Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1907, Blaðsíða 35

Eimreiðin - 01.05.1907, Blaðsíða 35
115 Læknirinn horfði fast framan í Grím, eins og hann ætlaði að éta hann meö augunum. Gekk svo yfir að glugganum og horfði út. Grími varð örðugra um málið. en stundi þó upp: »Eg er nú ekki svo að fást um það. Skuldina borga ég svo fljótt að ég get. En mér finst ég ekki geta haft rólega samvizku, ef börnin tleyja svo í höndunum á mér, að ég hafi ekki vitjað læknisins, eða gert það annað, er í mínu valdi stóð, til líknar þeim.« »I’aö varðar mig ekkert um. Eg þarf á mínu að halda. Get ekki lánað lengur. Par að auki er veðrið að versna, svo það er ekki tiltökumál að leggja af stað.« »Er þá engin von, að þér viljið koma með mér?« Grímur horfði beint framan í lækninn, sem sneri sér undan, og sagði um leið: »Hvernig getið þér beðið um slíkt?« Fyrst og fremst þetta, að þér getið ekki borgað, og svo í annan stað, er bráðófært bæja milli. Lífshætta blátt áfram!« »Vel treysti ég mér til að rata, og færðin er ekki svo vond, að það megi ekki vel koma við hesti alla leið.« »Hafið þér hest?« sagði læknirinn og hló við. »Nei. — Eg hélt læknirinn hefði hest á húsi. Pað er dýrt spaug fyrir okkur fátæklingana að ala hesta á vetrum.« »þá ættuð þér og yðar líkar að vita það, að það er dýrt spaug að sækja lækni um sama leyti,« bætti læknirinn við með fyrirlitningu.« Pað varð dálítil þögn. Grímur var ekki vonlaus með öllu, að eitthvað myndi rætast úr erindinu, en hann átti erfitt með að halda samtalinu uppi. —- »Svo þér ætlið þá ekki að koma?« »Paö hefir ekkert að þýða. Ef börnin eru aðfram komin, geta þau eins verið dáin, þegar ég kem, og þá er betra fyrir okkur báða, að ég hafi heima verið, en á stað farið.« Læknirinn tíndi þetta út úr sér, svo kalt og tilfinningarlaust, að hjarta Gríms ætlaði að bresta. Engin hluttekning né við- kvæmni hjá manninum, sem átti að hjálpa, Allar mannlegar til- finningar steindauðar. Grafnar undir klaka og snjó mannvonzk- unnar, norðan undir hamragirðing réttlætis og miskunnsemi. »Ég ætla þá að biðja lækninn um meðul; ég kann ekki við að koma svo heim, að enginn árangur sjáist af komu minni hingað.« 8*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.