Eimreiðin - 01.05.1907, Blaðsíða 70
Kvenfrelsi og sjálfstæði.
Sjaldan liggjandi úlfr
lœr óf getr,
né sofandi maðr sigr.
Hávamál.
Eitthvað þessu líkt virðist hafa vakað fyrir þeim, konunum í
Reykjavík, sem skorað hafa á systur sínar um land alt, að senda
alþingi áskoranir um að veita öllum lconum, jafnt giftum sem
ógiftum, bæði kosningarrétt og kjörgengi til alþingis og að öðru
leyti fylsta jafnrétti við karlmenn til allra embætta og hlunninda
á mentastofnunum landsins,
Enginn getur fyrir sagt, hve almennar undirtektir slík áskorun
fær hjá íslenzku kvenþjóðinni. En það eitt, að hún er fram komin,
er þó gleðilegur vottur um einhver umbrot í hugum manna —
bæði karla og kvenna. Pví líklega stendur þessi hreyfing hjá
kvenfólkinu í nánu sambandi við vaxandi sjálfstæðisanda hjá ís-
lenzku þjóðinni yfirleitt, körlum sem konum. Pess ætlum vér að
minsta kosti að vonast; því annars væri nauðalítið í hreyfinguna
varið. Hún væri þá rótlaus í íslenzkum jarðvegi og mundi brátt
hjaðna og falla um sjálfa sig. En sé þessi hreyfing aftur á móti
sprottin af vaxandi tilfinning fyrir sjálfstæði þjóðarinnar, þá á hún
góða framtíð fyrir sér. Hún mundi þá brátt verða samvaxin sjálfri
sjálfstæðisbaráttunni og falla og standa með henni.
Vér sögðumst vona, að hreyfingin væri þannig undir komin.
Eti von er engin vissa, og er því vert að athuga þetta nokkuð
frekar, svo að forkólfum hreyfingarinnar gefist færi á að skýra
betur afstöðu sína.
Að þessi kvenfrelsishreyfing einmitt ér fram komin nú, þegar
öll blöð landsins eru sem óðast að ræða sjálfstæðismál þess,
bendir á, að þessar umræður hafi snortið svo tilfinningar íslenzkra
kvenna, að þær hafi farið að hugsa sem svo: Aumt er nú að
geta ekki verið með og lagt atkvæði okkar í vogaskálina fyrir
sjálfstæði íslenzku þjóðarinnar. Pað erum þó við, sem öllum karl-
mönnum betur höfum viðhaldið íslenzku þjóðerni. Pað erum við,
sem höfum kent sonum og dætrum landsins »ástkæra, ylhýra
málið og allri rödd fegra«. Og það erum við, sem höfum haldið
uppi íslenzkum þjóðbúningi og þjóðlegum siðum. Og svo verðum