Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1907, Síða 20

Eimreiðin - 01.05.1907, Síða 20
IOO klæði á bæði borð. En svo var baldvírsrós á efra borðinu. Á höfðinu var hvítur faldur, al, langur og ^ji al. breiður framan, en mjókkaði niður í »legg«. Beygðist leggurinn afturábak fyrst, en svo myndaði faldurinn háan boga fram á ennið. Það var kallað »skaut«. í stað hempunnar höfðu yngri konur samfellu — nokkurs konar pils með út- saum eða borðaleggingum að neðan alt um kring — og skauttreyju með baldvíruðum borðum á börmum og í kring um hálsinn og 3 borðum á bakinu, líkt löguðum og á upphlutnum. Faldur og kragi var eins og með hempunni. Um mittið var belti með silfurpörum og kúlumynduðum silfurhnappi að framan. Þau voru alsett silfurdoppum með víravirki eða annarri viðhöfn. Þó voru sum aðeins baldvíruð. Fáeinar konur sá ég, er höfðu »danskan búning« á hátíðum. Það var eins konar kjóli, kall- aður »frakki«, viðhafnarlaus, og með vaðmálsbelti um mittið. Eigi fylgdi kragi né faldur, en höfuðbúningurinn var annaðhvort gjörð um höfuðið úr svörtu flaujeli, eða »danski hatturinn«, sem einna helzt má lfkja við hatta frelsishers-kvennanna, og var þó- næstum ijótari. Kring um 1860 var »nýi skautbúningurinn« tekinn upp, eftir fyrirsögn Sigurðar málara Guðmundssonar, er »stúderað« hafði fornbúninga. Heizt hann alment enn, og þarf ekki að lýsa honum. Hann þykir fagur, en ærið dýr fátæku fólki. Því eru sumir nú hættir að hafa sérstakan hátíðabúning. Rúmfatnaður var að mestu heima unninn. Það voru tvær rekkju- voðir og brekán yfir, en koddi undir höfði. Á flestum bæjum var undir- sæng í hjónarúmi, flest önnur voru heyrúm. Þó fjölguðu sængurrúmin smátt og smátt á efnaheimilum og útlendir dúkar fóru að tíðkast í sængur- og koddaver. Nú er bæði undir- og yfirsæng í flestum rúmum og lín- voðir í viðhafnarrúmum. Brekán er nú hætt að vefa, en »salúns«-ábreiður tíðkast nú í staðinn. Þá er handaprjón tók að leggjast niður, hurfu prjónaföt að mestu um hríð. Nú tíðkast prjónanærföt aftur, og er það prjónavélum að þakka. Talsvert iáta menn nú vinna í tóvinnuvélum, og mikið er keypt af út- lendum fataefnum. Skófatnaður var eingöngu úr íslenzku skinni fyrrum: kvenskór og spariskór allir úr sauðskinni, en hversdagsskór karlmanna úr leðri. Hverndag er það enn eins alment. En til mannfunda hafa nú flestir stígvélaskó, og vatnsstígvél til hinna lengri ferða á sumrin, en margir hafa enn á vetrum skinnsokka úr íslenzku skinni. Matarhæft. Kalla mátti að harðfiskur væri aðalfæðutegund hér á yngri árum mínum. Við honum var haft smjör eða bræðingur, sem gjörður var úr tólg og lýsi. Var þetta miðdagsmatur og var, þá er lengra leið, farið að bæta dálitlu af brauðmat við, ogjókstþað meir og meir. Skyr var önnur aðalfæða, nýtt á sumrum, en súrt á vetrum. Súrskyrið var mjög drýgt með súrkáli og varð við það bæði ljúffengara og auðmeltara. Það var gefið út í mjólk, og var það morgunmatur á vetrum. Kvöldmatur á vetrum var tíðast spaðsúpa: þ. e. þunnur vatns- grautur með kjötbitum í og kálrófum. Flestir héldu spart á með kjöt- matinn; en með því náði saltkjötið saman árið yfir hjá hinum betri bændum. Hangikjöt var haft til hátíða og í ferðanesti. Korn til grauta fengu menn fyrir ull sína, og sumir létu líka nokkuð af harðfiski í kaup-

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.