Óðinn - 01.07.1922, Blaðsíða 7

Óðinn - 01.07.1922, Blaðsíða 7
OÐINN 55 Skallagrímur. reist með hetjuhönd og anda — Fátt mun kappans ferðir tefja hann var kongur fjalls og stranda. fjórir mundu' ei þyngra hefja. Hækkar sól í sumarljóma, sviftir morgun þokudróma. Strönd í sænum brjóstin baðar, blámi heiða töfrum laðar. Liggur storð í breiðum boga, blik á hverjum tindi loga. Jöklar klæddir hvítum hjúpi hvílast inst í blámadjúpi. Hálsar bjartir höfuð rjetta himni mót og blænum ljetta. Hlíðar brosa skógi skrýddar, skína strendur rósum prýddar. Vært á klöppum selir sofa, silungar í álum vofa. Vaggar andasveit á sundi, söngur berst úr hverjum lundi. — Þá var Borgarfjörður fríður, fangasæll og brjóstavíður. Hjerna bygði bóndinn forðum, — borgin stendur römmum skorðum Bóndinn heldur bragna stinna, býsna mörgu þarf að sinna: Út frá strönd að veiðiverkum vinna þeir með höndum sterkum. En að seljum hirðar hóa hjörðum upp til fjallaskóga. Þegar ár á vori vaxa, verður gott til feitra laxa. Meðan aðrir úti vinna ætli hann stafri sjálfur minna? Gullin hnígur sól í sæinn, sveinar hvílast eftir daginn. Attæringi einn hann hrindir út á sjó og ferðum skyndir. Knerri út til eyja snýr hann, afli þungu borðin knýr hann. Sem hann væri sonur unna syndir hann í kaf til grunna. Burðasterkur bjargi sviftir botni frá og upp sjer lyftir. Marrar kjöll í köldum sandi, kyrðin dottar yfir landi. Beltar þoka bláa tinda, blunda raddir straums og vinda. Heim að smiðju greiðum gangi Grímur klettinn ber í fangi. Á því bjargi slær hann stálið, stökkur frá því gneistabálið. Undir höggva hljóminn þunga hróðug yrkir skáldsins tunga. Um hann leiftrar iðjustyrkur; ærið þótti' hánn mikilvirkur. Hamrammur í hárri elli heldur bóndinn sæmd og velli. En í tökum þykir þjettur þeim, sem við hann eiga glettur. Grímur á sinn engan maka, um hann gneistar hrökkva' og braka. Lengi hann við steininn stendur, stálið móta garpsins hendur. Jón Magnússon. inn, sem og síðar kom fram í lífi hans og starfi. Hjá foreldrum sínum, fremst fram í afdölum Svarfaðar- dals, ólst Snorri upp fram að fermingaraldri, og átti þá oft við fátækt mikla og harðrjetti að búa, svo sem altítt var þá víða um þær mundir. Misti þá foreldra sína með stuttu millibili, fór til vandalausra og vann fyrir sjer við almenn sveitastörf fram að tvítugsaldri. En hjá fátæka, umkomulitla afdaladrengnum, óx út- og menningarþráin í kyrþei, en samt með þeim vexti, að seinast hjeldu engin bönd. Sýnir það flestu öðru betur, hvað í manninn var spunnið, að um tvítugs- aldur ræðst hann í það stórræði, fjevana og alveg upp á eigin spýtur, að sigla til Danmerkur til þess að afla sjer þeirrar menningar, er hugur hans þráði, en engin tök voru á að afla sjer hjer heima. Og þetta á þeim tímum, er tækin til menningar voru ærið frábrugðin því, sem nú gerast. Alþýðumentunin engin önnur en sú, er námfúsir og fróðleikselskandi ung- lingar gátu aflað sjer upp á eigin hönd. Þeim erfið- leikum, er hjer voru fyrir hendi, þarf ekki með mörg- um orðum að lýsa. Skráð æfisaga þeirra, er þannig hafa rutt sjer braut, lýsir þeim best. En máltækið segir: »Þar, sem viljinn er, þar er vegurinn«. Hjer var stefnt að hugsjón, og fyrir henni barist með krafti — þeirri hugsjón, að verða að manni, sönnum og nýtum manni — og Snorra tókst að gera þessar hug- sjónir að raunveruleik, svo sem síðar mun sýnt. í Danmörku (Rudköping), þar sem Snorri settist að, lagði hann stund á smíðar, sjerstaklega skipasmíðar. Náði hann þeirri fullkomnun í iðn sinni, að hann að loknu meistaraprófi gerðist um langt skeið einn hinna fremstu skipa- og húsasmiða hjer á Norðurlandi. Stundaði hann þá atvinnugrein með þeirri hagsýni og framsýni, þeirri atorku og dugnaði, er einkendi allan hans starfa. Og enn sýna verkin merkin, þar sem byggingar hans eru, bæði á Akureyri og víðar hjer norðanlands. Sóttust ungir menn mjög eftir að vera í þjónustu hans, og var það einmæli þeirra, að þar hefði þeim hlotnast besti skólinn. — Þá er Snorri hafði lokið handiðnarnámi sínu, eftir 3ja ára dvöl er- lendis, rjeðst hann sem timburmaður á stórt barkskip, er þá hljóp af stokkunum, og sem hann hafði verið

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.