Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1907, Blaðsíða 72

Eimreiðin - 01.05.1907, Blaðsíða 72
152 lenzka konan ekki. Henni færi þá alveg eins og mannssálinni í æfintýrinu »Góð boð« : »Hún ympraði ekki einu sinni á því með- einu orði, til hvers henni mundi auðnast að nota valdið«. Síður en svo, hún gengi feti framar, og lýsti því yfir, að hún ætlaði sér alls ekki að nota þetta vald; hún ætlaði ekki að vera með neinum landsmálaflokki En vér trúum því ekki fyr en vér tökum á, að þessu sé þannig varið. Vér álítum þessa yfirlýsingu sprotna af misskilningi. einum. Hún hefir líklega átt að vera eitthvert kænskubragð, til þess að koma sér vel við alla flokka, með því að þá væri fremur von um að málið fengi framgang. En áhrifin hljóta að verða al- veg öfug. Sá, sem vill vera allra vinur, verður engra vinur. Og að skapa fjölmennan flokk af nýjum kjósendum, sem fyrirfram lýstu því yfir, að þeir hefðu svo lítinn áhuga á landsmálum, að þeir ætluðu sér með engum að vera, það væri ekki einungis þýð- ingarlaust, heldur jafnvel stórhættulegt fyrir þjóðfélagið. Í*ví skoð- analausum og áhugalausum kjósendum hættir eðlilega mest til að’ láta leiðast af annarlegum hvötum og verða viljalaust verkfæri í hendi annarra. Nei, vér þykjumst sannfærðir um að íslenzku konurnar krefjast kosningarréttar, af því þær ætla sér að nota hann í ákveðna stefnu: — ekki allar í sömu stefnu, heldur hver á sinn hátt. Og því að- eins er krafa þeirra líka réttmæt og til greina takandi. En þær verða ekki einungis að segjast ætla að nota réttindin þannig, þegar þær fái þau, heldur sýna fyrirfram, að hugur fylgi máli, sýna í verkinu sannarlegan áhuga á landsmálum. En það köll- um vér ekki að sýna áhuga á landsmálum, þó þær geti orðið ásáttar um að heimta réttindi fyrir sjálfar þær. Pær verða að láta fleira til sín taka, taka ákveðna afstöðu í þeim málum, sem efst eru á dagskrá þjóðarinnar, annaðhvort með eða móti. Vér búumst við, að sumar þeirra kunni að svara sem svo: Pað getum við fyrst gert, er við höfum fengið kosningarréttinn. En slíkt hefir ekki við full rök að styðjast. Í*ví jafnfjölmennur flokkur og konurnar eru í hverju landi, getur ætíð haft stórmikil áhrif á landsmál, ef hann vill, þótt ekki hafi hann úrslitaréttinn. Konurnar hafa málfrelsi, ritfrelsi og fundafrelsi og geta með þessu verkað opinberlega á þá, sem með atkvæðisréttinn fara. Auk þess geta þær í einrúmi, hver í sínu lagi, haft áhrif á menn sína, bræður, sonu, feður og aðra vandamenn. Máltæki eitt segir, að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.