Eimreiðin - 01.05.1907, Síða 35
115
Læknirinn horfði fast framan í Grím, eins og hann ætlaði að
éta hann meö augunum. Gekk svo yfir að glugganum og horfði
út. Grími varð örðugra um málið. en stundi þó upp:
»Eg er nú ekki svo að fást um það. Skuldina borga ég svo
fljótt að ég get. En mér finst ég ekki geta haft rólega samvizku,
ef börnin tleyja svo í höndunum á mér, að ég hafi ekki vitjað
læknisins, eða gert það annað, er í mínu valdi stóð, til líknar
þeim.«
»I’aö varðar mig ekkert um. Eg þarf á mínu að halda. Get
ekki lánað lengur. Par að auki er veðrið að versna, svo það er
ekki tiltökumál að leggja af stað.«
»Er þá engin von, að þér viljið koma með mér?« Grímur
horfði beint framan í lækninn, sem sneri sér undan, og sagði um
leið:
»Hvernig getið þér beðið um slíkt?« Fyrst og fremst þetta,
að þér getið ekki borgað, og svo í annan stað, er bráðófært bæja
milli. Lífshætta blátt áfram!«
»Vel treysti ég mér til að rata, og færðin er ekki svo vond,
að það megi ekki vel koma við hesti alla leið.«
»Hafið þér hest?« sagði læknirinn og hló við.
»Nei. — Eg hélt læknirinn hefði hest á húsi. Pað er dýrt
spaug fyrir okkur fátæklingana að ala hesta á vetrum.«
»þá ættuð þér og yðar líkar að vita það, að það er dýrt
spaug að sækja lækni um sama leyti,« bætti læknirinn við með
fyrirlitningu.«
Pað varð dálítil þögn. Grímur var ekki vonlaus með öllu, að
eitthvað myndi rætast úr erindinu, en hann átti erfitt með að halda
samtalinu uppi. —-
»Svo þér ætlið þá ekki að koma?«
»Paö hefir ekkert að þýða. Ef börnin eru aðfram komin, geta
þau eins verið dáin, þegar ég kem, og þá er betra fyrir okkur
báða, að ég hafi heima verið, en á stað farið.«
Læknirinn tíndi þetta út úr sér, svo kalt og tilfinningarlaust,
að hjarta Gríms ætlaði að bresta. Engin hluttekning né við-
kvæmni hjá manninum, sem átti að hjálpa, Allar mannlegar til-
finningar steindauðar. Grafnar undir klaka og snjó mannvonzk-
unnar, norðan undir hamragirðing réttlætis og miskunnsemi.
»Ég ætla þá að biðja lækninn um meðul; ég kann ekki við að
koma svo heim, að enginn árangur sjáist af komu minni hingað.«
8*