Eimreiðin - 01.05.1907, Side 18
98
voru þeir minni, en stundum fleiri en einn. A tveimur fátækum bæjum
sá ég skjáglugga á baðstofuhlið. Það voru hinir síðustu hér. Framan á
stofuhúsum var stafnþil, og eins þó baðstofa væri yfir. Smámsaman
fengu fleiri og fleiri baðstofur stafnþil, stærri glugga og timburgólf.
þær urðu rúmbetri og allar undir súð. Einnig smá-fjölgaði stofum. En
súðin gat aldrei orðið endingargóð undir torfþökunum; voru þó margs
konar tilraunir gerðar með »tróð« milli torfs og súðar.
Flest útihús, svo og búr og eldhús, voru gerð upp á þann hátt, að
langbönd voru lögð utan á sperrurnar, en utan á þau var skógviði raðað
undir torfið. Var sú uppgerð bæði endingarlítil og lekasæl. Sumstaðar
var þunnum blágrýtishellum raðað utan á langböndin í stað skógviðar.
Gafst það betur. En hæfilegar liellur voru eigi svo auðfengnar, að
þetta gæti orðið alment. Enda var helluþakið afarþungt og því lítt
hafandi á stærri hús. Vegna þessara örðugleika sá enginn sér fært að
byggja heyhlöðu: hún mundi hafa lekið og spilt heyinu. f*ví voru hey-
garðar hafðir fyrir töður og heimahey, en kuml við fjárhús. það voru
opnar heytóftir, nokkuð háar; voru þær fyltar af heyi og svo hlaðið
upp af, gjörður mænir og tyrft yfir. í heygörðunum var heyinu á líkan
hátt hlaðið í fleiri eða færri »stabba« og tyrft yfir.
Það var ekki löngu fyrir 1890 að þakjárn þektist hér fyrst. Guð-
mundur bóndi Þormóðsson í Asum bygði hlöðu með járnþaki fyrir töðu
sína. Tóku þá fleiri að setja járnþaktar . smáhlöður, í stað kumla, við fjár-
hús. En járnið var dýrt fyrst og útbreiddist því eigi svo fljótt sem ella
mundi. En við landskjálftann 1896 varð stór stigbreyting í þessu efni.
Þá þurftu allir í einu að byggja sér ný bæjarhús, vildu liafa þau betri
en hin fyrri og allir, sem gátu, vildu hafa þau með járnþaki. Gjafirnar
juku þeim hug og dug og verð lækkaði á járni, er í stórkaupum var
keypt. Menn sáu, að drýgra var að hafa fleiri hús undir sama þakí, og
breyttu margir húsaskipun í þá átt. Þrír bygðu járnklædd timburhús í
stað bæjarhúsa, Það voru þeir séra Valdimar Briem á Stóra-Núpi. Gísli
Einarsson í Ásum og Einar Gestsson á Hæli. Flestir aðrir breyttu hús-
um meira eða minna, stækkuðu þau og járnþöktu. Gestastofur eru hér
nú á 17 bæjum (af 30) og á jafnmörgum eru íbúðarherbergi fleiri en 1,
nokkuð víða 3 eða 4, sumstaðar fleiri; en flest eru þau 8. Járnþaktar
heyhlöður fyrir töðuna eru nú á 21 bæ, en við fénaðarhús á flestum eða
öllum bæjum. Enn sem komið er eru þó fá peningshús með járnþaki,
en eru að fjölga. Járnþakin íbúðarhús eru á 3 bæjum og 1 að minsta
kosti i undirbúningi. —- Enn eru baðstofur á nokkrum býlum með torf-
þaki og á 1 með moldargólfi; en þeirra dagar munu bráðum taldir.
Klæðnaður. Kalla mátti að öll fataefni væri heima unnin á yngri
árum mínum. Var kappsamlega unnið að spuna, vefnaði og prjóni á
vetrum, einkum fram að vertíð. Prjónuð voru öll sokkaföt, nærbrækur
og vetlingar. Onnur föt voru úr vaðmáli eða einskeftu. Léreft var þá
haft í skyrtukraga, og í fóður undir ytriföt hjá sumum. Voru léreftskaup
alment lítil fyrst, en fóru í vöxt. Um aðra dúka varla að ræða. Þá gekk
fólk jafnan léttklætt að vinnu: oft á nærfötum einum, þá er veður leyfði.
Annað snið, og einfaldara, var á ytri klæðum þá en nú. Stuttbuxur voru
þá nýlega lagðar niður: ég sá þær á einum gömlum karli. í staðinn
1