Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1907, Page 21

Eimreiðin - 01.05.1907, Page 21
IOI staðinn. Bankabyggsgrautar voru hátíðamatur og töðugjalda. f’orskhöfuð voru almenn fæða og þóttu, raunar ekki hið drjúgasta, en ljútfengasta fiskæti, f’á er kaffi kom til sögunnar, varð »morgunkaffi« brátt algengt hér, — þó ekki væri það jafnfljótt á öllum bæjum, —■ og ekki leið á löngu áður »miðdagskaffi« bættist við. Nú er það víða drukkið 3var á dag og stundum oftar. Aðalbreyting á matarhæfi er sú, að nú má kalla að harðfiskur sé alveg horfinn, en í staðinn hafa menn saltfisk, baunir, mjólkurgrauta o. fl. Nú er líka mjög svo hætt að nota kál til manneldis, — það er gefið kúm, — en með skyrinu eru hafðir grautar. Haframjöl er nú sumstaðar haft til grauta, þykir raunar ekkert sælgæti á bragð, en drjúgt og heilnæmt. Það var venja nokkurra manna hér, að sækja árlega fjallagrös í Arnarfell o. v. Þótti það kornsparnaður og góður matarbætir. Svo tóku margir það eftir. En þá þrutu fjallagrösin, því svæðið er lítið. Nú þykir eigi borga sig að gjöra ferðir þangað. Matartilbúningur og matartilhögun er nú með ýmsum mismun, sem eigi þektist hér áður, og miklu meira af fæðuefninu er nú sótt í kaup- stað, heldur en þá er ég man fyrst eftir. Minna er etið af smjöri síðan harðfiskur þvarr. En með því að smjör er orðið verzlunarvara, síðan rjómabúið var stofnað, þá hefir sauðasalan minkað og meira kjöt verið haft til fæðis. Eigi er fæðið minna né kraftminna en áður var, en miklu er það fjölbreyttara og viðurværið yfirleitt betra. Búshlutir. Til skamms tíma héldust flestir búshlutir í sama lagi og áður var. Þó var ég ungur, er járnrekur (»skóflur«) tóku að út- rýma varrekum, sem áður voru hafðar til mokstra. Skaft þeirra (»tindurinn«) var vel 2 al. langur, eikarskákar festar á rönd á báðar hliðar hans að neðan og járnvar neglt neðan á. Seinna hafa stál- skóflur útrýmt pálum, er hnausar 0. fl. voru stungnir með áður. Þeir höfðu digurt skaft með hún á efri enda og stórum, sterkum járn- spaða í neðri enda. Það var blaðið. Var það breiðast neðst og egg neðan á. Reiðtygi breyttust líka, er ég var nokkuð ungur. Elztu hnakkar, sem ég sá, höfðu báða boga lága og bríkur negldar á. Skinnin voru fest með bólunöglum. í stað ístaðsóla voru »sköft«, annaðhvort af járni eða, tvöföldu, samanstönguðu íslenzku leðri. Beizli höfðu kjálka (stengur) af kopar eða járni og þá mjög einfalda. Höfuðleður var af íslenzku leðri. Ennisól, sem líka var kverkól, var fest á það með »hornhringjum« af kópar og koparlauf var framan á enninu. Saumarnir voru annaðhvort úr mjóum kaðli eða samanbrugðnum leðurræmum. Fátækt kvenfólk reið oft á þófa; var lögð yfir hann svonefnd »hamól« og við enda hennar fest undirgjörð, og líka ístöð; en þau voru annaðhvort úr horni, eða litlar, ferskeyttar tréfjalir festar upp með snæri, sem dregið var í göt í horn- unum. Efnaðri konur áttu trésöðla, ýmist máláða eða »beitta«: klædda með dökku vaðmáli og látúnsbrydda á röndum. Einn söðul sá ég »drif- inn«: alþakinn rósuðu látúni; var reiði hans með skrautlegum skjöldum. Allir söðlar voru þá djúpir. Nýtt og betra lag á hnökkum og söðlum innleiddi Torfi Steinsson söðlasmiður hér á landi og komst það brátt á hér, sem annarstaðar. Þó tók það umbótum eftir hans dag. Reiðingar á klyfjahesta voru oftast úr þurkuðu mýrartorfi, en

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.