síðast í september kemur að jafnaði ís að eynni,
og liggur við hana allan veturinn fram að júníbyrjun
sumarið eftir. Þá fer hann vanalega til fulls, og er
þá oftast nær íslaust við eyna til hausts. Það eru því
ekki nema rúmir 3 mánuðir, sem maður á nokkurn-
vegin víst, að ís sje þar ekki til fyrirstöðu. Þegar við
vorum við eyna, frjettum við, að ísinn væri þá 40
sjómílur norðvestur af eynni.
Lækir eru fáir á ]an Mayen og smáir, nema þá
helst á vorin, þegar fönnin bráðnar — en minka þeg-
ar líður á sumarið, jafnótt og fönnin minkar. Allir
lækirnir eru bráðin fönn, og hverfa flestir ofan í urð-
ina eða hraunið, áður en þeir ná alla leið til sjávar.
Sumir koma þó fram aftur, þar sem björg eru við
sjóinn, og falla þá fram af björgunum ofan í fjöruna.
Það er því mjög ilt að ná í gott neytsluvatn á eynni.
Einn lækur, að nafni »Tornös«-lækur, rennur í Suð-
urvatn (vatnið í Rekavík). Kemur hann undan jöklin-
um á Bjarnarfjalli og því stöðugur árið í kring.
Eitt kvöld tókum við vatn í lækjarsprænu ofurlítilli
í bjargi einu í Norðurvík. Kom sprænan fram úr
berginu ofanverðu og fjell niður í fjöruna. Morguninn
eftir var hún horfin. Hefur hún verið síðustu leifarn-
ar af einhverjum snjóskaflinum.
Jurtalífið.
]urtagróðurinn á ]an Mayen er mjög fáskrúðugur.
Er það bæði vegna þess, hvað eyjan er ung, en þó
sjerstaklega vegna þess, hvað eyjan er afskekt og
loftslagið er kalt. Sumarið er svo stutt og kalt, að
ekki þrífast þar nema örfáar jurtir.
Mold er varla til á eynni, og því enginn jarðvegur.
En mosi er þar mikill; þessi grámosi, sem við
könnumst við hjer heima. Klæðir hann mikið af há-
lendinu og er víða mjög þykkur og gljúpur. Er hann
smátt og smátt að færa út kvíarnar og nær á endan-
um að mynda jarðveg, ef hann fær þá að vera í friði
fyrir eldgosum. Þar sem mosinn er þykkastur og elst-
ur, er hann að byrja að mynda mold. ]urtir eru
fáar. Þær vaxa helst í fjörusandinum, og innanum
mosann uppi á eynni.
Sumarið 1899 voru Svíar á eynni að rannsaka
hana og safna jurtum. Fundu þeir þá 29 fræplönt-
ur, 3 af þeim alveg óþektar. Næsta sumar voru Dan-
ir þar og fundu í það skifti 38 fræplöntur, 10 af
þeim áður óþektar.
Árið 1900 voru því 39 fræplöntur þektar, er vaxa