Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1907, Blaðsíða 65

Eimreiðin - 01.05.1907, Blaðsíða 65
i45 að einu og sama blaði, en áður höfðu þeir hvor sitt blað með ofurlítið mismunandi starfsviði. Auk þess gefur »Nýtt kirkjublað« sig meira að mentamálum alþýðunnar, en eldri blöðin gerðu. »Nýtt kirkjublað« gefur sig miklu minna að biblíurannsókninni svo- nefndu, en »Verði ljós« gerði. það er vel farið. Biblíurannsóknin er «tórt mál. Hún er ofvaxin litlu íslenzku kirkjublaði, ef menn vilja ræða hana samvizkusamlega frá báðum hliðum. »Nýtt kirkjublað« er einasta málgagn kirkjunnar á íslandi. Það er því óskandi og vonandi, að blaðið eigi góða og langa framtíð fyrir höndum. Prestar og aðrir kirkjuvinir á íslandi ættu af öllum mætti að hlynna að útbreiðslu þess. H. P. MATTH. JOCHUMSSON: LJÓÐMÆLI. V. bindi. Rvík 1906. I þessu bindi af kvæðum séra Matthíasar eru þýðingar og erfiljóð, sjónleikurinn »Aldamót« og kvæði frá Danmörku og Noregi. Hin meist- aralegu erfiljóð hans eru svo alkunn, að það væri að bera í bakkafullan lækinn, að segja frá þeim. Bezt af erfiljóðum í þessu bindi þykja mér »Þorbjörg Sveinsdóttir« og »Arnljótur Ólafsson«. — »þú varst eldborg, nú ertu orðin hraun«, segir hann um Þorbjörgu, og er ekki hægt að ■sýna lyndiseinkenni hennar með íslenzkari líkingu: Harða, blíða, heita, sterka sál, ólíkt mér, en alt eins fyrir það hjarta þitt var eldur, gull og stál, ertu gróin við minn hjartastað. Og einkenni séra Arnljóts koma fram í þessu: Engan vissi’ eg orri tungu — yndi þitt var alt að grunda — unna meir, né snilli kunna, orðalags á ströndum Norðra. /. St. BEN. GRÖNDAL: DAGRÚN. Rvík, 1906, Nýtt kvæðakver eftir skáldaöldunginn áttræða. Eru flest kvæðin ný ■eða áður óprentuð, og sum jafnvel frá áttræðisárinu sjálfu, t. d. skop- Tcvæði um þingmannaförina til Danmerkur o. fl. Sýna þau, að ekki er Gröndal dauður úr öllum æðum enn, heldur sjálfum sér Iíkur að æsku- fjöri, þó hann hafi mörg ár á baki. Tvö helztu kvæðin hafa þó áður verið prentuð í Gefn (»Hugfró« og »Brísingamen«), en ekki fengið að vera með í kvæðabók hans hér um árið, og er slíkt harla undarlegt um jafnsnjöll kvæði, sem telja má með hinum beztu kvæðum Gröndals. Þetta kver er því góður viðbætir við hina almennu kvæðabók hans, sem allir vinir Gröndals munu taka tveim höndum. V. G. BEN. GRÖNDAL: NOKKRAR SMÁSÖGUR. Rvík 1906. í bæklingi þessum (alls 130 bls.) eru fjórar sögur: »f>rjár systur«, kynjasaga um riddara í álögum; »Fallega Gudda«, um riddara og hirð- lífsdaður; »Brúðardraugurinn«, riddarasaga um brúðkaup með æfintýra- brag; »írafells-Móri«, um ferð íslenzkrar kaupmannsekkju og dóttur hennar frá Akureyri til Rvíkur, og hvernig bæjarlífið þar birtist þeim bæði í draumsjón og vöku. Allar eru sögur þessar skemtilegar, en mjög »rómantískar« og 10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.