Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1907, Blaðsíða 10

Eimreiðin - 01.05.1907, Blaðsíða 10
9o riðaði á fótum. Presturinn stóð sem steini lostinn og söfnuðurinn vissi ekki sitt rjúkandi ráð, né beldur hvaðan veðrið stóð á sig. Petta skifti þó stuttum togum: ræðumaðurinn ókunni misti mátt- inn og féll í óvit á kirkjugólfið. Presturinn varð allur annar maður frá þessari stundu. Áður hafði hann kent öðrum, en nú var honum kent svo, að munaði um. Og kennari hans var þessi umkomulausi maður — sami maðurinn, sem barði að dyrum hans daginn áður. — Presturinn tók nú til sín sjúklinginn og hjúkraði honum meðati hann þurfti ásjár við, enda var hann fárveikur af vökum, hungri og löngum erli. Nú verð ég að fara fljótt yfir söguna, sem er löng og góð. — En það sem ég get sagt og vil segja, er þetta helzt: að eftir þennan atburð stofnaði presturinn söfnuð og lofar fólkið, sem í honum verður, að reyna af fremsta megni að feta í spor Jesú Krists og ganga á vegi hans, hvern dag, og breyta í hverju efni eins og þeir hugðu, að frelsarinn mundi breytt hafa í þeirra sporum. Sagan lýsir því, hvernig þetta tekst. Nærri því hver maður rekur sig á ótal hömlur í hverju spori og verður hver maður að byrja nýtt líf. Ritstjóri blaðs er í hópnum og verður hann að gjörbreyta blaðinu hátt og lágt, hætta við hneykslismála-fréttaburð og þurka burt vínfangaauglýsingar og skjall um sviknar vörur. Kaupmaður er í söfnuðinum og breytir hann verzluninni og byggir hana á nýjum grunni. — Prestinum verður nú staða sín alvörumál og ábyrgðar og allir mennirnir ráðfæra sig stöðugt við samvizkur sínar í öllum efnum, sem fyrir koma og spyrja þær á þessa leið: Mundi frelsarinn hafa gert þetta í mínum sporutn ? Og svo gerðu þeir það, sem þeir hugðu, að hann mundi hafa gert, í hvert sinn. En örðugur var stígurinn framan af og brattur — allur í fangið. Mannfélagið er alt umhverfis þessa menn ókristið. Pessir fáu menn verða þess vegna að fara einförum. — Hjúskapur karls og konu er bygður á nýjum grunni að nokkru leyti — á sameig- inlegum skoðunum hjónaefnanna og á virðingu og trausti eigi síður en eldheitri ást. Allir eru glaðir og ánægðir. Gullþorstinn og fé- græðgin sloknar, en drengskapur og samúð þróast. Öllum farnast vel að lokum, þó að erfiðlega gangi í fyrstu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.