Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1907, Side 61

Eimreiðin - 01.05.1907, Side 61
heldur aldrei orðið annað en máttlaust hrafl. Menn verða að lesa bæklinginn sjálfan, annars geta menn enga hugmynd um hann fengið, né neitt af honum lært. En á lestri hans geta allir grætt mikið, jafnvel þeir, sem árum saman hafa við stjórnmálin fengist, hvað þá heldur þeir. sem lítið eða ekkert hafa um þau hugsað. Flest af því, sem höf. tekur fram, er líka hárrétt. Annað mál er það, hvort vér getum allir fylgt honum beint að því hugsjóna-hámarki, sem hann vill láta oss stefna að — helzt þegar í stað. Það getum vér fyrir vort leyti ekki; álítum aðra leið heillavænlegri og betri fyrir þjóð. vora, eins og högum hennar er háttað sem stendur; enda gerir og höf. ráð fyrir þeirri leið líka og virðist munu sætta sig við hana, að minsta kösti fyrst um sinn. En í einu atriði skjátlast höf. mjög. Hann álítur, að vér eigum að semja um samband vort við Danmörku við konunginn einn, en ekki við Dani eða ríkisþing þeirra og stjórn. Þetta er fullkominn misskilningur. Slíkt var mögulegt á einveldistímunum, en eins og konungsvaldinu er nú komið, er þess enginn kostur. Danakonungur hefir ekkert vald til að semja um samband Danmerkur við annað land án samþykkis stjórnar sinnar og ríkisþings — alveg eins og konungur íslands hefir heldur ekkert vald til að gera slíka samninga fyrir vora hönd án samþykkis alþingis og íslenzku stjórnarinnar. V. G. SÆMUNDAR-EDDA. Eddukvæði. Finnur Jónsson bjó til prent- unar, Rvík 1905 (Sig. Kristjánsson). Kr. 2,50. Frægasta bókin, sem til er í íslenzkum bókmentum, loksins er hún nú út komin á sjálfri ættjörð sinni, íslandi •—- í fyrsta sinn, og má slíkt undur heita um annan eins gimstein, að það skuli ekki hafa orðið fyr. Þjóðverji, sem nýlega ferðaðist á íslandi, gat þess í lýsingu sinni á ís- lendingum, að þeim væru lítt kunn Eddukvæðin. Þetta mun að vísu satt ■— því miður. En ástæðan er alls ekki sú, sem hann ætlar, að tungan sé orðin svo breytt, að menn skilji ekki lengur kvæðin. Nei, ástæðan er eingöngu sú, að engin íslenzk útgáfa hefir verið til af þeim, svo að nauðafáir hafa átt tök á að kynna sér þau. En nú hafa menn loks fengið hana, og þá skal það sannast, að menn bæði kaupa hana og lesa. Því fyrst og fremst mun löngunin til að kynnast þessu bókmenta- djásni, sem allur heimurinn dáist að, verða nægileg hvöt til þess, og í annan stað mun enginn sá, sem heita vill maður með mönnum, þykjast kinnroðalaust geta sýnt öðrum í bókaskápinn sinn, án þess að Eddu- kvæðin standi þar. Og þegar svo er komið, að íslendingar eru alment farnir að lesa þessi kvæði, þá skal það líka sannast, að alþýðumennirnir íslenzku skilja margt í þeim, sem fjölfróðu vísindamennirnir útlendu hafa árum saman verið að brjóta heilann um og aldrei skilið, eða skýrt öðru- vísi en rétt er. Því á vörum íslendinga lifir enn sægur af orðum, sem aldrei hafa á pappír komið og ekki finnast í neinum orðabókum. En slík orð þekkja ekki vísindamennirnir útlendu, — og sumir hinna íslenzku ekki heldur, Af lofstöfum útlendra fræðimanna um Eddukvæðin mætti tiifæra mesta grúa. En hér skal aðeins þess getið, er Júlíus HofFory (sem var prófessor við háskólann í Berlín) segir um eitt þeirra: »Völuspá er ekki

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.