Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1907, Blaðsíða 21

Eimreiðin - 01.05.1907, Blaðsíða 21
IOI staðinn. Bankabyggsgrautar voru hátíðamatur og töðugjalda. f’orskhöfuð voru almenn fæða og þóttu, raunar ekki hið drjúgasta, en ljútfengasta fiskæti, f’á er kaffi kom til sögunnar, varð »morgunkaffi« brátt algengt hér, — þó ekki væri það jafnfljótt á öllum bæjum, —■ og ekki leið á löngu áður »miðdagskaffi« bættist við. Nú er það víða drukkið 3var á dag og stundum oftar. Aðalbreyting á matarhæfi er sú, að nú má kalla að harðfiskur sé alveg horfinn, en í staðinn hafa menn saltfisk, baunir, mjólkurgrauta o. fl. Nú er líka mjög svo hætt að nota kál til manneldis, — það er gefið kúm, — en með skyrinu eru hafðir grautar. Haframjöl er nú sumstaðar haft til grauta, þykir raunar ekkert sælgæti á bragð, en drjúgt og heilnæmt. Það var venja nokkurra manna hér, að sækja árlega fjallagrös í Arnarfell o. v. Þótti það kornsparnaður og góður matarbætir. Svo tóku margir það eftir. En þá þrutu fjallagrösin, því svæðið er lítið. Nú þykir eigi borga sig að gjöra ferðir þangað. Matartilbúningur og matartilhögun er nú með ýmsum mismun, sem eigi þektist hér áður, og miklu meira af fæðuefninu er nú sótt í kaup- stað, heldur en þá er ég man fyrst eftir. Minna er etið af smjöri síðan harðfiskur þvarr. En með því að smjör er orðið verzlunarvara, síðan rjómabúið var stofnað, þá hefir sauðasalan minkað og meira kjöt verið haft til fæðis. Eigi er fæðið minna né kraftminna en áður var, en miklu er það fjölbreyttara og viðurværið yfirleitt betra. Búshlutir. Til skamms tíma héldust flestir búshlutir í sama lagi og áður var. Þó var ég ungur, er járnrekur (»skóflur«) tóku að út- rýma varrekum, sem áður voru hafðar til mokstra. Skaft þeirra (»tindurinn«) var vel 2 al. langur, eikarskákar festar á rönd á báðar hliðar hans að neðan og járnvar neglt neðan á. Seinna hafa stál- skóflur útrýmt pálum, er hnausar 0. fl. voru stungnir með áður. Þeir höfðu digurt skaft með hún á efri enda og stórum, sterkum járn- spaða í neðri enda. Það var blaðið. Var það breiðast neðst og egg neðan á. Reiðtygi breyttust líka, er ég var nokkuð ungur. Elztu hnakkar, sem ég sá, höfðu báða boga lága og bríkur negldar á. Skinnin voru fest með bólunöglum. í stað ístaðsóla voru »sköft«, annaðhvort af járni eða, tvöföldu, samanstönguðu íslenzku leðri. Beizli höfðu kjálka (stengur) af kopar eða járni og þá mjög einfalda. Höfuðleður var af íslenzku leðri. Ennisól, sem líka var kverkól, var fest á það með »hornhringjum« af kópar og koparlauf var framan á enninu. Saumarnir voru annaðhvort úr mjóum kaðli eða samanbrugðnum leðurræmum. Fátækt kvenfólk reið oft á þófa; var lögð yfir hann svonefnd »hamól« og við enda hennar fest undirgjörð, og líka ístöð; en þau voru annaðhvort úr horni, eða litlar, ferskeyttar tréfjalir festar upp með snæri, sem dregið var í göt í horn- unum. Efnaðri konur áttu trésöðla, ýmist máláða eða »beitta«: klædda með dökku vaðmáli og látúnsbrydda á röndum. Einn söðul sá ég »drif- inn«: alþakinn rósuðu látúni; var reiði hans með skrautlegum skjöldum. Allir söðlar voru þá djúpir. Nýtt og betra lag á hnökkum og söðlum innleiddi Torfi Steinsson söðlasmiður hér á landi og komst það brátt á hér, sem annarstaðar. Þó tók það umbótum eftir hans dag. Reiðingar á klyfjahesta voru oftast úr þurkuðu mýrartorfi, en
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.