Eimreiðin - 01.05.1907, Blaðsíða 28
io8
að börnin myndu deyja, höfðu gagntekið huga hans og gert
hann viðkvæman.
»Æ guð má vita hvort þau lifa eða ekk?« Guðlaug bar
svuntuhornið upp að augunum.
»Ætli það væri ekki reynandi, að vitja læknisins?«
»Jú eitthvað verður maður að reyna.«
Börnin vöknuðu aftur, grétu og kveinkuðu sér; kvörtuðu um
hita og andþrengsli. Foreldrarnir reyndu að hughreysta þau, og
vekja traust þeirra á guði — á guði, sem væri græðari allra meina;
biðja hann að vera hjá þeim, þá myndi hann koma, ef þau bæðu
hann þess, og hjálpa þeim, og guði myndi þykja vænt um þau,
sem góð börn! — En enga fró höfðu þau það sem eftir var
næturinnar. —
Fyrir birtingu var Grímur ferðbúinn. Pað var ritjuveður, en
fært vel. Pað hafði hlaðið niður gaddi talsverðum, svo þæfingur
myndi reynast aðra eins leið og út að Brekku, þar sem héraðs-
læknirinn bjó. En læknirinn myndi geta riðið alla leið, það var
Grími ljóst.
Grímur kvaddi börnin og bað fyrir þeim. — En þegar hann
mintist við Guðlaugu, gat hann ekki ráðið við tárin, sem komu
fram í augun, og hoppuðu eins og frosnar glitrandi perlur niður
kinnarnar, bráðnuðu inn í skeggið og sátu á hélugráu hárbrodd-
unum, eins og daggperlur á blaðlausum viðarrunni. —
Svo hélt hann af stað, en Guðlaug varð eftir í bænum,
alein, hjá börnunum veikum. —
II.
Grímur og Guðlaug vóru búin að vera gift í io ár. Grímur
var af fátæku fólki kominn, og hafði því ekki haft mikið til þess
að reisa með búskapinn. Guðlaug var aftur á móti af ríkum
ættum komin, og hafði auðurinn gengið í beinan karllegg um
marga mannsaldra. En hún var einbirni og stóð til að erfa allan
Hofsauðinn að karlinum látnum. Urðu því margir til að renna
hýrum augum heim að Hofi og til meyjunnar gjafvaxta, sem
baðaði í auðæfum eins og kóngsdóttir. Og margur varð að
staulast frá Hofi, með hrygginn hlykkjóttan, er hafði þó þangað
gengið með faðminn fullan af framtíðarvonum. —
En Porsteinn gamli kunni illa þessu háttalagi dóttur sinnar.