Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1907, Side 15

Eimreiðin - 01.05.1907, Side 15
95 meðal almennings, þá er það hægt að gera með öðru móti en því, að halda til þess fjölda presta og kosta til þess of fjár. Prentsvertan er betri til þess. Nú förum vér að sjá ut úr völundarhúsinu. Tímarit mætti stofna, sem væri um guðspeki og sið- gæði og skyldi landstjórnin sjá um ritstjórn þess og leggja því til nægilegt fé. Ritið skyldi senda ókeypis á hvert heimili landsins. Petta er vegurinn út úr völundarhúsinu. Tímaritið mundi kosta tíu sinnum minna fé eða tuttugu sinn- um, heldur en prestastéttin. Efni þess gæti verið fjölhæft og gott, innlent og þýtt, kreddulaust og kjarnamikið. Fé því, sem þjóðfélagið drægi til muna með þessu móti, skyldi varið til alþýðumenta og fagurra lista. Prestsverk geta fallið niður Gott hugarfar og drengileg hegðun, sem hefir góða trú að bakhjarli — þessi þrjú meginatriði eru fullgild til sáluhjálpar. Listin að lifa og vaka er fólgin í því að laga sig eftir ástæð- um — lífsskilyrðunum. Breytiþróunin hefir altaf fært sér í nyt þetta lögmál og þær greinar lífstilverunnar hafa þróast og lifað, sem breyttu sér eftir ástæðum. Eins er um mannfélagsskipunina. Hún þarf að iaga sig eftir lífsskilyrðum og aldarhætti. Pess vegna getur mannskepnan lifað hvarvetna á hnettinum, svo að segja, að hún ekur seglum eftir vindi. Boðun trúarbragðanna verður og að skifta um aðferð eftir aðstöðu. Sú þjóð,- sem hefir mesta mentun sína af bóklestri, í strjálbýli og einangrun, hún ætti og að geta fengið stuðning fyrir trú sína og hegðun af lestri trúarrita. Pessi hugsun öll saman þykir að líkindum firna djörf og næsta ófyrirleitin, sumum mönnum — þeim mönnum, sem hvorki þora að hugsa, né heldur láta í ljós þær skoðanir, sem eru óvátrygðar hjá venjunni. — Eg skeyti því engu. Eg segi það, sem býr í brjósti mér, og hirði ekki um aðkast þeirra manna, sem altaf eru ragmenni frá vöggu sinni til grafar. Ég býst við því, að einhverjir muni spyrja á þá leið: Hvernig er hægt að koma þessari miklu breytingu í framkvæmd? Stjórnar- skráin löghelgar lúterskuna í þjóðfélaginu og prestarnir eiga heimt- ing á launum og lífsuppeldi hjá þjóðinni, þeir sem í embættum

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.