Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1907, Blaðsíða 61

Eimreiðin - 01.05.1907, Blaðsíða 61
heldur aldrei orðið annað en máttlaust hrafl. Menn verða að lesa bæklinginn sjálfan, annars geta menn enga hugmynd um hann fengið, né neitt af honum lært. En á lestri hans geta allir grætt mikið, jafnvel þeir, sem árum saman hafa við stjórnmálin fengist, hvað þá heldur þeir. sem lítið eða ekkert hafa um þau hugsað. Flest af því, sem höf. tekur fram, er líka hárrétt. Annað mál er það, hvort vér getum allir fylgt honum beint að því hugsjóna-hámarki, sem hann vill láta oss stefna að — helzt þegar í stað. Það getum vér fyrir vort leyti ekki; álítum aðra leið heillavænlegri og betri fyrir þjóð. vora, eins og högum hennar er háttað sem stendur; enda gerir og höf. ráð fyrir þeirri leið líka og virðist munu sætta sig við hana, að minsta kösti fyrst um sinn. En í einu atriði skjátlast höf. mjög. Hann álítur, að vér eigum að semja um samband vort við Danmörku við konunginn einn, en ekki við Dani eða ríkisþing þeirra og stjórn. Þetta er fullkominn misskilningur. Slíkt var mögulegt á einveldistímunum, en eins og konungsvaldinu er nú komið, er þess enginn kostur. Danakonungur hefir ekkert vald til að semja um samband Danmerkur við annað land án samþykkis stjórnar sinnar og ríkisþings — alveg eins og konungur íslands hefir heldur ekkert vald til að gera slíka samninga fyrir vora hönd án samþykkis alþingis og íslenzku stjórnarinnar. V. G. SÆMUNDAR-EDDA. Eddukvæði. Finnur Jónsson bjó til prent- unar, Rvík 1905 (Sig. Kristjánsson). Kr. 2,50. Frægasta bókin, sem til er í íslenzkum bókmentum, loksins er hún nú út komin á sjálfri ættjörð sinni, íslandi •—- í fyrsta sinn, og má slíkt undur heita um annan eins gimstein, að það skuli ekki hafa orðið fyr. Þjóðverji, sem nýlega ferðaðist á íslandi, gat þess í lýsingu sinni á ís- lendingum, að þeim væru lítt kunn Eddukvæðin. Þetta mun að vísu satt ■— því miður. En ástæðan er alls ekki sú, sem hann ætlar, að tungan sé orðin svo breytt, að menn skilji ekki lengur kvæðin. Nei, ástæðan er eingöngu sú, að engin íslenzk útgáfa hefir verið til af þeim, svo að nauðafáir hafa átt tök á að kynna sér þau. En nú hafa menn loks fengið hana, og þá skal það sannast, að menn bæði kaupa hana og lesa. Því fyrst og fremst mun löngunin til að kynnast þessu bókmenta- djásni, sem allur heimurinn dáist að, verða nægileg hvöt til þess, og í annan stað mun enginn sá, sem heita vill maður með mönnum, þykjast kinnroðalaust geta sýnt öðrum í bókaskápinn sinn, án þess að Eddu- kvæðin standi þar. Og þegar svo er komið, að íslendingar eru alment farnir að lesa þessi kvæði, þá skal það líka sannast, að alþýðumennirnir íslenzku skilja margt í þeim, sem fjölfróðu vísindamennirnir útlendu hafa árum saman verið að brjóta heilann um og aldrei skilið, eða skýrt öðru- vísi en rétt er. Því á vörum íslendinga lifir enn sægur af orðum, sem aldrei hafa á pappír komið og ekki finnast í neinum orðabókum. En slík orð þekkja ekki vísindamennirnir útlendu, — og sumir hinna íslenzku ekki heldur, Af lofstöfum útlendra fræðimanna um Eddukvæðin mætti tiifæra mesta grúa. En hér skal aðeins þess getið, er Júlíus HofFory (sem var prófessor við háskólann í Berlín) segir um eitt þeirra: »Völuspá er ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.